Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2018 15:30 Sambærileg íbúð á Stúdentagörðum er leigð út á 90 þúsund krónur. Vísir Ert þú háskólanemi sem vantar íbúð og vilt vinna við að auka vellíðan og lífsánægju aldraðra? Svona hljóðar auglýsing frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem leitar að tveimur háskólanemum í áhugavert verkefni sem óhætt er að segja að bjóði upp á ódýran húsnæðiskost í Reykjavík. Þórhildur Egilsdóttir hjá velferðarsviði segir að auglýsingin hafi fengið mikil viðbrögð en hún var birt í Fréttablaðinu um helgina. Þá hefur auglýsingu af Fésbókarsíðu velferðarsviðs verið deilt í rúmlega tvö hundruð skipti sem séu mun meiri viðbrögð en gengur og gerist með efni sviðsins á samfélagsmiðlum. Um tilraunaverkefni er að ræða að erlendri fyrirmynd og hefur reynst vel í Hollandi að sögn Þórhildar. Miðað er við að verkefnið hefjist um mánaðamótin og standi til 1. júlí 2019. „Það sýnir sig að félagsleg virkni er gríðarlega mikilvæg fyrir aldraða og gott fyrir þá að eiga samskipti við fólk í samfélaginu,“ segir Þórhildur. Háskólanemar, með færni í nýjungum og tækni, geta hjálpað þeim eldri sem á móti hafi tíma og búi yfir visku. Þjónustukjarninn við Norðurbrún 1.Vísir/Stefán Um tvær stöður er að ræða. Annars vegar í þjónustukjarna í Lönguhlíð og hins vegar í Norðurbrúninni. „Við erum að leita að líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi,“ segir Þórhildur. Ekki sé skilyrði að viðkomandi spili á gítar eða svoleiðis. Allir hafi eitthvað fram að færa og viðkomandi vinni með því starfsfólki sem fyrir sé í þjónustukjörnunum. „Viðkomandi þarf að aðstoða við daglegt líf, vera eins konar vítamínssprauta fyrir starfsemina.“ Leiguverð á 35 fermetra stúdíóíbúð, sem staðsett er í þjónustukjarnanum, er um 45 þúsund krónur að teknu tilliti til húsaleigubóta. Á móti sinnir viðkomandi 40 klst vinnu á mánuði. „Þetta er draumastaða, sérstaklega flott fyrir fólk sem er í námi sem tengist velferð,“ segir Þórhildur. Umsóknir séu byrjaðar að berast. Húsnæðismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Ert þú háskólanemi sem vantar íbúð og vilt vinna við að auka vellíðan og lífsánægju aldraðra? Svona hljóðar auglýsing frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem leitar að tveimur háskólanemum í áhugavert verkefni sem óhætt er að segja að bjóði upp á ódýran húsnæðiskost í Reykjavík. Þórhildur Egilsdóttir hjá velferðarsviði segir að auglýsingin hafi fengið mikil viðbrögð en hún var birt í Fréttablaðinu um helgina. Þá hefur auglýsingu af Fésbókarsíðu velferðarsviðs verið deilt í rúmlega tvö hundruð skipti sem séu mun meiri viðbrögð en gengur og gerist með efni sviðsins á samfélagsmiðlum. Um tilraunaverkefni er að ræða að erlendri fyrirmynd og hefur reynst vel í Hollandi að sögn Þórhildar. Miðað er við að verkefnið hefjist um mánaðamótin og standi til 1. júlí 2019. „Það sýnir sig að félagsleg virkni er gríðarlega mikilvæg fyrir aldraða og gott fyrir þá að eiga samskipti við fólk í samfélaginu,“ segir Þórhildur. Háskólanemar, með færni í nýjungum og tækni, geta hjálpað þeim eldri sem á móti hafi tíma og búi yfir visku. Þjónustukjarninn við Norðurbrún 1.Vísir/Stefán Um tvær stöður er að ræða. Annars vegar í þjónustukjarna í Lönguhlíð og hins vegar í Norðurbrúninni. „Við erum að leita að líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi,“ segir Þórhildur. Ekki sé skilyrði að viðkomandi spili á gítar eða svoleiðis. Allir hafi eitthvað fram að færa og viðkomandi vinni með því starfsfólki sem fyrir sé í þjónustukjörnunum. „Viðkomandi þarf að aðstoða við daglegt líf, vera eins konar vítamínssprauta fyrir starfsemina.“ Leiguverð á 35 fermetra stúdíóíbúð, sem staðsett er í þjónustukjarnanum, er um 45 þúsund krónur að teknu tilliti til húsaleigubóta. Á móti sinnir viðkomandi 40 klst vinnu á mánuði. „Þetta er draumastaða, sérstaklega flott fyrir fólk sem er í námi sem tengist velferð,“ segir Þórhildur. Umsóknir séu byrjaðar að berast.
Húsnæðismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira