Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 24. janúar 2018 eða hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum. Á næstu dögum mun nefndin koma saman og verður þá metið hæfi hvers og eins nefndarmanns til þess að leggja mat á umsækjendur að sögn upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins.
Eftirtaldir aðilar sóttu um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur:
- Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn
- Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður
- Ásgeir Jónsson, hæstaréttarlögmaður
- Ásgerður Ragnarsdóttir, hæstaréttarlögmaður
- Bergþóra Ingólfsdóttir, hæstaréttarlögmaður
- Bjarni Lárusson, hæstaréttarlögmaður
- Bjarnveig Eiríksdóttir, héraðsdómslögmaður
- Brynjólfur Hjartarson, lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
- Daði Kristjánsson, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara
- Guðfinnur Stefánsson, aðstoðarmaður héraðsdómara
- Guðmundína Ragnarsdóttir, héraðsdómslögmaður
- Guðmundur Örn Guðmundsson, héraðsdómslögmaður
- Hákon Þorsteinsson, aðstoðarmaður héraðsdómara
- Helgi Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður
- Hrannar Hafberg, ráðgjafi Fiskistofu
- Indriði Þorkelsson, hæstaréttarlögmaður
- Ingiríður Lúðvíksdóttir, settur héraðsdómari
- Jón Þór Ólason, héraðsdómslögmaður og lektor við Háskóla Íslands
- Jónas Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður
- Nanna Magnadóttir, forstöðumaður úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál
- Ólafur Freyr Frímannsson, héraðsdómslögmaður
- Pétur Dam Leifsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands
- Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir, héraðsdómslögmaður og lektor við Háskólann á Akureyri
- Sigurður Jónsson, hæstaréttarlögmaður
- Sonja María Hreiðarsdóttir, lögmaður hjá embætti borgarlögmanns
- Sólveig Ingadóttir, aðstoðarmaður héraðsdómara
- Stefanía Guðrún Sæmundsdóttir, saksóknari hjá embæti ríkissaksóknara
- Stefán Erlendsson, héraðsdómslögmaður
- Valborg Steingrímsdóttir, aðstoðarmaður héraðsdómara
- Þórhildur Líndal, aðstoðarmaður héraðsdómara
- Þórir Örn Árnason, héraðsdómslögmaður
Settur dómsmálaráðherra í því máli, Guðlaugur Þór Þórðarson, óskaði eftir nánari upplýsingum nefndarinnar um matið og fékk í gær afhent bréf frá nefndinni þar sem helstu ástæður eru útlistaðar og fyrirspurnum ráðherrans svarað.
Fréttin hefur verið uppfærð.