Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2018 06:00 Framkvæmdastjórinn er grunaður um stórfelld skattaundanskot. Vísir/Valli Húsleit var gerð á heimili Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks, skömmu fyrir áramót en Sigurður er grunaður um stórfelld skattaundanskot sem talin eru hlaupa á hundruðum milljóna króna. Eignir hans voru á sama tíma kyrrsettar og bankareikningar haldlagðir. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Embætti skattrannsóknarstjóra hefur haft mál Sigurðar til meðferðar frá Panama-lekanum svokallaða þar sem meðal annars kom fram að Sigurður Gísli hefði stofnað félagið Freezing Point Corp í Panama árið 2009, en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er hann grunaður um skattsvik í gegnum fleiri en eitt félag. Héraðssaksóknari hefur sömuleiðis komið að rannsókn málsins, en embættið hefur kyrrsett eignir Sigurðar á meðan málið er til meðferðar. Skattrannsóknarstjóri framkvæmdi húsleitina á heimili hans á Arnarnesinu í Garðabæ. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort Sæmark tengist meintum skattalagabrotum. Sæmark er fiskútflutningsfyrirtæki í Hafnarfirði sem skilaði hagnaði upp á rúmlega 29 milljónir króna árið 2016, og voru tekjur þess tæplega 7,8 milljarðar. Eigið fé félagsins er 520 milljónir króna. Sigurður er einn eigenda fjárfestingarfélagsins Óskabeins sem er meðal annars stór hluthafi í tryggingafélaginu VÍS og Kortaþjónustunni. Hann neitaði að tjá sig um málið, þegar eftir því var óskað. Þá sagðist Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri ekki geta tjáð sig um einstök mál sem væru til rannsóknar hjá embættinu. Sem fyrr segir var málið tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann, en í framhaldi af honum keypti skattrannsóknarstjóri gögn er varða fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Húsleit var gerð á heimili Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks, skömmu fyrir áramót en Sigurður er grunaður um stórfelld skattaundanskot sem talin eru hlaupa á hundruðum milljóna króna. Eignir hans voru á sama tíma kyrrsettar og bankareikningar haldlagðir. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Embætti skattrannsóknarstjóra hefur haft mál Sigurðar til meðferðar frá Panama-lekanum svokallaða þar sem meðal annars kom fram að Sigurður Gísli hefði stofnað félagið Freezing Point Corp í Panama árið 2009, en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er hann grunaður um skattsvik í gegnum fleiri en eitt félag. Héraðssaksóknari hefur sömuleiðis komið að rannsókn málsins, en embættið hefur kyrrsett eignir Sigurðar á meðan málið er til meðferðar. Skattrannsóknarstjóri framkvæmdi húsleitina á heimili hans á Arnarnesinu í Garðabæ. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort Sæmark tengist meintum skattalagabrotum. Sæmark er fiskútflutningsfyrirtæki í Hafnarfirði sem skilaði hagnaði upp á rúmlega 29 milljónir króna árið 2016, og voru tekjur þess tæplega 7,8 milljarðar. Eigið fé félagsins er 520 milljónir króna. Sigurður er einn eigenda fjárfestingarfélagsins Óskabeins sem er meðal annars stór hluthafi í tryggingafélaginu VÍS og Kortaþjónustunni. Hann neitaði að tjá sig um málið, þegar eftir því var óskað. Þá sagðist Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri ekki geta tjáð sig um einstök mál sem væru til rannsóknar hjá embættinu. Sem fyrr segir var málið tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann, en í framhaldi af honum keypti skattrannsóknarstjóri gögn er varða fjármuni Íslendinga í skattaskjólum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira