„Ég reyndi að hlaupa upp á svið þegar ég var 5 ára til að vera með í gleðskapnum upp á sviði og nú tæplega 25 árum síðar er mér boðið í sama gleðskap,“ skrifar Salka Sól á Facebook og vísar í frétt DV um að hún hafi fengið hlutverkið.
Selma Björnsdóttir mun leikstýra leikritinu og segist Salka ekki geta beðið eftir að vinna með henni og öllum sem að leikritinu munu koma. Hún sé byrjuð að æfa sig að hoppa yfir Helvítisgjána.