Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. janúar 2018 22:08 Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám og senda ung börn ekki ein í skólann. Vísir/Vilhelm Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun vegna mikils hvassveðurs. Búist er við suðaustan átt 18-25 m/s í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins í fyrramálið þegar fólk er að leggja af stað í skóla og vinnu. Einnig verður mjög hvasst á leiðum til borgarinnar, til dæmis á Kjalarnesi, Hellisheiði og á Reykjanesbraut. Hvassast verður á Kjalarnesi undir morgun og geta hviður náð 38 m/s. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið frá sér tilkynningu vegna veðursins. Þar segir að skólar verði opnir en að mikilvægt sé að foreldrar gæti þess að börn yngri en 12 ára fari ekki ein í skóla, sérstaklega í efri byggðum og þar sem börn þurfi að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla. Gul viðvörun er víðs vegar annars staðar á landinu, á Suðurlandi, við Faxaflóa og Breiðafjörð, á Vestfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu. Búast má við talsverðri eða mikilli rigningu suðaustanlands á morgun og slæmu ferðaveðri og hálku á vegum. Einkum er búist við snörpum hviðum undir morgun á Reykjanesi, undir Eyjafjöllum og við fjöll við sunnanverðan Faxaflóa.Veðurhorfur á landinu Gengur í suðaustan 15-25 m/s, fyrst SV-lands seint í kvöld og nótt með rigningu, hvassast við fjöll, en hægara NA-til. Talsverð eða mikil rigning SA-lands á morgun, en lengst af úrkomulítið nyrðra. Suðaustan 8-13 og skúrir eða slydduél SV-til síðdegis, en áfram hvassviðri og rigning eystra. Hiti víða 2 til 7 stig að deginum.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum N- og A-lands, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir eða él. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag: Vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s undir kvöld með talsverðri rigningu víða á landinu, en lengst af þurrt á N-landi. Hlýnar í veðri.Á föstudag: Suðaustanhvassviðri eða -stormur og talsverð eða mikil rigning á S-verðu landinu, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig.Á laugardag: Útlit fyrir hvassa sunnan- og suðvestátt með skúra- eða éljahryðjum, en úrhellisrigningu um kvöldið. Úrkomuminna NA-til á landinu. Hiti 0 til 5 stig.Á sunnudag: Líklega áfram sunnanhvassviðri með rigningu eða slyddu A-til, en skúrum eða éljum fyrir vestan og kólnandi veður.Á mánudag: Sennilega suðaustlæg eða breytileg átt með skúrum eða éljum víða um land. Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sjá meira
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun vegna mikils hvassveðurs. Búist er við suðaustan átt 18-25 m/s í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins í fyrramálið þegar fólk er að leggja af stað í skóla og vinnu. Einnig verður mjög hvasst á leiðum til borgarinnar, til dæmis á Kjalarnesi, Hellisheiði og á Reykjanesbraut. Hvassast verður á Kjalarnesi undir morgun og geta hviður náð 38 m/s. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið frá sér tilkynningu vegna veðursins. Þar segir að skólar verði opnir en að mikilvægt sé að foreldrar gæti þess að börn yngri en 12 ára fari ekki ein í skóla, sérstaklega í efri byggðum og þar sem börn þurfi að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla. Gul viðvörun er víðs vegar annars staðar á landinu, á Suðurlandi, við Faxaflóa og Breiðafjörð, á Vestfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu. Búast má við talsverðri eða mikilli rigningu suðaustanlands á morgun og slæmu ferðaveðri og hálku á vegum. Einkum er búist við snörpum hviðum undir morgun á Reykjanesi, undir Eyjafjöllum og við fjöll við sunnanverðan Faxaflóa.Veðurhorfur á landinu Gengur í suðaustan 15-25 m/s, fyrst SV-lands seint í kvöld og nótt með rigningu, hvassast við fjöll, en hægara NA-til. Talsverð eða mikil rigning SA-lands á morgun, en lengst af úrkomulítið nyrðra. Suðaustan 8-13 og skúrir eða slydduél SV-til síðdegis, en áfram hvassviðri og rigning eystra. Hiti víða 2 til 7 stig að deginum.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum N- og A-lands, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir eða él. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag: Vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s undir kvöld með talsverðri rigningu víða á landinu, en lengst af þurrt á N-landi. Hlýnar í veðri.Á föstudag: Suðaustanhvassviðri eða -stormur og talsverð eða mikil rigning á S-verðu landinu, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig.Á laugardag: Útlit fyrir hvassa sunnan- og suðvestátt með skúra- eða éljahryðjum, en úrhellisrigningu um kvöldið. Úrkomuminna NA-til á landinu. Hiti 0 til 5 stig.Á sunnudag: Líklega áfram sunnanhvassviðri með rigningu eða slyddu A-til, en skúrum eða éljum fyrir vestan og kólnandi veður.Á mánudag: Sennilega suðaustlæg eða breytileg átt með skúrum eða éljum víða um land.
Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sjá meira