Aðalbjörn Sigurðsson tók um áramót við stöðu forstöðumanns upplýsingamála hjá Gildi-lífeyrissjóði. Ráðningin er liður í stefnu sjóðsins um aukna upplýsingagjöf til sjóðsfélaga og almennings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum.
Aðalbjörn, sem er félagsfræðingur að mennt, starfaði áður sem útgáfu- og kynningarstjóri Kennarasambands Íslands. Hann hefur einnig starfað meðal annars sem fréttamaður á fréttastofu RÚV, sem blaðamaður og síðar fréttastjóri á Blaðinu og sem framkvæmdastjóri AFLS starfsgreinafélags Austurlands.
Sambýliskona Aðalbjörns er Sigríður Ingólfsdóttir flugfreyja og eiga þau tvö börn.
Gildi er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins og rekur bæði lögbundna samtryggingardeild og séreignardeild. Tíu stéttarfélög ásamt Samtökum atvinnulífsins eiga aðild að sjóðnum en öllum er heimilt að greiða í hann. Starfsemi Gildis lýtur eftirliti FME, auk innri og ytri endurskoðunar utanaðkomandi aðila.
Aðalbjörn til Gildis lífeyrissjóðs
Daníel Freyr Birkisson skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent

VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi
Viðskipti innlent



Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent

Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent