Vildu aðstoða þjófinn en ekki sækja til saka Sveinn Arnarsson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Hannes og Birna eru forstöðumenn Hjálpræðishersins á Akureyri og vilja aðstoða hinn brotlega með samtölum frekar en fangavist. vísir/auðunn „Það er ekki í okkar anda að eltast við svona smotterí og erfitt að eiga við þetta fyrir okkur,“ segir Hannes Bjarnason, annar forstöðumanna Hjálpræðishersins á Akureyri, þegar hann er spurður út í dóm sem maður fékk fyrir að stela sex þúsund krónum úr söfnunarbauk Hersins á Akureyri í fyrra. Var maðurinn dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar. „Það sem gerist er að brotist er inn í nytjamarkað okkar og þar er stolið úr söfnunarbauk,“ segir Hannes. „Þar sem um innbrot er að ræða þá tilkynntum við það til lögreglu vegna þess að munir voru eyðilagðir. Síðan er málið úr okkar höndum og við getum ekki gert neitt meira. Lögreglan bað okkur um að skila skaðabótakröfu en við vildum það ekki. Það er miklu nær að aðstoða manninn og ræða við hann en sækja hann til saka.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að karlmaður hefði í mars á síðasta ári brotist inn í nytjamarkað Hjálpræðishersins og stolið þaðan sex þúsund krónum. Vegna þess og fyrri brota hans var talið hæfilegt að dæma hann til fangelsisvistar í tvo mánuði. Hannes og Birna Dís segja það ekki hjálpa mikið. „Við vonum að yfirvöld girði sig í brók. Lausnin er ekki fangelsi fyrir svona hóp ef þeir hafa brotið af sér í langan tíma, það segir sig sjálft.“ Hjálpræðisherinn hefur um langan tíma aðstoðað fanga á Akureyri um nauðsynjar, fatnað og jólagjafir, án endurgjalds og mun halda því áfram. Þau vonast eftir því að geta hitt manninn og rætt við hann í þeim tilgangi að aðstoða hann. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að einstaklingar sem hlotið hafa brot fyrir væg auðgunarbrot geti afplánað refsingu sína í samfélagsþjónustu. Til að mynda fyrir samtök eins og Rauða krossinn. Fyrir því eru ákveðin skilyrði hins vegar. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fangelsisvist fyrir að stela klinki frá Hjálpræðishernum Sakaferill mannsins samkvæmt dómi Héraðsdóms hafði verið nær óslitinn frá árinu 1990 til ársins 2005. 3. janúar 2018 11:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Sjá meira
„Það er ekki í okkar anda að eltast við svona smotterí og erfitt að eiga við þetta fyrir okkur,“ segir Hannes Bjarnason, annar forstöðumanna Hjálpræðishersins á Akureyri, þegar hann er spurður út í dóm sem maður fékk fyrir að stela sex þúsund krónum úr söfnunarbauk Hersins á Akureyri í fyrra. Var maðurinn dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar. „Það sem gerist er að brotist er inn í nytjamarkað okkar og þar er stolið úr söfnunarbauk,“ segir Hannes. „Þar sem um innbrot er að ræða þá tilkynntum við það til lögreglu vegna þess að munir voru eyðilagðir. Síðan er málið úr okkar höndum og við getum ekki gert neitt meira. Lögreglan bað okkur um að skila skaðabótakröfu en við vildum það ekki. Það er miklu nær að aðstoða manninn og ræða við hann en sækja hann til saka.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að karlmaður hefði í mars á síðasta ári brotist inn í nytjamarkað Hjálpræðishersins og stolið þaðan sex þúsund krónum. Vegna þess og fyrri brota hans var talið hæfilegt að dæma hann til fangelsisvistar í tvo mánuði. Hannes og Birna Dís segja það ekki hjálpa mikið. „Við vonum að yfirvöld girði sig í brók. Lausnin er ekki fangelsi fyrir svona hóp ef þeir hafa brotið af sér í langan tíma, það segir sig sjálft.“ Hjálpræðisherinn hefur um langan tíma aðstoðað fanga á Akureyri um nauðsynjar, fatnað og jólagjafir, án endurgjalds og mun halda því áfram. Þau vonast eftir því að geta hitt manninn og rætt við hann í þeim tilgangi að aðstoða hann. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að einstaklingar sem hlotið hafa brot fyrir væg auðgunarbrot geti afplánað refsingu sína í samfélagsþjónustu. Til að mynda fyrir samtök eins og Rauða krossinn. Fyrir því eru ákveðin skilyrði hins vegar.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fangelsisvist fyrir að stela klinki frá Hjálpræðishernum Sakaferill mannsins samkvæmt dómi Héraðsdóms hafði verið nær óslitinn frá árinu 1990 til ársins 2005. 3. janúar 2018 11:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Sjá meira
Fangelsisvist fyrir að stela klinki frá Hjálpræðishernum Sakaferill mannsins samkvæmt dómi Héraðsdóms hafði verið nær óslitinn frá árinu 1990 til ársins 2005. 3. janúar 2018 11:44