Gísli laut í lægra haldi fyrir dönskum banka Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 09:30 Gísli Gíslason hefur verið dæmdur til þess að greiða Jyske Bank 48.300 danskar krónur. vísir/Anton Brink Lögfræðingurinn og athafnamaðurinn Gísli Gíslason hefur verið dæmdur til þess að greiða danska bankanum Jyske Bank 48.300 krónur danskar (tæplega 814 þúsund ísl. kr.) vegna ógreiddra eftirstöðva láns sem hann tók í janúar árið 2005. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í málinu skömmu fyrir jól. Forsaga málsins er sú að Gísli tók yfirdráttarlán hjá bankanum árið 2005 upp á 50 þúsund danskar krónur. Í framhaldinu hafi ekki verið staðið afborganir lánsins á gjalddögum að því er kemur fram í dóminum sem Vísir hefur undir höndum. Árið 2007 var því undirrituð skuldaviðurkenning, svokölluð „Frivilligt forlig“ eða frjáls sátt. Með henni hafi bankinn skuldbundið sig til þess að greiða skuldina ásamt vöxtum en tók þó fram að nýr samningur yrði fljótlega eftir það gerður um greiðslutilhögun Gísla. Segir í dóminum að Gísli hafi ekki greitt skuldina né samið um hana. Málsaðilar tókust ekki á um fyrningarfrest kröfunnar sem samkvæmt dönskum lögum er tíu ár. Það var þó tekist á um hvenær fyrningarslit hafi orðið á lánskröfunni. Gísli vill meina að fyrningu skyldi miða við þingfestingu máls, 22. mars 2017, en hin frjálsa sátt var undirrituð 14. mars 2007. Var það mat bankans að miða skyldi fyrningarslit við birtingu stefnunnar sem send var 10. mars 2017. Var það mat héraðsdóms að stefndi gæti ekki gengið að því vísu að skuldin væri fallin niður þar sem stefnandi hafi aldrei gefið til kynna að svo væri. Gísli segir í samtali við Vísi að óvíst sé hvort hægt verði að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og velti það í raun á því hvort að upphæð greiðslunnar nái ákveðnum mörkum. Sé raunin sú að upphæðin nái því er víst að hann mun áfrýja. Hann segir að bankinn hafi aldrei haft samband um greiðslutilhögun eftir að hin frjálsa sátt var undirrituð og segist því hafa brugðið þegar stefnan barst nú á síðasta ári. Dómsmál Tengdar fréttir Skiptum lokið í 104 milljóna gjaldþroti rafbílasölu Erfiðleikar fyrirtækisins hófust undir lok árs 2015 þegar tafir urðu í afhendingu fimmtíu bíla af gerðinni Tesla Model X til viðskiptavina. 2. janúar 2018 13:01 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Lögfræðingurinn og athafnamaðurinn Gísli Gíslason hefur verið dæmdur til þess að greiða danska bankanum Jyske Bank 48.300 krónur danskar (tæplega 814 þúsund ísl. kr.) vegna ógreiddra eftirstöðva láns sem hann tók í janúar árið 2005. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í málinu skömmu fyrir jól. Forsaga málsins er sú að Gísli tók yfirdráttarlán hjá bankanum árið 2005 upp á 50 þúsund danskar krónur. Í framhaldinu hafi ekki verið staðið afborganir lánsins á gjalddögum að því er kemur fram í dóminum sem Vísir hefur undir höndum. Árið 2007 var því undirrituð skuldaviðurkenning, svokölluð „Frivilligt forlig“ eða frjáls sátt. Með henni hafi bankinn skuldbundið sig til þess að greiða skuldina ásamt vöxtum en tók þó fram að nýr samningur yrði fljótlega eftir það gerður um greiðslutilhögun Gísla. Segir í dóminum að Gísli hafi ekki greitt skuldina né samið um hana. Málsaðilar tókust ekki á um fyrningarfrest kröfunnar sem samkvæmt dönskum lögum er tíu ár. Það var þó tekist á um hvenær fyrningarslit hafi orðið á lánskröfunni. Gísli vill meina að fyrningu skyldi miða við þingfestingu máls, 22. mars 2017, en hin frjálsa sátt var undirrituð 14. mars 2007. Var það mat bankans að miða skyldi fyrningarslit við birtingu stefnunnar sem send var 10. mars 2017. Var það mat héraðsdóms að stefndi gæti ekki gengið að því vísu að skuldin væri fallin niður þar sem stefnandi hafi aldrei gefið til kynna að svo væri. Gísli segir í samtali við Vísi að óvíst sé hvort hægt verði að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og velti það í raun á því hvort að upphæð greiðslunnar nái ákveðnum mörkum. Sé raunin sú að upphæðin nái því er víst að hann mun áfrýja. Hann segir að bankinn hafi aldrei haft samband um greiðslutilhögun eftir að hin frjálsa sátt var undirrituð og segist því hafa brugðið þegar stefnan barst nú á síðasta ári.
Dómsmál Tengdar fréttir Skiptum lokið í 104 milljóna gjaldþroti rafbílasölu Erfiðleikar fyrirtækisins hófust undir lok árs 2015 þegar tafir urðu í afhendingu fimmtíu bíla af gerðinni Tesla Model X til viðskiptavina. 2. janúar 2018 13:01 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Skiptum lokið í 104 milljóna gjaldþroti rafbílasölu Erfiðleikar fyrirtækisins hófust undir lok árs 2015 þegar tafir urðu í afhendingu fimmtíu bíla af gerðinni Tesla Model X til viðskiptavina. 2. janúar 2018 13:01