Boða aðgerðir vegna áreitni og ofbeldis í íþróttum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. janúar 2018 20:00 Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd. Frásagnir íþróttakvenna af kynferðislegri áreitni og kynferðisbrotum voru birtar í gær en þær eru margar mjög grófar og varða níu þeirra nauðganir innan íþróttastarfsins. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í morgun með íþróttahreyfingunni og forsvarsfólki #metoo hreyfingarinnar og var ákveðið að stofna starfshóp sem mun móta aðgerðaráætlun. „Um hvernig eigi að bregðast við kynbundnu ofbeldi hjá íþrótta- og æskulýðshreyfingunni og hópurinn það hlutverk líka að samræma verklag innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar," segir Lilja Alferðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Þessi framkoma og þessi hegðun verður ekki liðin," segir hún. Í hópnum verður fulltrúi frá þeim konum sem hafa leitt #metoo umræðuna, fulltrar frá ÍSÍ, UMFÍ og menntamálaráðuneytinu. Niðurstaða hópsins á að liggja fyrir í vor. Innan ÍSÍ er meðal annars til skoðunar er að íþróttakonur geti leitað til óháðs trúnaðarmanns, eða nokkurs konar umboðsmanns. „Hvort við getum verið með einhverja miðstöð eða einstakling sem getur tekið á móti umkvörtunum og ábendingum um slíkt," segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Hún hvetur einstök félög til sjálfsskoðunar. „Þau félög sem eru með þjálfara innan sinna raða sem hefur mögulega brotið á iðkendum eða öðrum innan félags muni skoða það með öðrum augum en gert hefur verið hingað til," segir Líney. Fyrrverandi framkvæmdastjóri tveggja íþróttafélaga sem hefur reynslu af því að eiga við svona mál segir að þjálfarar sem hafi verið reknir vegna atvika af þessu tagi komist stundum að á öðrum stöðum. „Þeir dúkka dúkka upp annars staðar og mér finnst það ekki í lagi," segir Jóhann Már Helgason. Hann telur að hægt að koma í veg fyrir þetta með einhvers konar miðlægu kerfi og samstarfi allra félaga. „Ég held að þegar þessi ferli hafa ekki verið nógu skipulögð og nógu ákveðin fyrirfram hefur fólk verið hrætt við að stíga fram og það er vandamál sem við þurfum að breyta," segir Jóhann. MeToo Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd. Frásagnir íþróttakvenna af kynferðislegri áreitni og kynferðisbrotum voru birtar í gær en þær eru margar mjög grófar og varða níu þeirra nauðganir innan íþróttastarfsins. Mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í morgun með íþróttahreyfingunni og forsvarsfólki #metoo hreyfingarinnar og var ákveðið að stofna starfshóp sem mun móta aðgerðaráætlun. „Um hvernig eigi að bregðast við kynbundnu ofbeldi hjá íþrótta- og æskulýðshreyfingunni og hópurinn það hlutverk líka að samræma verklag innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar," segir Lilja Alferðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Þessi framkoma og þessi hegðun verður ekki liðin," segir hún. Í hópnum verður fulltrúi frá þeim konum sem hafa leitt #metoo umræðuna, fulltrar frá ÍSÍ, UMFÍ og menntamálaráðuneytinu. Niðurstaða hópsins á að liggja fyrir í vor. Innan ÍSÍ er meðal annars til skoðunar er að íþróttakonur geti leitað til óháðs trúnaðarmanns, eða nokkurs konar umboðsmanns. „Hvort við getum verið með einhverja miðstöð eða einstakling sem getur tekið á móti umkvörtunum og ábendingum um slíkt," segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Hún hvetur einstök félög til sjálfsskoðunar. „Þau félög sem eru með þjálfara innan sinna raða sem hefur mögulega brotið á iðkendum eða öðrum innan félags muni skoða það með öðrum augum en gert hefur verið hingað til," segir Líney. Fyrrverandi framkvæmdastjóri tveggja íþróttafélaga sem hefur reynslu af því að eiga við svona mál segir að þjálfarar sem hafi verið reknir vegna atvika af þessu tagi komist stundum að á öðrum stöðum. „Þeir dúkka dúkka upp annars staðar og mér finnst það ekki í lagi," segir Jóhann Már Helgason. Hann telur að hægt að koma í veg fyrir þetta með einhvers konar miðlægu kerfi og samstarfi allra félaga. „Ég held að þegar þessi ferli hafa ekki verið nógu skipulögð og nógu ákveðin fyrirfram hefur fólk verið hrætt við að stíga fram og það er vandamál sem við þurfum að breyta," segir Jóhann.
MeToo Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira