Sjaldan fleiri slasast illa eða látið lífið Baldur Guðmundsson skrifar 17. janúar 2018 06:00 Alvarlegt rútuslys varð í desember. Tveir eru látnir. Vísir/Vilhelm Nýliðið ár var eitt versta árið í umferðinni þegar horft er til alvarlegra meiðsla og dauðsfalla. Þegar saman er lagður fjöldi þeirra sem létust eða slösuðust alvarlega voru það ríflega 200 manns, þar af létust 16. Aðeins árið 2016 var verra þegar horft er tíu ár aftur í tímann. Fjórðungi fleiri létust í umferðinni í fyrra en að meðaltali síðustu tíu árin. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá EuroRAP, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu. Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, segir sorglegt að horfa til þess að því fjármagni sem veitt er til samgangna sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. Einu undantekningarnar á því um þessar mundir séu framkvæmdir við Krýsuvíkurgatnamót annars vegar og ný hringtorg við Reykjanesbæ hins vegar. Samkvæmt nýrri úttekt EuroRAP á slysamestu vegum landsins á árunum 2009 til 2014 varð helmingur 462 alvarlegra slysa á vegarköflum sem telja 551 kílómetra. Á vegarköflum á höfuðborgarsvæðinu, sem samtals telja 194 kílómetra, urðu 100 alvarleg umferðarslys á umræddu árabili, eða um fimmtungur allra alvarlegra slysa. Á samanlagðri Miklubraut og Hringbraut, ellefu kílómetra kafla, urðu 29 alvarleg umferðarslys á árunum 2009 til 2014. Hvergi voru slysin fleiri. Sá vegarkafli sem næstur kemur er Reykjanesbraut í þéttbýli. Þar urðu 20 alvarleg slys. Hellisheiði, Hafnarfjarðarvegur og Reykjanesbraut frá Kaplakrika að Keflavíkurflugvelli fylgja fast á eftir með 17 alvarleg slys. Þegar hættulegustu vegarkaflarnir hafa verið reiknaðir út frá fjölda alvarlegra slysa á tímabilinu, lengd þeirra og umferð kemur í ljós að Suðurfjarðarvegur, þar sem þjóðvegur 1 liggur nú, og Hringvegurinn frá Fellabæ að Upphéraðsvegi eru hættulegastir. Þar er áhættan miðað við umferðarmagn mjög mikil að mati EuroRAP. Á Grindavíkurvegi urðu 13 alvarleg slys á tímabilinu en á honum er áhættan mikil. Ólafur segir að með nýrri nálgun megi fækka alvarlegum slysum verulega. „Aðferðirnar og tölfræðin liggur fyrir. Núna snýst þetta bara um vilja og peninga.“ Samgönguslys Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Nýliðið ár var eitt versta árið í umferðinni þegar horft er til alvarlegra meiðsla og dauðsfalla. Þegar saman er lagður fjöldi þeirra sem létust eða slösuðust alvarlega voru það ríflega 200 manns, þar af létust 16. Aðeins árið 2016 var verra þegar horft er tíu ár aftur í tímann. Fjórðungi fleiri létust í umferðinni í fyrra en að meðaltali síðustu tíu árin. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá EuroRAP, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu. Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, segir sorglegt að horfa til þess að því fjármagni sem veitt er til samgangna sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. Einu undantekningarnar á því um þessar mundir séu framkvæmdir við Krýsuvíkurgatnamót annars vegar og ný hringtorg við Reykjanesbæ hins vegar. Samkvæmt nýrri úttekt EuroRAP á slysamestu vegum landsins á árunum 2009 til 2014 varð helmingur 462 alvarlegra slysa á vegarköflum sem telja 551 kílómetra. Á vegarköflum á höfuðborgarsvæðinu, sem samtals telja 194 kílómetra, urðu 100 alvarleg umferðarslys á umræddu árabili, eða um fimmtungur allra alvarlegra slysa. Á samanlagðri Miklubraut og Hringbraut, ellefu kílómetra kafla, urðu 29 alvarleg umferðarslys á árunum 2009 til 2014. Hvergi voru slysin fleiri. Sá vegarkafli sem næstur kemur er Reykjanesbraut í þéttbýli. Þar urðu 20 alvarleg slys. Hellisheiði, Hafnarfjarðarvegur og Reykjanesbraut frá Kaplakrika að Keflavíkurflugvelli fylgja fast á eftir með 17 alvarleg slys. Þegar hættulegustu vegarkaflarnir hafa verið reiknaðir út frá fjölda alvarlegra slysa á tímabilinu, lengd þeirra og umferð kemur í ljós að Suðurfjarðarvegur, þar sem þjóðvegur 1 liggur nú, og Hringvegurinn frá Fellabæ að Upphéraðsvegi eru hættulegastir. Þar er áhættan miðað við umferðarmagn mjög mikil að mati EuroRAP. Á Grindavíkurvegi urðu 13 alvarleg slys á tímabilinu en á honum er áhættan mikil. Ólafur segir að með nýrri nálgun megi fækka alvarlegum slysum verulega. „Aðferðirnar og tölfræðin liggur fyrir. Núna snýst þetta bara um vilja og peninga.“
Samgönguslys Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira