Trump gefur lítið fyrir bókina Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. janúar 2018 06:44 Einhver eldfimustu ummælin úr nýju bókinni koma úr munni Steven Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa forsetans, sem sést hér með Donald Trump. VÍSIR/GETTY Donald Trump, Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bókin „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] hefur fengið síðastliðinn sólarhring. Í bókinni lýsir rithöfundurinn Michael Wolff ástandinu innan veggja Hvíta hússins og greinir frá ýmsum misvandræðalegum augnablikum úr forsetatíð Trump. Þá hefur hún eftir Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Trump, að fundur sem tengdasonur hans og sonur áttu með Rússum í aðdraganda forseta kosninganna hafi verið landráð. Eldfim ummæli í ljósi alls þess sem gengið hefur á vestanhafs síðastliðið ár. Brot úr bókinni birtust á helstu vefmiðlum Bandaríkjanna í gær og ekkert var rætt meira þar í landi en glefsur úr bók Wolff.Sjá einnig: Tíu bombur úr nýrri bók um TrumpForsetinn reynir nú hvað hann getur til að grafa undan trúverðugleika bókarinnar og á Twitter í nótt sagði hann bókina vera uppfulla af lygum. „Ég veitti engan aðgang að Hvíta húsinu (í sannleika sagt vísaði ég honum frá nokkrum sinnum),“ sagði Trump meðal annars. Höfundur bókarinnar segir sig hafa rætt við rúmlega 200 manns og hafi haft nær takmarkalausan aðgang að Hvíta húsinu fyrst eftir að Trump tók við embætti. Þá á forsetinn að hafa vitað af skrifum hans. Trump segir þó að bókin sé ekki aðeins smekkfull af lygum heldur einnig rangtúlkunum og upplognum heimildarmönnum.Sjá einnig: Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og símiLögmenn forsetans hafa reynt að fá lögbann á útgáfu bókarinnar, sem koma átti út á þriðjudaginn í næstu viku. Aðstandendur bókarinnar sáu sér þá leik á borð og flýttu útgáfu hennar. Áhugasamir geta keypt eintak af bókinni strax í dag. Tíst forsetans frá því í nótt má sjá hér að neðan. I authorized Zero access to White House (actually turned him down many times) for author of phony book! I never spoke to him for book. Full of lies, misrepresentations and sources that don't exist. Look at this guy's past and watch what happens to him and Sloppy Steve!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bókin „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] hefur fengið síðastliðinn sólarhring. Í bókinni lýsir rithöfundurinn Michael Wolff ástandinu innan veggja Hvíta hússins og greinir frá ýmsum misvandræðalegum augnablikum úr forsetatíð Trump. Þá hefur hún eftir Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Trump, að fundur sem tengdasonur hans og sonur áttu með Rússum í aðdraganda forseta kosninganna hafi verið landráð. Eldfim ummæli í ljósi alls þess sem gengið hefur á vestanhafs síðastliðið ár. Brot úr bókinni birtust á helstu vefmiðlum Bandaríkjanna í gær og ekkert var rætt meira þar í landi en glefsur úr bók Wolff.Sjá einnig: Tíu bombur úr nýrri bók um TrumpForsetinn reynir nú hvað hann getur til að grafa undan trúverðugleika bókarinnar og á Twitter í nótt sagði hann bókina vera uppfulla af lygum. „Ég veitti engan aðgang að Hvíta húsinu (í sannleika sagt vísaði ég honum frá nokkrum sinnum),“ sagði Trump meðal annars. Höfundur bókarinnar segir sig hafa rætt við rúmlega 200 manns og hafi haft nær takmarkalausan aðgang að Hvíta húsinu fyrst eftir að Trump tók við embætti. Þá á forsetinn að hafa vitað af skrifum hans. Trump segir þó að bókin sé ekki aðeins smekkfull af lygum heldur einnig rangtúlkunum og upplognum heimildarmönnum.Sjá einnig: Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og símiLögmenn forsetans hafa reynt að fá lögbann á útgáfu bókarinnar, sem koma átti út á þriðjudaginn í næstu viku. Aðstandendur bókarinnar sáu sér þá leik á borð og flýttu útgáfu hennar. Áhugasamir geta keypt eintak af bókinni strax í dag. Tíst forsetans frá því í nótt má sjá hér að neðan. I authorized Zero access to White House (actually turned him down many times) for author of phony book! I never spoke to him for book. Full of lies, misrepresentations and sources that don't exist. Look at this guy's past and watch what happens to him and Sloppy Steve!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52