Innlent

„Ofurtungl“ á áramótum veitti flugeldum samkeppni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tunglið veitti flugeldum harða samkeppni á gamlárskvöld.
Tunglið veitti flugeldum harða samkeppni á gamlárskvöld. Vísir/Heimir Karlsson
Þegar flugeldaskothríðin stóð sem hæst í gærkvöldi veittu margir tunglinu, sem var með eindæmum áberandi, einnig athygli. Svokallað „ofurtungl“ mun skína á himni í nótt en um er að ræða fyrsta fulla tungl ársins 2018.

Tunglið verður fullt kl. 02:24 í nótt, aðfaranótt þriðjudagsins 2. janúar, að því er fram kemur í frétt á Stjörnufræðivefnum. Tunglið er jafnframt nálægasta fulla tungl ársins 2018 og telst því „ofurmáni“ samkvæmt nútíma skilgreiningu hugtaksins.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum veitti verðandi ofurmáni flugeldum harða samkeppni á gamlárskvöld en hann þótti strax mjög glæsilegur á himni, þrátt fyrir að vera ekki alveg fullur.

Þá deildi Heimir Karlsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, skemmtilegri mynd á Facebook-síðu sinni í gær. Hann hugðist taka mynd af tunglinu og um leið og hann smellti af sprakk flugeldur fyrir mánanum miðjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×