Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Írskum dögum á Akranesi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. janúar 2018 15:59 Brotið átti sér stað á Írskum dögum á Akranesi. Vísir/GVA Héraðsdómur Vesturlands dæmdi á föstudag Eldin Skoko, þrítugan karlmann, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun sem framin var aðfaranótt 1. júlí 2017. Var honum gefið að sök að hafa samræði og önnur kynferðismök við stúlku gegn hennar vilja en hann fann stúlkuna í annarlegu ástandi, ælandi og liggjandi á innkeyrslu við heimili hans, tók hana inn í húsið, lagði á bedda sem þar var. Hann hafi því næst klætt stúlkuna úr öllum fötunum, snert kynfæri hennar, sett fingur í leggöng hennar, lagst ofan á hana og haft við hana samræði. Hann hafi þannig notfært sér að hún gat ekki veitt honum mótspyrnu vegna ástands hennar sem var þannig að hún var máttlaus, með náladofa, átti erfitt með hreyfingar og mál og hafði ekki fulla meðvitund. Auk þess hafi hann notfært sér að hún var einsömul, í ókunnugu húsnæði og hann var henni ókunnugur.Fann fyrir dofa Brotið átti sér stað aðfaranótt 1. júlí 2017 en stúlkan hafði farið út að skemmta sér með frændsystkinum sínum. Hún hafi drukkið 3-4 bjóra og verið með einn bjór í vasanum þega hún kom inn á skemmtistað. Þar hafi hún fengið glas og drukkið bjórinn úr því. Fljótlega hafi hún fundið fyrir miklum dofa í puttunum, vörunum og tungunni, fór út í port fyrir utan staðinn og kastaði upp. Hún hafi þá fundið fyrir dofa á fleiri stöðum, meðal annar í fótunum. Einhvern veginn hafi hún náð að koma sér í nálæga innkeyrslu og hringt í móður sína sem hafi þá farið að leita að henni. Þar hafi Eldin komið að henni, tekið hana upp og borið inn í hús og lagt hana inn í rúm. Þá hafi hann komið upp í rúmið til hennar, án fata, lagst fyrir aftan hana og byrjað að káfa á henni. Hún hafi ekki getað hreyft sig vegna náladofans og orðið hrædd. Eftir stutta stund hafi hann snúið henni á bakið og klætt hana úr buxunum. „Ákærði hefði því næst klætt hana úr bolnum og nærbuxunum, auk þess að losa af henni brjóstahaldarann með því að fara undir bakið á henni. Hann hefði nuddað sér mikið upp við hana, sett fingur upp í leggöngin og káfað alls staðar á henni. Hún væri hins vegar ekki alveg viss hvort ákærði hefði einnig sett lim sinn inn í leggöng hennar og haft við hana samfarir. Alla vega hefði hún séð og fundið stífan lim hans nuddast þétt upp við sig, en hún hefði ekki hugmynd um hvort ákærði hefði haft sáðlát,“ segir í dómnum.DNA fannst á nærbuxum mannsins Stúlkan sagðist í skýrslu sinni ekki hafa vitað af sér í einhvern tíma eftir þetta en síðan rankað við sér, klætt sig, hlaupið út og hringt í frænda sinn sem hún hafði verið að skemmta sér með fyrr um kvöldið. Fjölskyldumeðlimir stúlkunnar báru allir vitni um það að daginn eftir hafi hún ekki verið sjálfri sér lík en hafi aftur farið út að skemmta sér og meðal annars farið á brekkusöng. Hún hafi þá um kvöldið treyst vinkonum sínum fyrir því sem gerðist og var atvikið tilkynnt til lögreglu. Eldin neitaði sök og sagði stúlkuna hafa átt frumkvæði, beðið sig að setjast hjá henni og káfað á honum. Hann kvaðst hafa sett fingur í leggöng hennar í um 2-3 sekúndur en kannaðist ekki við að hafa átt við hana samfarir. Hann hafi fljótlega áttað sig á ástandi stúlkunnar, breitt yfir hana teppi og lagst til svefns í sínu eigin rúmi. Við DNA rannsókn fannst blanda DNA-sniða frá stúlkunni og Eldin á innanverðri framhlið nærbuxna hans. Meðal gagna málsins var vottorð sálfræðings sem kvað á um að stúlkan hafi upplifað mikla ógn, ofsa-ótta og bjargarleysi þegar brotið átti sér stað. stúlkan upplifði einkenni áfallastreituröskunar eftir að brotið átti sér stað og voru þau einkenni enn til staðar sjö vikum seinna. Það var mat dómsins að framburður stúlkunnar sé í alla staði trúverðugur og hafi frá upphafi verið stöðugur og skýr. Framburður Eldin um að stúlkan hafi verið samþykk kynferðislegum samskiptum þeirra var hins vegar ekki talinn trúverðugur. Maðurinn er fæddur árið 1987 og hefur ekki áður sætt refsingu. Mun hann sæta fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Honum er einnig gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í bætur og þá mun hann einnig þurfa að greiða um það bil 1,8 milljónir króna í málskostnað. Dóm Héraðsdóms Vesturlands má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Héraðsdómur Vesturlands dæmdi á föstudag Eldin Skoko, þrítugan karlmann, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun sem framin var aðfaranótt 1. júlí 2017. Var honum gefið að sök að hafa samræði og önnur kynferðismök við stúlku gegn hennar vilja en hann fann stúlkuna í annarlegu ástandi, ælandi og liggjandi á innkeyrslu við heimili hans, tók hana inn í húsið, lagði á bedda sem þar var. Hann hafi því næst klætt stúlkuna úr öllum fötunum, snert kynfæri hennar, sett fingur í leggöng hennar, lagst ofan á hana og haft við hana samræði. Hann hafi þannig notfært sér að hún gat ekki veitt honum mótspyrnu vegna ástands hennar sem var þannig að hún var máttlaus, með náladofa, átti erfitt með hreyfingar og mál og hafði ekki fulla meðvitund. Auk þess hafi hann notfært sér að hún var einsömul, í ókunnugu húsnæði og hann var henni ókunnugur.Fann fyrir dofa Brotið átti sér stað aðfaranótt 1. júlí 2017 en stúlkan hafði farið út að skemmta sér með frændsystkinum sínum. Hún hafi drukkið 3-4 bjóra og verið með einn bjór í vasanum þega hún kom inn á skemmtistað. Þar hafi hún fengið glas og drukkið bjórinn úr því. Fljótlega hafi hún fundið fyrir miklum dofa í puttunum, vörunum og tungunni, fór út í port fyrir utan staðinn og kastaði upp. Hún hafi þá fundið fyrir dofa á fleiri stöðum, meðal annar í fótunum. Einhvern veginn hafi hún náð að koma sér í nálæga innkeyrslu og hringt í móður sína sem hafi þá farið að leita að henni. Þar hafi Eldin komið að henni, tekið hana upp og borið inn í hús og lagt hana inn í rúm. Þá hafi hann komið upp í rúmið til hennar, án fata, lagst fyrir aftan hana og byrjað að káfa á henni. Hún hafi ekki getað hreyft sig vegna náladofans og orðið hrædd. Eftir stutta stund hafi hann snúið henni á bakið og klætt hana úr buxunum. „Ákærði hefði því næst klætt hana úr bolnum og nærbuxunum, auk þess að losa af henni brjóstahaldarann með því að fara undir bakið á henni. Hann hefði nuddað sér mikið upp við hana, sett fingur upp í leggöngin og káfað alls staðar á henni. Hún væri hins vegar ekki alveg viss hvort ákærði hefði einnig sett lim sinn inn í leggöng hennar og haft við hana samfarir. Alla vega hefði hún séð og fundið stífan lim hans nuddast þétt upp við sig, en hún hefði ekki hugmynd um hvort ákærði hefði haft sáðlát,“ segir í dómnum.DNA fannst á nærbuxum mannsins Stúlkan sagðist í skýrslu sinni ekki hafa vitað af sér í einhvern tíma eftir þetta en síðan rankað við sér, klætt sig, hlaupið út og hringt í frænda sinn sem hún hafði verið að skemmta sér með fyrr um kvöldið. Fjölskyldumeðlimir stúlkunnar báru allir vitni um það að daginn eftir hafi hún ekki verið sjálfri sér lík en hafi aftur farið út að skemmta sér og meðal annars farið á brekkusöng. Hún hafi þá um kvöldið treyst vinkonum sínum fyrir því sem gerðist og var atvikið tilkynnt til lögreglu. Eldin neitaði sök og sagði stúlkuna hafa átt frumkvæði, beðið sig að setjast hjá henni og káfað á honum. Hann kvaðst hafa sett fingur í leggöng hennar í um 2-3 sekúndur en kannaðist ekki við að hafa átt við hana samfarir. Hann hafi fljótlega áttað sig á ástandi stúlkunnar, breitt yfir hana teppi og lagst til svefns í sínu eigin rúmi. Við DNA rannsókn fannst blanda DNA-sniða frá stúlkunni og Eldin á innanverðri framhlið nærbuxna hans. Meðal gagna málsins var vottorð sálfræðings sem kvað á um að stúlkan hafi upplifað mikla ógn, ofsa-ótta og bjargarleysi þegar brotið átti sér stað. stúlkan upplifði einkenni áfallastreituröskunar eftir að brotið átti sér stað og voru þau einkenni enn til staðar sjö vikum seinna. Það var mat dómsins að framburður stúlkunnar sé í alla staði trúverðugur og hafi frá upphafi verið stöðugur og skýr. Framburður Eldin um að stúlkan hafi verið samþykk kynferðislegum samskiptum þeirra var hins vegar ekki talinn trúverðugur. Maðurinn er fæddur árið 1987 og hefur ekki áður sætt refsingu. Mun hann sæta fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Honum er einnig gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í bætur og þá mun hann einnig þurfa að greiða um það bil 1,8 milljónir króna í málskostnað. Dóm Héraðsdóms Vesturlands má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira