„Það verður áfram leiðindaveður í nótt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. janúar 2018 22:30 "Það verður áfram leiðindaveður í nótt,“ segir Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli enn lokaðir. Vegagerðin er með fylgdarakstur yfir Þrengslaveg frá Rauðavatni að sunnan og við Þorlákshafnargatnamót að austan og er stefnt að halda honum áfram með kvöldinu ef að aðstæður leyfa. Búið er að loka aftur veginum um Öxnadalsheiði og verður hann skoðaður aftur í fyrramálið. Fært er út fyrir Tröllaskaga en þar er þó ansi hvasst og byljótt og á líklegast eftir að versna til muna þegar að líður á. Eins er lokað um Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á Vestfjörðum er orðið ófært um Hjallaháls og Klettsháls. Gul viðvörun fram eftir kvöldi„Sunnan- og vestantil verður veðrið bara eins, þessi hvassa vestanátt og éljagangur. Það dregur úr því hinsvegar seint í nótt og í fyrramálið ásamt því að það snýst í norðvestan. Það er í þessum töluðu eiginlega að hvessa á norðanverðu landinu. Þar sem lægðin er að nálgast landið aftur og kemur inn á það norðanvert, norðaustanvert landið svona um miðjan dag á morgun. Þannig að af þeim völdum þá hvessir aftur á Norðurlandi núna og sýnir versta veðrið, sérstaklega vestantil á Norðurlandi í nótt,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Enn er gul viðvörun frá Veðurstofunni fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði og verður til hálf tólf í kvöld. „Það verður áfram leiðindaveður í nótt.“ Óli Þór segir að út vikuna verði norðlæg átt á landinu og frost meira og minna og éljagangur og snjókoma á köflum fyrir norðan. Fyrir sunnan verður minniháttar úrkoma og langir þurrir kaflar.“Vegir eru lokaðir víða um landið og er ferðalöngum bent á að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum frá Vegagerðinni.Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:Suðvestan 13-23 m/s og éljagangur á V-verðu landinu, en hægara og léttskýjað eystra. Snýst í norðvestan 13-23 V-til í nótt, hvassast á Vestfjörðum og Ströndum, en hægari SV-læg átt fyrir austan fram eftir morgundegi. Dregur heldur úr vindi annað kvöld. Éljagangur á N-verðu landinu, en léttir víða til syðra. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Suðvestanhvassviðri og éljagangur á vestanverðu landinu. Gæti slegið í storm af og til með mjög takmörkuðu skyggni.Vísir/VilhelmFærð og aðstæður:Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í kvöld er hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, víðast hvar ofankoma og sums staðar strekkingsvindur. Versnandi veður er á Reykjanesbraut. Lokað er á Mosfellsheði og Lyngdalsheiði. Snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og skafrenningur og mjög hvasst og oft á tíðum ansi blint. Þæfingsfærð er á fjallvegum. Á Vestfjörðum er víðast hvar þæfingsfærð á fjallvegum. Hjallaháls er orðinn ófær og einnig Klettsháls. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði og Kleifaheiði. Hálka og snjóþekja er á Norðurlandi. Búið er að loka veginum um Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð er út fyrir Tröllaskaga og ansi hvasst og byljótt og á eftir að versna er líður á. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og á Austurlandi er hálka meðal annars á Fjarðarheiði, Fagradal, Öxi og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er autt frá Djúpavogi suður að Jökulsárlóni en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan. Samgöngur Veður Tengdar fréttir „Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. 14. janúar 2018 12:27 Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir bílveltu Suðurlandsvegi var lokað skammt austan við Hnappavelli við Stígá vegna umferðaróhapps. 14. janúar 2018 15:47 Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir Hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. 14. janúar 2018 17:21 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli enn lokaðir. Vegagerðin er með fylgdarakstur yfir Þrengslaveg frá Rauðavatni að sunnan og við Þorlákshafnargatnamót að austan og er stefnt að halda honum áfram með kvöldinu ef að aðstæður leyfa. Búið er að loka aftur veginum um Öxnadalsheiði og verður hann skoðaður aftur í fyrramálið. Fært er út fyrir Tröllaskaga en þar er þó ansi hvasst og byljótt og á líklegast eftir að versna til muna þegar að líður á. Eins er lokað um Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á Vestfjörðum er orðið ófært um Hjallaháls og Klettsháls. Gul viðvörun fram eftir kvöldi„Sunnan- og vestantil verður veðrið bara eins, þessi hvassa vestanátt og éljagangur. Það dregur úr því hinsvegar seint í nótt og í fyrramálið ásamt því að það snýst í norðvestan. Það er í þessum töluðu eiginlega að hvessa á norðanverðu landinu. Þar sem lægðin er að nálgast landið aftur og kemur inn á það norðanvert, norðaustanvert landið svona um miðjan dag á morgun. Þannig að af þeim völdum þá hvessir aftur á Norðurlandi núna og sýnir versta veðrið, sérstaklega vestantil á Norðurlandi í nótt,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Enn er gul viðvörun frá Veðurstofunni fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði og verður til hálf tólf í kvöld. „Það verður áfram leiðindaveður í nótt.“ Óli Þór segir að út vikuna verði norðlæg átt á landinu og frost meira og minna og éljagangur og snjókoma á köflum fyrir norðan. Fyrir sunnan verður minniháttar úrkoma og langir þurrir kaflar.“Vegir eru lokaðir víða um landið og er ferðalöngum bent á að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum frá Vegagerðinni.Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:Suðvestan 13-23 m/s og éljagangur á V-verðu landinu, en hægara og léttskýjað eystra. Snýst í norðvestan 13-23 V-til í nótt, hvassast á Vestfjörðum og Ströndum, en hægari SV-læg átt fyrir austan fram eftir morgundegi. Dregur heldur úr vindi annað kvöld. Éljagangur á N-verðu landinu, en léttir víða til syðra. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Suðvestanhvassviðri og éljagangur á vestanverðu landinu. Gæti slegið í storm af og til með mjög takmörkuðu skyggni.Vísir/VilhelmFærð og aðstæður:Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í kvöld er hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, víðast hvar ofankoma og sums staðar strekkingsvindur. Versnandi veður er á Reykjanesbraut. Lokað er á Mosfellsheði og Lyngdalsheiði. Snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og skafrenningur og mjög hvasst og oft á tíðum ansi blint. Þæfingsfærð er á fjallvegum. Á Vestfjörðum er víðast hvar þæfingsfærð á fjallvegum. Hjallaháls er orðinn ófær og einnig Klettsháls. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði og Kleifaheiði. Hálka og snjóþekja er á Norðurlandi. Búið er að loka veginum um Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð er út fyrir Tröllaskaga og ansi hvasst og byljótt og á eftir að versna er líður á. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og á Austurlandi er hálka meðal annars á Fjarðarheiði, Fagradal, Öxi og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er autt frá Djúpavogi suður að Jökulsárlóni en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir „Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. 14. janúar 2018 12:27 Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir bílveltu Suðurlandsvegi var lokað skammt austan við Hnappavelli við Stígá vegna umferðaróhapps. 14. janúar 2018 15:47 Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir Hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. 14. janúar 2018 17:21 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sjá meira
„Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. 14. janúar 2018 12:27
Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir bílveltu Suðurlandsvegi var lokað skammt austan við Hnappavelli við Stígá vegna umferðaróhapps. 14. janúar 2018 15:47
Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir Hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. 14. janúar 2018 17:21