Úlfar var kýldur fyrir að vera samkynhneigður: „Þetta er stærra og meira en bara þetta eina högg“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2018 15:06 Úlfar greindi frá árásinni á Facebook-síðu sinni í dag. Honum er brugðið en vonast til að atvikið verki sem vitundarvakning. Vísir/Úlfar viktor Úlfar Viktor Björnsson fór út á lífið með vinum sínum aðfararnótt sunnudags. Á heimleiðinni segist hann í fyrsta sinn á ævinni hafa verið beittur líkamlegu ofbeldi, eingöngu vegna kynhneigðar sinnar, en Úlfar er samkynhneigður. Úlfar greindi frá árásinni á Facebook-síðu sinni í dag en hann vonast til að pistillinn, og frekara umtal um málið, opni á nauðsynlega umræðu um ofbeldi í garð samkynhneigðra. „Þetta gerist voðalega hratt. Ég var bara á röltinu með vinum mínum og við vorum að labba niður Bankastrætið. Ég er að fara að taka leigubíl heim til mín, klukkan var kannski um þrjú í nótt, og þar labbar maður upp að mér með vinum sínum,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. „Hann spyr mig hvort ég sé hommi, og ég sagði já, og hann slær mig í andlitið, fyrirvaralaust.“Ætlar ekki að úthúða manninum Þetta var það eina sem Úlfari og manninum fór á milli en vinir þess síðarnefnda drógu hann í skyndi á brott. Úlfar segist aldrei hafa séð manninn áður og veit ekki hver hann er. Þá ítrekar Úlfar að hann sé í raun ekki að álasa manninum fyrir verknaðinn heldur sé árásin merki um stærra vandamál í samfélaginu. „Ég vil ekkert vera að úthúða þessum einstaklingi. Þetta er örugglega maður sem á erfitt. Mér finnst þetta bara í raun endurspegla þjóðfélagið. Mér finnst talað svolítið mikið um það að við séum komin á svo góðan stað, en á sama tíma er horft fram hjá því sem er að gerast,“ segir Úlfar. Hann vonast fyrst og fremst til að málið verði til vitundarvakningar um þá fordóma sem samkynhneigðir verða enn fyrir í íslensku samfélagi. „Mér finnst það að hann hafi kýlt mig vegna þess að ég er hommi ekki aðalmálið, þetta er stærra og meira en bara þetta eina högg,“ segir Úlfar og bætir við að það hafi ekki verið spurning um hvort, heldur hvenær, hann fengi hnefa í andlitið á djamminu. Aðspurður segist Úlfar þó ekki ætla að tilkynna árásina til lögreglu. „Öll umræða sem gæti vonandi farið af stað með þessu, ég sé frekar gagn í því en að fara í einhverjar kærur.“Pistil Úlfars um árásina má lesa í heild hér að neðan. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Úlfar Viktor Björnsson fór út á lífið með vinum sínum aðfararnótt sunnudags. Á heimleiðinni segist hann í fyrsta sinn á ævinni hafa verið beittur líkamlegu ofbeldi, eingöngu vegna kynhneigðar sinnar, en Úlfar er samkynhneigður. Úlfar greindi frá árásinni á Facebook-síðu sinni í dag en hann vonast til að pistillinn, og frekara umtal um málið, opni á nauðsynlega umræðu um ofbeldi í garð samkynhneigðra. „Þetta gerist voðalega hratt. Ég var bara á röltinu með vinum mínum og við vorum að labba niður Bankastrætið. Ég er að fara að taka leigubíl heim til mín, klukkan var kannski um þrjú í nótt, og þar labbar maður upp að mér með vinum sínum,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. „Hann spyr mig hvort ég sé hommi, og ég sagði já, og hann slær mig í andlitið, fyrirvaralaust.“Ætlar ekki að úthúða manninum Þetta var það eina sem Úlfari og manninum fór á milli en vinir þess síðarnefnda drógu hann í skyndi á brott. Úlfar segist aldrei hafa séð manninn áður og veit ekki hver hann er. Þá ítrekar Úlfar að hann sé í raun ekki að álasa manninum fyrir verknaðinn heldur sé árásin merki um stærra vandamál í samfélaginu. „Ég vil ekkert vera að úthúða þessum einstaklingi. Þetta er örugglega maður sem á erfitt. Mér finnst þetta bara í raun endurspegla þjóðfélagið. Mér finnst talað svolítið mikið um það að við séum komin á svo góðan stað, en á sama tíma er horft fram hjá því sem er að gerast,“ segir Úlfar. Hann vonast fyrst og fremst til að málið verði til vitundarvakningar um þá fordóma sem samkynhneigðir verða enn fyrir í íslensku samfélagi. „Mér finnst það að hann hafi kýlt mig vegna þess að ég er hommi ekki aðalmálið, þetta er stærra og meira en bara þetta eina högg,“ segir Úlfar og bætir við að það hafi ekki verið spurning um hvort, heldur hvenær, hann fengi hnefa í andlitið á djamminu. Aðspurður segist Úlfar þó ekki ætla að tilkynna árásina til lögreglu. „Öll umræða sem gæti vonandi farið af stað með þessu, ég sé frekar gagn í því en að fara í einhverjar kærur.“Pistil Úlfars um árásina má lesa í heild hér að neðan.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira