Hvíta húsið múlbatt Bannon Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2018 07:43 Steven Bannon sést hér ganga af fundi nefndarinnar. Vísir/Getty Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, neitaði að svara spurningum þingmanna í gær þegar hann var kallaður fyrir þingnefnd sem kannar möguleg tengsl Rússa við framboð Donalds Trump. Bannon sagðist hafa verið beðinn um það af starfsliði forsetans að svara engum spurningum sem lytu að starfi hans í kosningateyminu, Hvíta húsinu eða tímanum sem nú er liðinn frá því að hann sagði skilið við ráðgjafastörfin. Fram kemur á vef Guardian að þingmenn Demókrata í nefndinni hafi gagnrýnt Bannon harðlega og sagt hann ekki bundinn af þagnareiði. Vitnastefnan á hendur Bannon er þó ennþá í gildi og má hann því gera ráð fyrir að vera aftur kallaður fyrir nefndina í ljósi þagmælsku sinnar. Adam Schiff, forystumaður Demókrata í nefndinni, sagði við fjölmiðla eftir fundinn að þetta hlyti að vera í fyrsta skipti sem vitni hefur þverneitað að tjá sig að beiðni Hvíta hússins. Í gær kom svo einnig í ljós að Robert Mueller, alríkislögreglumaðurinn sem nú fer fyrir sérstakri rannsókn á sama máli, hefur einnig kallað Bannon til vitnis.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Bannon hefur mátt þola umtalsverða gagnrýni frá starfsmönnum Hvíta hússins og stuðningsmönnum forsetans eftir að ummæli hans úr bókinni Fire and Fury fóru á flug í upphafi árs. Sagði hann meðal annars að fundur sem sonur og tengdasonur forsetans áttu með Rússum í Trump-turninum í New York væri ekkert annað en landráð. Bandaríkjaforseti brást ókvæða við ummælunum og tók að úthúða Bannon í ræðu og riti. Sagði hann meðal annars að ráðgjafinn hafi misst vitið eftir að hann missti starfið í Hvíta húsinu. Þá sagði talsmaður Hvíta hússins að fjölmiðillinn Breitbart, sem Bannon nýtti óspart í aðdraganda forsetakosninganna, ætti að segja honum upp vegna ummælanna. Einungis örfáum dögum síðar var Bannon látinn taka pokann sinn hjá fjölmiðlinum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump vill ekki fyrirgefa Bannon „Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt.“ 8. janúar 2018 23:23 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, neitaði að svara spurningum þingmanna í gær þegar hann var kallaður fyrir þingnefnd sem kannar möguleg tengsl Rússa við framboð Donalds Trump. Bannon sagðist hafa verið beðinn um það af starfsliði forsetans að svara engum spurningum sem lytu að starfi hans í kosningateyminu, Hvíta húsinu eða tímanum sem nú er liðinn frá því að hann sagði skilið við ráðgjafastörfin. Fram kemur á vef Guardian að þingmenn Demókrata í nefndinni hafi gagnrýnt Bannon harðlega og sagt hann ekki bundinn af þagnareiði. Vitnastefnan á hendur Bannon er þó ennþá í gildi og má hann því gera ráð fyrir að vera aftur kallaður fyrir nefndina í ljósi þagmælsku sinnar. Adam Schiff, forystumaður Demókrata í nefndinni, sagði við fjölmiðla eftir fundinn að þetta hlyti að vera í fyrsta skipti sem vitni hefur þverneitað að tjá sig að beiðni Hvíta hússins. Í gær kom svo einnig í ljós að Robert Mueller, alríkislögreglumaðurinn sem nú fer fyrir sérstakri rannsókn á sama máli, hefur einnig kallað Bannon til vitnis.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Bannon hefur mátt þola umtalsverða gagnrýni frá starfsmönnum Hvíta hússins og stuðningsmönnum forsetans eftir að ummæli hans úr bókinni Fire and Fury fóru á flug í upphafi árs. Sagði hann meðal annars að fundur sem sonur og tengdasonur forsetans áttu með Rússum í Trump-turninum í New York væri ekkert annað en landráð. Bandaríkjaforseti brást ókvæða við ummælunum og tók að úthúða Bannon í ræðu og riti. Sagði hann meðal annars að ráðgjafinn hafi misst vitið eftir að hann missti starfið í Hvíta húsinu. Þá sagði talsmaður Hvíta hússins að fjölmiðillinn Breitbart, sem Bannon nýtti óspart í aðdraganda forsetakosninganna, ætti að segja honum upp vegna ummælanna. Einungis örfáum dögum síðar var Bannon látinn taka pokann sinn hjá fjölmiðlinum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump vill ekki fyrirgefa Bannon „Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt.“ 8. janúar 2018 23:23 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Trump vill ekki fyrirgefa Bannon „Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt.“ 8. janúar 2018 23:23
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52