Dauðans alvara Jón Páll Hreinsson og Pétur G. Markan skrifar 18. janúar 2018 13:25 Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og Kirkjubólshlíð, hættulegasti vegur landsins, sem liggur á milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Þetta eru tvær af helstu ógnum íbúa við Ísafjarðardjúp. Þessi staða er blákaldur veruleiki íbúanna við Djúpið, ógnar mannslífum og hindrar alla framþróun, hvort sem litið er til lýðfræðilegrar þróunar eða atvinnuþróunar. Þetta lífshættulega ástand ætti aldrei að ræða af sveimhug, kraftleysi eða hálfkæringi. Þetta er dauðans alvara. Það er skýlaus krafa okkar að lausn verði fundin á ótryggum flugsamgöngum. Ef það þýðir nýtt flugvallarstæði, þá er það bara réttlátt og öruggt. Einnig krefjumst við þess að Álftafjarðargöng fái röska meðferð innan samgönguáætlunnar, og verði komin til framkvæmdar næst á eftir Dýrafjarðargöngum. Þetta þarfnast ekki frekari umræðna. Það liggur fyrir að uppbygging er hafin á Vestfjörðum með tilkomu fiskeldis. Sú uppbygging er vonlaus án þess að við fáum til okkar nýtt fólk – ungt fólk – hæft fólk – frábært fólk. Þetta fólk sættir sig ekki við þá stöðu sem við lýsum hér. Krafa Vestfirðinga er að búa við sambærilega innviði og sambærilegt öryggi og aðrir landsmenn. Við búum í landi þar sem ekki er ásættanlegt að börn búi við hættu og öryggisleysi. Þegar líf og framtíð Vestfirðinga er undir eru engar málamiðlanir, kraftleysi og afslættir í boði. Við öskrum, berjumst, tryllumst og hættum aldrei fyrr en þessum málum er siglt í örugga höfn. Slíkt er eðlilegt þegar börnin manns eru í húfi. Slíkt er skylda þegar framtíð Vestfjarða er undir. Málið er dauðans alvara. Greinin er eftir Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar, og Pétur G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur G. Markan Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og Kirkjubólshlíð, hættulegasti vegur landsins, sem liggur á milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Þetta eru tvær af helstu ógnum íbúa við Ísafjarðardjúp. Þessi staða er blákaldur veruleiki íbúanna við Djúpið, ógnar mannslífum og hindrar alla framþróun, hvort sem litið er til lýðfræðilegrar þróunar eða atvinnuþróunar. Þetta lífshættulega ástand ætti aldrei að ræða af sveimhug, kraftleysi eða hálfkæringi. Þetta er dauðans alvara. Það er skýlaus krafa okkar að lausn verði fundin á ótryggum flugsamgöngum. Ef það þýðir nýtt flugvallarstæði, þá er það bara réttlátt og öruggt. Einnig krefjumst við þess að Álftafjarðargöng fái röska meðferð innan samgönguáætlunnar, og verði komin til framkvæmdar næst á eftir Dýrafjarðargöngum. Þetta þarfnast ekki frekari umræðna. Það liggur fyrir að uppbygging er hafin á Vestfjörðum með tilkomu fiskeldis. Sú uppbygging er vonlaus án þess að við fáum til okkar nýtt fólk – ungt fólk – hæft fólk – frábært fólk. Þetta fólk sættir sig ekki við þá stöðu sem við lýsum hér. Krafa Vestfirðinga er að búa við sambærilega innviði og sambærilegt öryggi og aðrir landsmenn. Við búum í landi þar sem ekki er ásættanlegt að börn búi við hættu og öryggisleysi. Þegar líf og framtíð Vestfirðinga er undir eru engar málamiðlanir, kraftleysi og afslættir í boði. Við öskrum, berjumst, tryllumst og hættum aldrei fyrr en þessum málum er siglt í örugga höfn. Slíkt er eðlilegt þegar börnin manns eru í húfi. Slíkt er skylda þegar framtíð Vestfjarða er undir. Málið er dauðans alvara. Greinin er eftir Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar, og Pétur G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar