Ábendingar um að Icelandair hafi ekki að fullu farið eftir verkferlum í verkfalli flugvirkja Gissur Sigurðsson skrifar 5. janúar 2018 14:04 Umtalsverðar tafir mynduðust á Leifsstöð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Vísir/Vilhelm Samgöngustofu hefur borist þrjár ábendingar um að Icelandair hafi ekki farið að fullu að viðurkenndum verkferlum við afgreiðslu flugvéla frá Keflavík í verkfalli flugvirkja í síðasta mánuði.Fréttatablaðið greindi frá því á meðan verkfall flugvirkja stóð yfir að grunur hafi leikið á að verkfallsbrot hafi verið framin og að skoðað yrði hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Samgöngustofa hefur þegar kannað alvarleika þeirra ábendinga sem hún hefir móttekið en sú spurning vaknar hvort þær voru alvarlegs eðlis og varði hugsanlega flugöryggi? „Nei, í fyrsta lagi eru þetta mjög óljósar meldingar sem hafa komið til Samgöngustofu og engar þeirra á neinn hátt tengdar öryggisþáttum sem bregðast þyrfti við. Samgöngustofa fer yfir allar ábendingar sem koma, hvort sem þær eru nafnlausar, varðandi hvaða flugrekanda sem er og eftir atvikum er slíkt bara tekið upp í næstu reglubundinni úttekt á öryggismálum hjá viðkomandi flugrekstaraðila. Þannig að það er ekkert sem komið hefur sem fram sem bendir til þess að eitthvað sé ábótavant við öryggi flugfarþega,“ sagði Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Þórólfur Árnason, forstjóri SamgöngustofuVísir/GVAAðspurður hvort þær ábendingar sem borist hafa vörðuðu einhvers konar hliðrun á verklagsreglum sagði Þórólfur að Samgöngustofa treystu íslensku flugrekendunum mjög vel. Farþegar þurfi ekki að óttast öryggi sitt. „Innri verklagsreglur flugrekandana eru alltaf besta öryggisvörnin og við treystum flugrekendunum íslensku mjög vel. Þeir hafa tekist mjög vel á við aukinn vöxt í sinni starfsemi. Þeirra eftirlitskerfi eru mjög örugg og sterk. Okkar eftirlit er fyrst og fremst að fara yfir það með flugrekendunum hverjir gætu verið áhættuþættirnir í þeirra rekstri og við treystum flugrekendunum mjög vel sem hafa staðið sig vel í öryggismálum. Íslenskir flugfarþegar þurfa ekki að óttast öryggi sitt í öruggasta flugflota sem að við höfum nokkurn tíma geta sýnt fram á hér á Íslandi,“ sagði Þórólfur.Verkfall flugvirkja Icelandair hófst 17. desember síðastliðinn en lauk tveimur dögum síðar þegar skrifað var undir nýja kjarasamninga. Verkfallið hafði mikil áhrif á flugáætlun Icelandair sem þurfti að fresta tugum flugferða vegna verkfallsins. Fréttir af flugi Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Verkfalli flugvirkja frestað um fjórar vikur Nýr kjarasamningur undirritaður 19. desember 2017 04:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Samgöngustofu hefur borist þrjár ábendingar um að Icelandair hafi ekki farið að fullu að viðurkenndum verkferlum við afgreiðslu flugvéla frá Keflavík í verkfalli flugvirkja í síðasta mánuði.Fréttatablaðið greindi frá því á meðan verkfall flugvirkja stóð yfir að grunur hafi leikið á að verkfallsbrot hafi verið framin og að skoðað yrði hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Samgöngustofa hefur þegar kannað alvarleika þeirra ábendinga sem hún hefir móttekið en sú spurning vaknar hvort þær voru alvarlegs eðlis og varði hugsanlega flugöryggi? „Nei, í fyrsta lagi eru þetta mjög óljósar meldingar sem hafa komið til Samgöngustofu og engar þeirra á neinn hátt tengdar öryggisþáttum sem bregðast þyrfti við. Samgöngustofa fer yfir allar ábendingar sem koma, hvort sem þær eru nafnlausar, varðandi hvaða flugrekanda sem er og eftir atvikum er slíkt bara tekið upp í næstu reglubundinni úttekt á öryggismálum hjá viðkomandi flugrekstaraðila. Þannig að það er ekkert sem komið hefur sem fram sem bendir til þess að eitthvað sé ábótavant við öryggi flugfarþega,“ sagði Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Þórólfur Árnason, forstjóri SamgöngustofuVísir/GVAAðspurður hvort þær ábendingar sem borist hafa vörðuðu einhvers konar hliðrun á verklagsreglum sagði Þórólfur að Samgöngustofa treystu íslensku flugrekendunum mjög vel. Farþegar þurfi ekki að óttast öryggi sitt. „Innri verklagsreglur flugrekandana eru alltaf besta öryggisvörnin og við treystum flugrekendunum íslensku mjög vel. Þeir hafa tekist mjög vel á við aukinn vöxt í sinni starfsemi. Þeirra eftirlitskerfi eru mjög örugg og sterk. Okkar eftirlit er fyrst og fremst að fara yfir það með flugrekendunum hverjir gætu verið áhættuþættirnir í þeirra rekstri og við treystum flugrekendunum mjög vel sem hafa staðið sig vel í öryggismálum. Íslenskir flugfarþegar þurfa ekki að óttast öryggi sitt í öruggasta flugflota sem að við höfum nokkurn tíma geta sýnt fram á hér á Íslandi,“ sagði Þórólfur.Verkfall flugvirkja Icelandair hófst 17. desember síðastliðinn en lauk tveimur dögum síðar þegar skrifað var undir nýja kjarasamninga. Verkfallið hafði mikil áhrif á flugáætlun Icelandair sem þurfti að fresta tugum flugferða vegna verkfallsins.
Fréttir af flugi Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Verkfalli flugvirkja frestað um fjórar vikur Nýr kjarasamningur undirritaður 19. desember 2017 04:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41
Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51