Líkti Trump við Stalín Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 16:52 Donald Trump og Jeff Flake. Vísir/AFP Þingmaðurinn Jeff Flake gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega i dag og líkti honum við Jósef Stalín, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Flake, sem er Repúblikani, sagði árásir forsetans á fjölmiðla vera skammarlegar og andstyggilegar og vísaði hann til ummæla Trump varðandi „falskar fréttir“ og að fjölmiðlar væru „óvinir þjóðarinnar“. Flake hélt ræðu í pontu öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem hann sagði að þegar Trump notist við hugtakið „falskar fréttir“ ættu grunsemdir að beinast að honum sjálfum en ekki fjölmiðlum.„Þegar valdamikill maður kallar alla umfjöllun sem þjónar ekki hans hagsmunum falskar fréttir, ættu grunsemdir að beinast að honum en ekki fjölmiðlum.“ Þá sagði hann forsetann halda öfugt á spilunum. Einræði væri óvinur þjóðarinnar og frjálsir fjölmiðlar væru óvinir einræðisherra og verndarar lýðræðis. Benti hann á einræðisherra og harðstjórnir sem hafa einnig tekið upp þá hegðun að notast við hugtakið falskar fréttir til að berjast gegn fjölmiðlum.Republican Sen. Jeff Flake in his Senate floor speech directed at President Trump: “The free press is the despot's enemy, which makes the free press the guardian of democracy.” https://t.co/IQIn7FGSrV pic.twitter.com/FO4hIpT6hl— CNN (@CNN) January 17, 2018 Hann beindi gagnrýni sinni einnig að flokksbræðrum sínum og systrum og sagði að ummæli forsetans ættu að valda þeim skömm. Þeir yrðu að grípa til aðgerða á árinu og standa við bakið á sannleikanum. Stöðva árásir forsetans og laga þann skaða sem hann hafi valdið og endurvekja traust á stofnanir Bandaríkjanna. „2018 verður að vera árið þar sem sannleikurinn stendur í hárinu á valdinu sem reynir að grafa undan honum. Flake, sem hefur ítrekað gagnrýnt Trump á undanförnu ári, hefur tilkynnt að hann ætli að hætta þingmennsku sinni á þessu ári. Þegar hann tilkynnti þá ákvörðun sína sagði hann andrúmsloftið í stjórnmálum Bandaríkjanna vera mengað. Hann virtist ósáttur við Repúblikanaflokkinn og sagði að sagan myndi dæma þá sem sátu aðgerðarlausir hjá á meðan grafið væri undan gildum Bandaríkjanna. Sjá má ræðu hans í heild sinni hér að neðan. Donald Trump Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Þingmaðurinn Jeff Flake gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega i dag og líkti honum við Jósef Stalín, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Flake, sem er Repúblikani, sagði árásir forsetans á fjölmiðla vera skammarlegar og andstyggilegar og vísaði hann til ummæla Trump varðandi „falskar fréttir“ og að fjölmiðlar væru „óvinir þjóðarinnar“. Flake hélt ræðu í pontu öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem hann sagði að þegar Trump notist við hugtakið „falskar fréttir“ ættu grunsemdir að beinast að honum sjálfum en ekki fjölmiðlum.„Þegar valdamikill maður kallar alla umfjöllun sem þjónar ekki hans hagsmunum falskar fréttir, ættu grunsemdir að beinast að honum en ekki fjölmiðlum.“ Þá sagði hann forsetann halda öfugt á spilunum. Einræði væri óvinur þjóðarinnar og frjálsir fjölmiðlar væru óvinir einræðisherra og verndarar lýðræðis. Benti hann á einræðisherra og harðstjórnir sem hafa einnig tekið upp þá hegðun að notast við hugtakið falskar fréttir til að berjast gegn fjölmiðlum.Republican Sen. Jeff Flake in his Senate floor speech directed at President Trump: “The free press is the despot's enemy, which makes the free press the guardian of democracy.” https://t.co/IQIn7FGSrV pic.twitter.com/FO4hIpT6hl— CNN (@CNN) January 17, 2018 Hann beindi gagnrýni sinni einnig að flokksbræðrum sínum og systrum og sagði að ummæli forsetans ættu að valda þeim skömm. Þeir yrðu að grípa til aðgerða á árinu og standa við bakið á sannleikanum. Stöðva árásir forsetans og laga þann skaða sem hann hafi valdið og endurvekja traust á stofnanir Bandaríkjanna. „2018 verður að vera árið þar sem sannleikurinn stendur í hárinu á valdinu sem reynir að grafa undan honum. Flake, sem hefur ítrekað gagnrýnt Trump á undanförnu ári, hefur tilkynnt að hann ætli að hætta þingmennsku sinni á þessu ári. Þegar hann tilkynnti þá ákvörðun sína sagði hann andrúmsloftið í stjórnmálum Bandaríkjanna vera mengað. Hann virtist ósáttur við Repúblikanaflokkinn og sagði að sagan myndi dæma þá sem sátu aðgerðarlausir hjá á meðan grafið væri undan gildum Bandaríkjanna. Sjá má ræðu hans í heild sinni hér að neðan.
Donald Trump Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira