Oprah orðuð við Hvíta húsið eftir þakkarræðu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. janúar 2018 06:00 Oprah Winfrey, forseti Bandaríkjanna? vísir/afp Fjölmiðlar í Bandaríkjunum birtu í gær umfjallanir hver af öðrum um mögulegt forsetaframboð fjölmiðlamógúlsins og fyrrverandi spjallþáttastjórnandans Opruh Winfrey vegna þeirra góðu undirtekta sem þakkarræða hennar fékk á Golden Globes-verðlaunahátíðinni á sunnudag, þar sem hún fékk heiðursverðlaun Cecils B. DeMille. Ræðan fjallaði einna helst um það mótlæti sem svartir Bandaríkjamenn og -konur hafa þurft að sæta í gegnum tíðina. „Of lengi hafa raddir kvenna ekki fengið að heyrast. Konur hafa vart þorað að segja sannleikann vegna ofríkis valdamikilla karlmanna, en þeirra tími er liðinn. Þeirra tími er liðinn,“ sagði Winfrey til að mynda en hún er fyrsta svarta konan sem hlýtur verðlaunin. Fjöldi hátíðargesta mætti í svörtum klæðum til þess að sýna samstöðu með þolendum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og nældi á sig nælur sem á stóð „Time’s up“. Um var að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin hefur verið eftir #MeToo-byltinguna. Um leið og úrslit forsetakosninganna árið 2016 lágu fyrir fóru strax af stað umræður um hver gæti leitt Demókrataflokkinn í forsetakosningum ársins 2020. Nafn Winfrey hefur ekki verið ofarlega í umræðunni fyrr en nú. CNN greindi í gær frá samtali sínu við tvo vini Winfrey sem fór fram í skjóli nafnleyndar. Sögðu þeir að ýmsir úr innsta hring mógúlsins hefðu hvatt hana til þess að bjóða sig fram undanfarna mánuði og að Winfrey hafi ekki gert upp hug sinn. Talsmaður Winfrey svaraði ekki bón miðilsins um viðbrögð en vinirnir tveir fullyrtu að hún íhugaði nú alvarlega að taka slaginn og bjóða sig fram gegn Donald Trump, sitjandi forseta. Orð Winfrey er varða mögulegt forsetaframboð í gegnum tíðina eru misvísandi. Í júní sagði hún við Hollywood Reporter: „Ég fer aldrei í framboð. Það er nokkuð öruggt.“ Hún hefur einnig gefið hið gagnstæða til kynna. Í september tísti hún til að mynda hlekk á skoðanadálk í New York Post sem bar fyrirsögnina „Besta von Demókrata árið 2020: Oprah“ og skrifaði: „Þakka þér kærlega fyrir stuðninginn!“ Í viðtali við Bloomberg TV í mars sagðist hún aldrei alvarlega hafa íhugað forsetaframboð. Þegar blaðamaður benti henni á að Trump forseti hefði ekki haft neina reynslu af stjórnmálum sjálfur áður en hann fór í framboð svaraði Winfrey: „Eitt sinn hugsaði ég „ó, ég hef enga reynslu. Ég veit ekki nóg“, nú hugsa ég bara „Ó“.“ LA Times tók Stedman Graham, kærasta Winfrey til tæplega þrjátíu ára, tali í gær og spurði út í mögulegt forsetaframboð. „Það er undir fólkinu komið. Hún myndi án nokkurs vafa taka slaginn,“ sagði Graham. Kysi Winfrey að fara í framboð gegn Trump ætti hún ágætis möguleika, ef marka má skoðanakönnun Public Policy Polling frá því í mars. Þar mældist Winfrey með 47 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Trumps en vinsældir hans hafa dalað síðan. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum birtu í gær umfjallanir hver af öðrum um mögulegt forsetaframboð fjölmiðlamógúlsins og fyrrverandi spjallþáttastjórnandans Opruh Winfrey vegna þeirra góðu undirtekta sem þakkarræða hennar fékk á Golden Globes-verðlaunahátíðinni á sunnudag, þar sem hún fékk heiðursverðlaun Cecils B. DeMille. Ræðan fjallaði einna helst um það mótlæti sem svartir Bandaríkjamenn og -konur hafa þurft að sæta í gegnum tíðina. „Of lengi hafa raddir kvenna ekki fengið að heyrast. Konur hafa vart þorað að segja sannleikann vegna ofríkis valdamikilla karlmanna, en þeirra tími er liðinn. Þeirra tími er liðinn,“ sagði Winfrey til að mynda en hún er fyrsta svarta konan sem hlýtur verðlaunin. Fjöldi hátíðargesta mætti í svörtum klæðum til þess að sýna samstöðu með þolendum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og nældi á sig nælur sem á stóð „Time’s up“. Um var að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin hefur verið eftir #MeToo-byltinguna. Um leið og úrslit forsetakosninganna árið 2016 lágu fyrir fóru strax af stað umræður um hver gæti leitt Demókrataflokkinn í forsetakosningum ársins 2020. Nafn Winfrey hefur ekki verið ofarlega í umræðunni fyrr en nú. CNN greindi í gær frá samtali sínu við tvo vini Winfrey sem fór fram í skjóli nafnleyndar. Sögðu þeir að ýmsir úr innsta hring mógúlsins hefðu hvatt hana til þess að bjóða sig fram undanfarna mánuði og að Winfrey hafi ekki gert upp hug sinn. Talsmaður Winfrey svaraði ekki bón miðilsins um viðbrögð en vinirnir tveir fullyrtu að hún íhugaði nú alvarlega að taka slaginn og bjóða sig fram gegn Donald Trump, sitjandi forseta. Orð Winfrey er varða mögulegt forsetaframboð í gegnum tíðina eru misvísandi. Í júní sagði hún við Hollywood Reporter: „Ég fer aldrei í framboð. Það er nokkuð öruggt.“ Hún hefur einnig gefið hið gagnstæða til kynna. Í september tísti hún til að mynda hlekk á skoðanadálk í New York Post sem bar fyrirsögnina „Besta von Demókrata árið 2020: Oprah“ og skrifaði: „Þakka þér kærlega fyrir stuðninginn!“ Í viðtali við Bloomberg TV í mars sagðist hún aldrei alvarlega hafa íhugað forsetaframboð. Þegar blaðamaður benti henni á að Trump forseti hefði ekki haft neina reynslu af stjórnmálum sjálfur áður en hann fór í framboð svaraði Winfrey: „Eitt sinn hugsaði ég „ó, ég hef enga reynslu. Ég veit ekki nóg“, nú hugsa ég bara „Ó“.“ LA Times tók Stedman Graham, kærasta Winfrey til tæplega þrjátíu ára, tali í gær og spurði út í mögulegt forsetaframboð. „Það er undir fólkinu komið. Hún myndi án nokkurs vafa taka slaginn,“ sagði Graham. Kysi Winfrey að fara í framboð gegn Trump ætti hún ágætis möguleika, ef marka má skoðanakönnun Public Policy Polling frá því í mars. Þar mældist Winfrey með 47 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Trumps en vinsældir hans hafa dalað síðan.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira