Stefán Árni Einarsson er nýr forstjóri Límtré Vírnets Tekur hann við starfinu af Stefáni Loga Haraldssyni sem verið hefur framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá árinu 1999.
Stefán Árni hefur starfað hjá Húsasmiðjunni frá árinu 2007, fyrst sem framkvæmdastjóri innkaupa- og vörustýringarsviðs og frá árinu 2012 sem framkvæmdastjóri fagsölusviðs. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri innkaupadeildar ÍAV frá 2004-2007, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Gamlhús 2002-2004 og þar áður framkvæmdastjóri Bílanausts frá 2000-2002.
Stefán Árni lauk námi í byggingatæknifræði frá Tækniskóla Íslands árið 1997 og meistaragráðu í byggingaverkfræði frá Lunds Tekniska Högskola í Svíþjóð árið 1991 með framkvæmdastjórn og áætlunargerð sem sérsvið.
Stefán er giftur Sigurrós Ragnarsdóttir, félagsráðgjafa og eiga þau saman 4 börn.
Límtré Vírnet er íslenskt iðnfyrirtæki sem sér um framleiðslu og sölu á vörum fyrir íslenskan byggingariðnað. Starfsstöðvar Límtré Vírnets eru á þremur stöðum á landinu, á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi og á Flúðum. Fyrirtækið er nú um þessar mundir að flytja starfsemi sína, á höfuðborgarsvæðinu, í nýjar höfuðstöðvar að Lynghálsi 2, í Reykjavík.
Stefán Árni nýr forstjóri Límtré Vírnets
Daníel Freyr Birkisson skrifar

Mest lesið

Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent
Viðskipti innlent

Ráðinn forstjóri Arctic Fish
Viðskipti innlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent

Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik
Viðskipti innlent

Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið
Viðskipti innlent


Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum
Viðskipti erlent

Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland
Viðskipti innlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent