Óttast spjöll og kærðu leyfi fyrir línulögn Sveinn Arnarsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Lyklafellslína á að fara yfir ósnortið hraun austan við Helgafell sem er afar vel sóttur útivistarstaður af íbúum höfuðborgarsvæðisins. vísir/Ernir Eigendur jarðarinnar Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi sem Garðabær hefur veitt Landsneti til lagningar háspennulínu yfir vatnsverndarsvæði ofan höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu. Fyrir hafa Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands kært framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar til lagningar sömu línu. Kópavogur gaf út sitt framkvæmdaleyfi í vikunni. Hraunavinir segja lagningu Lyklafellslínu geta stórskaðað vatnsgæði höfuðborgarbúa og þar með tvo þriðju hluta landsmanna. Því sé mikið í húfi fyrir stóran hlut þjóðarinnar. Ragnhildur Jónsdóttir„Ný Lyklafellslína liggur yfir grannsvæði vatnsbóla alls höfuðborgarsvæðisins. Þegar lína er lögð fylgir mikið jarðrask um ósnortið hraun með vegarslóðum og steypuvinnu. Við teljum þetta óþarflega mikla áhættu fyrir þau mannréttindi okkar að hafa aðgang að hreinu og góðu vatni,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir, formaður Hraunavina. „Þetta er að okkar mati óþörf aðgerð því hægt er að tryggja raforkuflutninga með öðrum leiðum. Þetta er eins konar rússnesk rúlletta í lélegri bíómynd,“ bætir Ragnhildur við. „Kópavogur samþykkti framkvæmdaleyfið á síðasta bæjarstjórnarfundi sínum og þá eru öll leyfin komin. Hins vegar bíðum við nú eftir úrskurði vegna kæranna sem við eigum von á í mars,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.Steinunn Þorsteinsdóttir „Í undirbúningi er að bjóða út framkvæmdir við byggingu línunnar og tengivirkisins á Lyklafelli. Við gerum ráð fyrir að útboð verði auglýst á næstu vikum. Miðað við það, þá gerum við í dag ráð fyrir að nýju flutningsmannvirkin verði tekin í rekstur í lok árs 2019. Þá verður í framhaldi hægt að rífa Hamraneslínur niður.“ Lyklafellslína er lögð til að taka við raforkuflutningum af Hamraneslínu sem á að rífa, og spennistöð austan við Vallahverfið í Hafnarfirði verður færð af þeim sökum. Íbúar Hafnarfjarðar og bæjaryfirvöld hafa lagt áherslu á það í nokkurn tíma að taka niður Hamraneslínu þar sem nýtt Skarðshlíðarhverfi er hannað undir núverandi línustæði Hamraneslínu. Hverfið er nú í uppbyggingu. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Eigendur jarðarinnar Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi sem Garðabær hefur veitt Landsneti til lagningar háspennulínu yfir vatnsverndarsvæði ofan höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu. Fyrir hafa Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands kært framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar til lagningar sömu línu. Kópavogur gaf út sitt framkvæmdaleyfi í vikunni. Hraunavinir segja lagningu Lyklafellslínu geta stórskaðað vatnsgæði höfuðborgarbúa og þar með tvo þriðju hluta landsmanna. Því sé mikið í húfi fyrir stóran hlut þjóðarinnar. Ragnhildur Jónsdóttir„Ný Lyklafellslína liggur yfir grannsvæði vatnsbóla alls höfuðborgarsvæðisins. Þegar lína er lögð fylgir mikið jarðrask um ósnortið hraun með vegarslóðum og steypuvinnu. Við teljum þetta óþarflega mikla áhættu fyrir þau mannréttindi okkar að hafa aðgang að hreinu og góðu vatni,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir, formaður Hraunavina. „Þetta er að okkar mati óþörf aðgerð því hægt er að tryggja raforkuflutninga með öðrum leiðum. Þetta er eins konar rússnesk rúlletta í lélegri bíómynd,“ bætir Ragnhildur við. „Kópavogur samþykkti framkvæmdaleyfið á síðasta bæjarstjórnarfundi sínum og þá eru öll leyfin komin. Hins vegar bíðum við nú eftir úrskurði vegna kæranna sem við eigum von á í mars,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.Steinunn Þorsteinsdóttir „Í undirbúningi er að bjóða út framkvæmdir við byggingu línunnar og tengivirkisins á Lyklafelli. Við gerum ráð fyrir að útboð verði auglýst á næstu vikum. Miðað við það, þá gerum við í dag ráð fyrir að nýju flutningsmannvirkin verði tekin í rekstur í lok árs 2019. Þá verður í framhaldi hægt að rífa Hamraneslínur niður.“ Lyklafellslína er lögð til að taka við raforkuflutningum af Hamraneslínu sem á að rífa, og spennistöð austan við Vallahverfið í Hafnarfirði verður færð af þeim sökum. Íbúar Hafnarfjarðar og bæjaryfirvöld hafa lagt áherslu á það í nokkurn tíma að taka niður Hamraneslínu þar sem nýtt Skarðshlíðarhverfi er hannað undir núverandi línustæði Hamraneslínu. Hverfið er nú í uppbyggingu.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira