Þórarinn í IKEA féll fyrir málverki af logandi geit Þórarinn Þórarinsson skrifar 5. janúar 2018 07:00 Sjáið geitina í listrænum logum. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, hefur keypt málverk myndlistarmannsins Þrándar Þórarinssonar af geit í ljósum logum. „Ég gat ekki sleppt henni. Þetta er hrikalega flott verk,“ segir Þórarinn. Þrándur málaði „Jólageitina“ skömmu fyrir jól og ekkert fór á milli mála að auk Goya sótti hann innblástur til IKEA-geitarinnar, sem hefur ítrekað orðið eldi að bráð í aðdraganda jóla.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, er alsæll með málverkið af brennandi geitinni.Þórarinn leitar nú að rétta rammanum utan um málverkið en gæti þurft að leita langt yfir skammt þar sem rammar seldust upp í IKEA fyrir jólin. „Myndin er á skrifborðinu mínu og fólk er almennt að dást að henni,“ segir Þórarinn sem ætlar að hafa geitina í öndvegi á skrifstofu sinni. Þórarinn segir þá Þránd hafa verið fljóta að komast að samkomulagi um verð. „Hann er flottur listamaður og er ekkert ódýr en áttar sig líka á því að markhópurinn er þröngur. Líklega ekkert mjög margir sem vilja kaupa logandi geit.“ Þrándur segist kveðja geitina sáttur. „Ég er nú yfirleitt alltaf bara feginn að losna við verk,“ segir hann og bætir við að hann hafi ekki séð þennan áfangastað geitarinnar fyrir þegar hann málaði hana. „Ég átti ekki von á þessu en finnst gott hjá honum að kaupa hana.“ Þrándur málaði á sínum tíma myndir þar sem merki Gamma og Arion banka voru í brennidepli en þau rötuðu ekki að uppsprettu hugmyndanna að baki þeim. „Ég bauð Gamma og Arion þau til sölu en þeir höfðu engan húmor fyrir þessu. En það gilda kannski önnur lögmál um geitina enda ekki þung pólitísk ádeila í henni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, hefur keypt málverk myndlistarmannsins Þrándar Þórarinssonar af geit í ljósum logum. „Ég gat ekki sleppt henni. Þetta er hrikalega flott verk,“ segir Þórarinn. Þrándur málaði „Jólageitina“ skömmu fyrir jól og ekkert fór á milli mála að auk Goya sótti hann innblástur til IKEA-geitarinnar, sem hefur ítrekað orðið eldi að bráð í aðdraganda jóla.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, er alsæll með málverkið af brennandi geitinni.Þórarinn leitar nú að rétta rammanum utan um málverkið en gæti þurft að leita langt yfir skammt þar sem rammar seldust upp í IKEA fyrir jólin. „Myndin er á skrifborðinu mínu og fólk er almennt að dást að henni,“ segir Þórarinn sem ætlar að hafa geitina í öndvegi á skrifstofu sinni. Þórarinn segir þá Þránd hafa verið fljóta að komast að samkomulagi um verð. „Hann er flottur listamaður og er ekkert ódýr en áttar sig líka á því að markhópurinn er þröngur. Líklega ekkert mjög margir sem vilja kaupa logandi geit.“ Þrándur segist kveðja geitina sáttur. „Ég er nú yfirleitt alltaf bara feginn að losna við verk,“ segir hann og bætir við að hann hafi ekki séð þennan áfangastað geitarinnar fyrir þegar hann málaði hana. „Ég átti ekki von á þessu en finnst gott hjá honum að kaupa hana.“ Þrándur málaði á sínum tíma myndir þar sem merki Gamma og Arion banka voru í brennidepli en þau rötuðu ekki að uppsprettu hugmyndanna að baki þeim. „Ég bauð Gamma og Arion þau til sölu en þeir höfðu engan húmor fyrir þessu. En það gilda kannski önnur lögmál um geitina enda ekki þung pólitísk ádeila í henni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira