Oprah Winfrey kallar áhrifakonur á sinn fund Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2018 23:26 Oprah Winfrey stýrði á dögunum pallborðsumræðum um kvennabyltingu í Hollywood. Vísir/EPA Oprah Winfrey kallaði á sinn fund áhrifakonur í skemmtana-og kvikmyndageiranum til að ræða um áhrif „Time's up-átaksins“ svokallaða sem hefur vakið talsverða athygli. Átakinu er ætlað að leiðrétta valdaójafnvægið sem hefur ríkt bæði í skemmtana- og kvikmyndaðinaðinum og á almennum og opinberum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. America Ferrera, Natalie Portman, Tracee Ellis-Ross, Reese Witherspoon, Shonda Rhimes, Kathleen Kennedy og Nina Shaw sátu fyrir svörum og voru mættar til þess að ræða opinskátt um átakið og markmið þess. Pallborðsumræðunum, sem Oprah Winfrey stýrir, verður sjónvarpað í þættinum „Sunday Morning“ þann fjórtánda janúar á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS. Þrátt fyrir að þátturinn verði sýndur á morgun gaf sjónvarpsstöðin áhorfendum sýnishorn af honum. Í sýnishorninu spyr Oprah Winfrey leikkonuna Reese Witherspoon út í kynferðislega árás sem hún varð fyrir af hendi leikstjóra þegar hún var sextán ára gömul. Reese Witherspoon er lítur framtíðina björtum augum og vonar að konur haldi áfram að vera hugrakkar að segja frá. Reese vitnaði í Elie Wiesel til að leggja áherslu á mál sitt: „Við verðum að taka afstöðu. Hlutleysi hjálpar kúgaranum en aldrei þolandanum. Þögn hvetur kvalara en aldrei þá sem kveljast.“Reese sagði að á stundum þyrftu þolendur að vega og meta hvort þögnin sé þeirra val og að einu sinni hafi það verið raunveruleikinn. „Sá tími er liðinn,“ sagði Reese staðföst. MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir „Tíminn er útrunninn“ Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í dag í bandaríska dagblaðinu New York Times. 1. janúar 2018 23:30 Hátíðahöld, glys og glamúr í skugga kynferðisofbeldis Golden Globe-verðlaunahátíðin verður haldin í kvöld en um er að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin er síðan kynferðisleg áreitni valdamanna í Hollywood var dregin fram í dagsljósið. 7. janúar 2018 14:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Oprah Winfrey kallaði á sinn fund áhrifakonur í skemmtana-og kvikmyndageiranum til að ræða um áhrif „Time's up-átaksins“ svokallaða sem hefur vakið talsverða athygli. Átakinu er ætlað að leiðrétta valdaójafnvægið sem hefur ríkt bæði í skemmtana- og kvikmyndaðinaðinum og á almennum og opinberum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. America Ferrera, Natalie Portman, Tracee Ellis-Ross, Reese Witherspoon, Shonda Rhimes, Kathleen Kennedy og Nina Shaw sátu fyrir svörum og voru mættar til þess að ræða opinskátt um átakið og markmið þess. Pallborðsumræðunum, sem Oprah Winfrey stýrir, verður sjónvarpað í þættinum „Sunday Morning“ þann fjórtánda janúar á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS. Þrátt fyrir að þátturinn verði sýndur á morgun gaf sjónvarpsstöðin áhorfendum sýnishorn af honum. Í sýnishorninu spyr Oprah Winfrey leikkonuna Reese Witherspoon út í kynferðislega árás sem hún varð fyrir af hendi leikstjóra þegar hún var sextán ára gömul. Reese Witherspoon er lítur framtíðina björtum augum og vonar að konur haldi áfram að vera hugrakkar að segja frá. Reese vitnaði í Elie Wiesel til að leggja áherslu á mál sitt: „Við verðum að taka afstöðu. Hlutleysi hjálpar kúgaranum en aldrei þolandanum. Þögn hvetur kvalara en aldrei þá sem kveljast.“Reese sagði að á stundum þyrftu þolendur að vega og meta hvort þögnin sé þeirra val og að einu sinni hafi það verið raunveruleikinn. „Sá tími er liðinn,“ sagði Reese staðföst.
MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir „Tíminn er útrunninn“ Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í dag í bandaríska dagblaðinu New York Times. 1. janúar 2018 23:30 Hátíðahöld, glys og glamúr í skugga kynferðisofbeldis Golden Globe-verðlaunahátíðin verður haldin í kvöld en um er að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin er síðan kynferðisleg áreitni valdamanna í Hollywood var dregin fram í dagsljósið. 7. janúar 2018 14:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
„Tíminn er útrunninn“ Hundruð kvenna skrifuðu undir opið bréf sem birtist í dag í bandaríska dagblaðinu New York Times. 1. janúar 2018 23:30
Hátíðahöld, glys og glamúr í skugga kynferðisofbeldis Golden Globe-verðlaunahátíðin verður haldin í kvöld en um er að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin er síðan kynferðisleg áreitni valdamanna í Hollywood var dregin fram í dagsljósið. 7. janúar 2018 14:00