Ætlar að stefna ríkinu vegna Geirfinnsmáls Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. janúar 2018 07:00 Erla Bolladóttir vill nýjan úrskurð frá endurupptökunefnd. vísir/Ernir Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu til ógildingar á úrskurði endurupptökunefndar sem synjaði beiðni hennar um endurupptöku á hennar þætti Geirfinnsmálsins. Erla hyggst hefja hópfjármögnun á næstu dögum vegna málarekstursins. Í dómi Hæstaréttar var á sínum tíma á því byggt að Erla, Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu, eftir drápið á Geirfinni, hist á Mokka og ákveðið í sameiningu að ef á þau félli grunur myndu þau varpa sök á Einar Bollason, bróður Erlu, og svokallaða Klúbbmenn. Þannig hefði verið um skipulagt meinsæri að ræða. Fyrir tæpu ári heimilaði endurupptökunefnd að taka mætti manndrápsþætti málanna upp að nýju. Verði sýknað í þeim þáttum mun meinsærisþátturinn sitja einn eftir, en endurupptökunefnd synjaði beiðni Erlu um endurupptöku á þeim þætti. Erla telur hins vegar engar málalyktir geta orðið án endurskoðunar á meinsærinu. „Í september 2016 tilkynnti sérstakur saksóknari nefndinni þá afstöðu sína að efni væru til endurupptöku míns mál. Endurupptökunefndin tók ekkert tillit til þessarar afstöðu ákæruvaldsins í málinu,“ segir Erla. Í niðurstöðu nefndarinnar var byggt á því að Erla hefði ekki verið í gæsluvarðhaldi þegar hún bar sakir á saklausa menn og því ekki í sambærilegri stöðu til að gefa þvingaða vitnisburði. Erla bendir á skýrslu sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur gaf í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar 2016, um hve háð hún var rannsóknarmönnum á þessum tíma og það tak sem þeir höfðu á henni þrátt fyrir að hún væri formlega frjáls ferða sinna. „Það var endurupptökunefnd sem fór sérstaklega fram á þessar skýrslutökur og vitnisburður Gísla dugði til að snúa ákæruvaldinu,“ segir Erla. Hún segir alla sem kynnt hafa sér málið sjá að það sé ómögulegt að slíta meinsærisþátt málsins frá öðrum þáttum.Jack Latham vill styrkja söfnun Erlu með því að gefa söluandvirði nokkurra mynda sinna.vísir/anton brinkMálshöfðun er kostnaðarsöm og Erla hyggst leita til almennings um aðstoð við að fjármagna málsóknina. „Öll þjóðin þarf að ná sátt við réttarkerfið vegna þessa máls en við náum slíkri sátt ekki nema botn fáist í þær rannsóknaraðferðir sem beitt var. Uppruni meinsærisins og hinna röngu sakargifta er lykilþáttur í því uppgjöri,“ segir Erla. Ljósmyndarinn Jack Latham, sem setti upp sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur ákveðið að láta söluandvirði nokkurra myndanna renna til söfnunar Erlu. Latham heldur stutt erindi í Ljósmyndasafninu kl. 14 á morgun, lokadegi sýningarinnar, þar sem hann kynnir þessi áform sín og þá gefst fólki í síðasta skipti kostur á að skoða myndirnar sem eru allar til sölu. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu til ógildingar á úrskurði endurupptökunefndar sem synjaði beiðni hennar um endurupptöku á hennar þætti Geirfinnsmálsins. Erla hyggst hefja hópfjármögnun á næstu dögum vegna málarekstursins. Í dómi Hæstaréttar var á sínum tíma á því byggt að Erla, Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski hefðu, eftir drápið á Geirfinni, hist á Mokka og ákveðið í sameiningu að ef á þau félli grunur myndu þau varpa sök á Einar Bollason, bróður Erlu, og svokallaða Klúbbmenn. Þannig hefði verið um skipulagt meinsæri að ræða. Fyrir tæpu ári heimilaði endurupptökunefnd að taka mætti manndrápsþætti málanna upp að nýju. Verði sýknað í þeim þáttum mun meinsærisþátturinn sitja einn eftir, en endurupptökunefnd synjaði beiðni Erlu um endurupptöku á þeim þætti. Erla telur hins vegar engar málalyktir geta orðið án endurskoðunar á meinsærinu. „Í september 2016 tilkynnti sérstakur saksóknari nefndinni þá afstöðu sína að efni væru til endurupptöku míns mál. Endurupptökunefndin tók ekkert tillit til þessarar afstöðu ákæruvaldsins í málinu,“ segir Erla. Í niðurstöðu nefndarinnar var byggt á því að Erla hefði ekki verið í gæsluvarðhaldi þegar hún bar sakir á saklausa menn og því ekki í sambærilegri stöðu til að gefa þvingaða vitnisburði. Erla bendir á skýrslu sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur gaf í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar 2016, um hve háð hún var rannsóknarmönnum á þessum tíma og það tak sem þeir höfðu á henni þrátt fyrir að hún væri formlega frjáls ferða sinna. „Það var endurupptökunefnd sem fór sérstaklega fram á þessar skýrslutökur og vitnisburður Gísla dugði til að snúa ákæruvaldinu,“ segir Erla. Hún segir alla sem kynnt hafa sér málið sjá að það sé ómögulegt að slíta meinsærisþátt málsins frá öðrum þáttum.Jack Latham vill styrkja söfnun Erlu með því að gefa söluandvirði nokkurra mynda sinna.vísir/anton brinkMálshöfðun er kostnaðarsöm og Erla hyggst leita til almennings um aðstoð við að fjármagna málsóknina. „Öll þjóðin þarf að ná sátt við réttarkerfið vegna þessa máls en við náum slíkri sátt ekki nema botn fáist í þær rannsóknaraðferðir sem beitt var. Uppruni meinsærisins og hinna röngu sakargifta er lykilþáttur í því uppgjöri,“ segir Erla. Ljósmyndarinn Jack Latham, sem setti upp sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um Guðmundar- og Geirfinnsmál hefur ákveðið að láta söluandvirði nokkurra myndanna renna til söfnunar Erlu. Latham heldur stutt erindi í Ljósmyndasafninu kl. 14 á morgun, lokadegi sýningarinnar, þar sem hann kynnir þessi áform sín og þá gefst fólki í síðasta skipti kostur á að skoða myndirnar sem eru allar til sölu.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira