FBI með mál íslensks forstjóra á borði sínu eftir flugferð til LA Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. janúar 2018 08:45 Þorvaldur var handtekinn við komuna til Los Angeles og er málið á borði alríkislögreglunnar. VÍSIR/STEINGRÍMUR „Ég er algjörlega miður mín,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, sem var handtekinn af bandarískum lögregluyfirvöldum í Los Angeles í síðustu viku eftir að hafa sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í flugi Wow air frá Íslandi til Los Angeles. „Í fluginu missti ég tök á aðstæðum vegna ofdrykkju eftir tæp tvö ár án áfengis. Ég hef áður undirgengist áfengismeðferð og mun leita mér hjálpar vegna þessa atviks,“ segir Þorvaldur í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu. Þorvaldur er af sjónarvottum sagður hafa sýnt áhöfn vélarinnar mjög ógnandi hegðun en hann sat á fyrsta farrými og urðu farþegar í almennu rými vélarinnar, sem langflestir voru Bandaríkjamenn, varir við mikinn skarkala á fyrsta farrými og að sögn sjónarvotta gekk mikið á. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.Þorvaldur var yfirbugaður af tveimur karlkyns flugþjónum meðan vélin var enn á flugi en hann var svo handtekinn strax við lendingu í Los Angeles. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) fer með rannsókn málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Ég bið starfsfólk um borð í þotu WOW og aðra farþega í fluginu innilega afsökunar á framferði mínu,“ segir Þorvaldur. „Þá vil ég þakka öllum þeim sem veittu mér liðsinni í þessum erfiðu aðstæðum.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, vildi ekki tjá sig um atvikið að öðru leyti en að staðfesta að alvarlegt atvik hefði komið upp í umræddu flugi. „Upp kom atvik á flugi WOW air til Los Angeles í síðustu viku þar sem farþegi um borð sýndi ofbeldisfulla hegðun og fór ekki að fyrirmælum áhafnar. Var í framhaldi tekið á því í samræmi við verkferla WOW air og öryggi farþega, áhafnar og loftfars var tryggt. Við lendingu í Los Angeles tóku bandarísk lögregluyfirvöld við farþeganum og rannsókn málsins,“ segir Svanhvít. Þorvaldur er eigandi ÞG Verks, sem er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins sem stendur meðal annars að framkvæmdum við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið á undanförum tveimur áratugum, til dæmis sem aðalverktaki við fyrstu áfanga Hellisheiðarvirkjunar og stækkun Nesjavallavirkjunar. Meðal fyrri verkefna ÞG Verks er bygging höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur en Orkuveitan íhugar nú málsókn gegn verktakanum og öðrum sem komu að byggingu hússins sem er ónýtt vegna rakaskemmda. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Ég er algjörlega miður mín,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, sem var handtekinn af bandarískum lögregluyfirvöldum í Los Angeles í síðustu viku eftir að hafa sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í flugi Wow air frá Íslandi til Los Angeles. „Í fluginu missti ég tök á aðstæðum vegna ofdrykkju eftir tæp tvö ár án áfengis. Ég hef áður undirgengist áfengismeðferð og mun leita mér hjálpar vegna þessa atviks,“ segir Þorvaldur í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu. Þorvaldur er af sjónarvottum sagður hafa sýnt áhöfn vélarinnar mjög ógnandi hegðun en hann sat á fyrsta farrými og urðu farþegar í almennu rými vélarinnar, sem langflestir voru Bandaríkjamenn, varir við mikinn skarkala á fyrsta farrými og að sögn sjónarvotta gekk mikið á. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.Þorvaldur var yfirbugaður af tveimur karlkyns flugþjónum meðan vélin var enn á flugi en hann var svo handtekinn strax við lendingu í Los Angeles. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) fer með rannsókn málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Ég bið starfsfólk um borð í þotu WOW og aðra farþega í fluginu innilega afsökunar á framferði mínu,“ segir Þorvaldur. „Þá vil ég þakka öllum þeim sem veittu mér liðsinni í þessum erfiðu aðstæðum.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, vildi ekki tjá sig um atvikið að öðru leyti en að staðfesta að alvarlegt atvik hefði komið upp í umræddu flugi. „Upp kom atvik á flugi WOW air til Los Angeles í síðustu viku þar sem farþegi um borð sýndi ofbeldisfulla hegðun og fór ekki að fyrirmælum áhafnar. Var í framhaldi tekið á því í samræmi við verkferla WOW air og öryggi farþega, áhafnar og loftfars var tryggt. Við lendingu í Los Angeles tóku bandarísk lögregluyfirvöld við farþeganum og rannsókn málsins,“ segir Svanhvít. Þorvaldur er eigandi ÞG Verks, sem er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins sem stendur meðal annars að framkvæmdum við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið á undanförum tveimur áratugum, til dæmis sem aðalverktaki við fyrstu áfanga Hellisheiðarvirkjunar og stækkun Nesjavallavirkjunar. Meðal fyrri verkefna ÞG Verks er bygging höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur en Orkuveitan íhugar nú málsókn gegn verktakanum og öðrum sem komu að byggingu hússins sem er ónýtt vegna rakaskemmda.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent