Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Hörður Ægisson skrifar 9. janúar 2018 12:19 Björgvin Skúli var áður framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjuna. Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Jóhannes Ingi Kolbeinsson, einn af stofnendum Kortaþjónustunnar og framkvæmdastjóri færsluhirðingarfyrirtækisins um árabil, hefur samhliða þessum breytingum látið af störfum hjá félaginu. Björgvin Skúli starfaði hjá Landsvirkjunum á árunum 2013 til 2017 en þangað fór hann eftir að hafa verið framkvæmdastjóri hjá Deutsche Bank í London. Þar áður vann hann hjá bandaríska fjárfestingabankanum Lehman Brothers um þriggja ára skeið og síðar hjá slitastjórn sama fyrirtækis. Tveir mánuðir eru síðan fjárfestingabankinn Kvika og hópur einkafjárfesta, meðal annars hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, stórir hluthafar í Kviku og VÍS, bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og Sigurður Bollason keyptu Kortaþjónustuna á aðeins eina krónu. Samtímis kaupunum, eins og upplýst var um í Markaðnum í nóvember í fyrra, lagði fjárfestahópurinn félaginu til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé en Kortaþjónustan stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch í byrjun október. Kortaþjónustan var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Jóhannes Ingi Kolbeinsson var einn af stofnendum Kortaþjónustunnar og framkvæmdastjóri fyrirtækisins um árabil.Vísir/Arnþór BirkissonÁfallið sem Kortaþjónustan varð fyrir við gjaldþrot Monarch kom á sama tíma og eigendur þess voru langt komnir í viðræðum um sölu á fyrirtækinu til ástralsks fjárfestingasjóðs fyrir um 80 milljónir evra, jafnvirði um tíu milljarða króna. Búið var að ljúka áreiðanleikakönnun vegna fyrirhugaðrar sölu á félaginu. Ekkert varð hins vegar af kaupum sjóðsins þegar ljóst varð að Kortaþjónustan yrði fyrir miklu fjárhagstjóni þegar breska flugfélagið óskaði eftir greiðslustöðvun. Kortaþjónustan hafði tekið á sig áhættu með viðskiptunum við Monarch vegna fjármuna sem viðskiptavinir flugfélagsins höfðu greitt fyrir flugferðir sem það gat síðar ekki staðið við. Var fyrirtækið í þeim tilfellum í ábyrgð fyrir greiðslum sem höfðu farið beint til Monarch við kaup á farmiðum. Jóhannes Ingi og eiginkona hans, Andrea Kristín Jónsdóttir, voru áður stærstu hluthafar Kortaþjónustunnar en auk þess átti Gunnar M. Gunnarsson, forstöðumaður hugbúnarðarsviðs, hlut í félaginu. Ráðningar Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Jóhannes Ingi Kolbeinsson, einn af stofnendum Kortaþjónustunnar og framkvæmdastjóri færsluhirðingarfyrirtækisins um árabil, hefur samhliða þessum breytingum látið af störfum hjá félaginu. Björgvin Skúli starfaði hjá Landsvirkjunum á árunum 2013 til 2017 en þangað fór hann eftir að hafa verið framkvæmdastjóri hjá Deutsche Bank í London. Þar áður vann hann hjá bandaríska fjárfestingabankanum Lehman Brothers um þriggja ára skeið og síðar hjá slitastjórn sama fyrirtækis. Tveir mánuðir eru síðan fjárfestingabankinn Kvika og hópur einkafjárfesta, meðal annars hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, stórir hluthafar í Kviku og VÍS, bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og Sigurður Bollason keyptu Kortaþjónustuna á aðeins eina krónu. Samtímis kaupunum, eins og upplýst var um í Markaðnum í nóvember í fyrra, lagði fjárfestahópurinn félaginu til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé en Kortaþjónustan stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch í byrjun október. Kortaþjónustan var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Jóhannes Ingi Kolbeinsson var einn af stofnendum Kortaþjónustunnar og framkvæmdastjóri fyrirtækisins um árabil.Vísir/Arnþór BirkissonÁfallið sem Kortaþjónustan varð fyrir við gjaldþrot Monarch kom á sama tíma og eigendur þess voru langt komnir í viðræðum um sölu á fyrirtækinu til ástralsks fjárfestingasjóðs fyrir um 80 milljónir evra, jafnvirði um tíu milljarða króna. Búið var að ljúka áreiðanleikakönnun vegna fyrirhugaðrar sölu á félaginu. Ekkert varð hins vegar af kaupum sjóðsins þegar ljóst varð að Kortaþjónustan yrði fyrir miklu fjárhagstjóni þegar breska flugfélagið óskaði eftir greiðslustöðvun. Kortaþjónustan hafði tekið á sig áhættu með viðskiptunum við Monarch vegna fjármuna sem viðskiptavinir flugfélagsins höfðu greitt fyrir flugferðir sem það gat síðar ekki staðið við. Var fyrirtækið í þeim tilfellum í ábyrgð fyrir greiðslum sem höfðu farið beint til Monarch við kaup á farmiðum. Jóhannes Ingi og eiginkona hans, Andrea Kristín Jónsdóttir, voru áður stærstu hluthafar Kortaþjónustunnar en auk þess átti Gunnar M. Gunnarsson, forstöðumaður hugbúnarðarsviðs, hlut í félaginu.
Ráðningar Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira