Sigríður taldi sig starfa eftir lögum: „Áfall að fá þennan dóm“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. janúar 2018 23:35 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, braut lög við skipan dómara í Landsrétt samkvæmt dómi Hæstaréttar. Vísir/Vilhelm „Ég uni auðvitað þessum dómi alveg ágætlega,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í desember um að hún hafi brotið stjórnsýslulög þegar hún skipaði dómara við Landsrétt. Hún er þó ósammála því að hún hafi ekki uppfyllt sína rannsóknarskyldu í þessu máli. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt og dæmdi ríkið til að greiða þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur vegna þess. Voru Ástráður og Jóhannes á lista hæfnisnefndar yfir þá 15 hæfustu en var svo skipt út af ráðherra.Sjá einnig: Sigríður Andersen braut lög Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild við Háskóla Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist bóta vegna skipunar í Landsrétt. Þeir voru einnig á lista hæfnisnefndarinnar en Sigríður skipti út alls fjórum af lista hæfnisnefndarinnar fyrir aðra fjóra einstaklinga.Matskennt ákvæði„Það var mér áfall að fá þennan dóm vegna þess að mínu mati þá gerði ég auðvitað ekki annað síðastliðið sumar en að starfa samkvæmt núgildandi lögum eins og þau eru og þau veita auðvitað ráðherra heimild til þess að víkja frá þessu dómnefndaráliti.“ Sigríður telur að hún hafi rannsakað málið nógu vel áður en hún tók sína ákvörðun. Bendir hún á að dómnefndin hafi fengið marga mánuði til þess að fara yfir þetta en hún aðeins tvær vikur. „Og þetta er auðvitað svona ágreiningur um 10. grein stjórnsýslulaga sem að kveður á, sem er svona matskennt ákvæði, spurningin er alltaf hvenær er mál nægilega rannsakað.“Hefði ekki notið hljómgrunns Sigríður segir að hún hafi talið fleiri umsækjendur jafn hæfa þeim umsækjendum sem dómnefndin hafi komið sér saman um og því hafi hún lagt fram aðra tillögu fyrir Alþingi, heldur en dómnefndin hafi sett fram. Hún segir að hún hafi rætt tillögu nefndarinnar við alþingi áður en hún tjáði sig sjálf nokkuð um niðurstöðuna. „Eftir það var mér alveg ljóst að tillaga dómnefndarinnar hún myndi aldrei njóta hljómgrunns á Alþingi.“ Hún segir að ýmis sjónarmið hafi legið þar að baki, þar á meðal jafnréttissjónarmið.Ætlar að koma á verklagi í ráðuneytinu Hún telur að setja þurfi ákveðið verklag í dómsmálaráðuneytinu fyrir þau tilfelli þegar ráðherra ætlar að víkja frá niðurstöðu dómnefndarinnar. Þetta ætli hún að skoða og að hennar mati ætti Alþingi að gera það líka. „Vegna þess að mér sýnist á dómi Hæstaréttar að það þurfi í rauninni bara að vera einhver annars konar nefnd starfandi með ráðherra, mögulega samhliða hinni nefndinni.“ Útilokar hún ekki að það verði endurskoðað hvernig skipað sé í þessa nefnd sem meti hæfi umsækjenda. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Fyrsti dómur í Landsrétti gæti fallið í vikunni Um sjötíu sakamál bíða afgreiðslu Landsréttar sem tekur formlega til starfa í dag. 2. janúar 2018 14:08 Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29 Undirbýr dómsmál gegn Sigríði Andersen Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. 2. janúar 2018 19:18 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
„Ég uni auðvitað þessum dómi alveg ágætlega,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í desember um að hún hafi brotið stjórnsýslulög þegar hún skipaði dómara við Landsrétt. Hún er þó ósammála því að hún hafi ekki uppfyllt sína rannsóknarskyldu í þessu máli. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt og dæmdi ríkið til að greiða þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur vegna þess. Voru Ástráður og Jóhannes á lista hæfnisnefndar yfir þá 15 hæfustu en var svo skipt út af ráðherra.Sjá einnig: Sigríður Andersen braut lög Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild við Háskóla Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist bóta vegna skipunar í Landsrétt. Þeir voru einnig á lista hæfnisnefndarinnar en Sigríður skipti út alls fjórum af lista hæfnisnefndarinnar fyrir aðra fjóra einstaklinga.Matskennt ákvæði„Það var mér áfall að fá þennan dóm vegna þess að mínu mati þá gerði ég auðvitað ekki annað síðastliðið sumar en að starfa samkvæmt núgildandi lögum eins og þau eru og þau veita auðvitað ráðherra heimild til þess að víkja frá þessu dómnefndaráliti.“ Sigríður telur að hún hafi rannsakað málið nógu vel áður en hún tók sína ákvörðun. Bendir hún á að dómnefndin hafi fengið marga mánuði til þess að fara yfir þetta en hún aðeins tvær vikur. „Og þetta er auðvitað svona ágreiningur um 10. grein stjórnsýslulaga sem að kveður á, sem er svona matskennt ákvæði, spurningin er alltaf hvenær er mál nægilega rannsakað.“Hefði ekki notið hljómgrunns Sigríður segir að hún hafi talið fleiri umsækjendur jafn hæfa þeim umsækjendum sem dómnefndin hafi komið sér saman um og því hafi hún lagt fram aðra tillögu fyrir Alþingi, heldur en dómnefndin hafi sett fram. Hún segir að hún hafi rætt tillögu nefndarinnar við alþingi áður en hún tjáði sig sjálf nokkuð um niðurstöðuna. „Eftir það var mér alveg ljóst að tillaga dómnefndarinnar hún myndi aldrei njóta hljómgrunns á Alþingi.“ Hún segir að ýmis sjónarmið hafi legið þar að baki, þar á meðal jafnréttissjónarmið.Ætlar að koma á verklagi í ráðuneytinu Hún telur að setja þurfi ákveðið verklag í dómsmálaráðuneytinu fyrir þau tilfelli þegar ráðherra ætlar að víkja frá niðurstöðu dómnefndarinnar. Þetta ætli hún að skoða og að hennar mati ætti Alþingi að gera það líka. „Vegna þess að mér sýnist á dómi Hæstaréttar að það þurfi í rauninni bara að vera einhver annars konar nefnd starfandi með ráðherra, mögulega samhliða hinni nefndinni.“ Útilokar hún ekki að það verði endurskoðað hvernig skipað sé í þessa nefnd sem meti hæfi umsækjenda.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Fyrsti dómur í Landsrétti gæti fallið í vikunni Um sjötíu sakamál bíða afgreiðslu Landsréttar sem tekur formlega til starfa í dag. 2. janúar 2018 14:08 Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29 Undirbýr dómsmál gegn Sigríði Andersen Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. 2. janúar 2018 19:18 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Fyrsti dómur í Landsrétti gæti fallið í vikunni Um sjötíu sakamál bíða afgreiðslu Landsréttar sem tekur formlega til starfa í dag. 2. janúar 2018 14:08
Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29
Undirbýr dómsmál gegn Sigríði Andersen Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. 2. janúar 2018 19:18