Fækka þarf innanlandsflugvöllum komi ekki til meira fjármagn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. janúar 2018 18:45 Hið opinbera þarf að afara marka sér stefnu í innanlandsflugi segir framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia Vísir/Vilhelm Gunnarsson Komi ekki meira fjármagn til reksturs innanlandsflugvalla á næstu þremur árum frá hinu opinbera gæti þurft að fækka þeim þar sem erfitt gæti reynst að uppfylla öryggiskröfur þeirra. Fjármagn hefur verið skorið niður á hverju ári síðustu ár og er langt undir viðurkenndum mörkum. Þetta kom fram á málþingi sem Isavia stóð fyrir í dag um framtíð innanlandsflugs á Íslandi í dag en þróunin hefur verið frekar neikvæð sé horft til farþegaaukningar um flugvelli landsins síðustu tuttugu ár. Fjölgun íbúa og fjölgun erlendra ferðamanna sést ekki í aukinni eftirspurn í innanlandsflugi. „Þeim hefur fjölgað aftur síðustu fimm sex ár, en þetta er búið að vera mjög sveiflukennt ef þú tekur síðustu tuttugu ár, þá hefur þróunin verið frekar neikvæð og svona eiginlega flöt lína,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia. Farþegar í innanlandsflugi voru rúmlega 817.000 á síðasta ári samanborið við rúmlega milljón árið 2007 þegar best lét. Íslendingar eru ekki nægilega duglegir að nýta sér innanlandsflug og segir Jón Karl að auka þarf niðurgreiðslu af hendi ríkisins til notenda. „Menn hafa verið að ræða leiðir eins og skosku leiðina en niðurgreiðslu að hálfu ríkisins beint til notenda. En allt er þetta hluti af því sem við viljum gjarnan að verði rætt á næstu vikum og mánuðum,“ segir Jón Karl. Þyrfti að viðurkenna innanlandsflugið sem almenningssamgöngur? „Það er alveg augljóst það sem við teljum að þurfi að gera,“ segir Jón Karl. Jón Karl segir að stjórnvöld þurfi að fara marka sér stefnu í innanlandsflugi því á næstu misserum þurfi að taka mikilvægar ákvarðanir. Á síðustu árum hefur hefur fjármagn verið skorið niður árlega og sé það langt undir viðurkenndum mörkum. „Við höfum haldið því fram að kerfið sé komið að þolmörkum. Það hefur verið dregið saman fjármagn sem hefur verið lagt í viðhald og uppbyggingu. Nýframkvæmdir eru litlar sem engar og það er að koma að því núna að menn þurfa að fara ákveða sig hvort þeir ætli að halda flugkerfinu eins og það er gangandi áfram eða hvort það þurfi að fara velja hvaða staðir verða áfram því það verður ekki haldið áfram á sömu braut,“ segir Jón Karl. Á næstu þremur til fimm árum er komið að mikilli endurnýjun og viðhaldi á flestum flugvöllum landsins Gert er ráð fyrir tæplega tveimur milljörðum í rekstur flugvalla á árinu 2018 og þar af fara aðeins um 270 milljónir í viðhald flugvalla. Ekki er gert ráð fyrir neinum nýframkvæmdum í þessum tölum.Hvað gerist ef ekki fæst meira fjármagn frá hinum opinbera til reksturs flugvallanna?„Við höfum sagt bara einfaldlega það að þá er bara komið að því að velja og forgangsraða hvaða vellir það bara einfaldlega að loka,“ segir Jón Karl. Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Komi ekki meira fjármagn til reksturs innanlandsflugvalla á næstu þremur árum frá hinu opinbera gæti þurft að fækka þeim þar sem erfitt gæti reynst að uppfylla öryggiskröfur þeirra. Fjármagn hefur verið skorið niður á hverju ári síðustu ár og er langt undir viðurkenndum mörkum. Þetta kom fram á málþingi sem Isavia stóð fyrir í dag um framtíð innanlandsflugs á Íslandi í dag en þróunin hefur verið frekar neikvæð sé horft til farþegaaukningar um flugvelli landsins síðustu tuttugu ár. Fjölgun íbúa og fjölgun erlendra ferðamanna sést ekki í aukinni eftirspurn í innanlandsflugi. „Þeim hefur fjölgað aftur síðustu fimm sex ár, en þetta er búið að vera mjög sveiflukennt ef þú tekur síðustu tuttugu ár, þá hefur þróunin verið frekar neikvæð og svona eiginlega flöt lína,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia. Farþegar í innanlandsflugi voru rúmlega 817.000 á síðasta ári samanborið við rúmlega milljón árið 2007 þegar best lét. Íslendingar eru ekki nægilega duglegir að nýta sér innanlandsflug og segir Jón Karl að auka þarf niðurgreiðslu af hendi ríkisins til notenda. „Menn hafa verið að ræða leiðir eins og skosku leiðina en niðurgreiðslu að hálfu ríkisins beint til notenda. En allt er þetta hluti af því sem við viljum gjarnan að verði rætt á næstu vikum og mánuðum,“ segir Jón Karl. Þyrfti að viðurkenna innanlandsflugið sem almenningssamgöngur? „Það er alveg augljóst það sem við teljum að þurfi að gera,“ segir Jón Karl. Jón Karl segir að stjórnvöld þurfi að fara marka sér stefnu í innanlandsflugi því á næstu misserum þurfi að taka mikilvægar ákvarðanir. Á síðustu árum hefur hefur fjármagn verið skorið niður árlega og sé það langt undir viðurkenndum mörkum. „Við höfum haldið því fram að kerfið sé komið að þolmörkum. Það hefur verið dregið saman fjármagn sem hefur verið lagt í viðhald og uppbyggingu. Nýframkvæmdir eru litlar sem engar og það er að koma að því núna að menn þurfa að fara ákveða sig hvort þeir ætli að halda flugkerfinu eins og það er gangandi áfram eða hvort það þurfi að fara velja hvaða staðir verða áfram því það verður ekki haldið áfram á sömu braut,“ segir Jón Karl. Á næstu þremur til fimm árum er komið að mikilli endurnýjun og viðhaldi á flestum flugvöllum landsins Gert er ráð fyrir tæplega tveimur milljörðum í rekstur flugvalla á árinu 2018 og þar af fara aðeins um 270 milljónir í viðhald flugvalla. Ekki er gert ráð fyrir neinum nýframkvæmdum í þessum tölum.Hvað gerist ef ekki fæst meira fjármagn frá hinum opinbera til reksturs flugvallanna?„Við höfum sagt bara einfaldlega það að þá er bara komið að því að velja og forgangsraða hvaða vellir það bara einfaldlega að loka,“ segir Jón Karl.
Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira