Hillir undir bryggjuhverfi á lóð Björgunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2018 14:30 Gert er ráð fyrir að hverfið muni líta nokkurn veginn svona út. Mynd/Arkís, Verkís og Landslag Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir svokallað Bryggjuhverfi vestur á athafnasvæði Björgunar í Sævarhöfða. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði að hámarki 833. Fyrirhugað deiliskipulag er fyrsti áfanginn í uppbyggingu Elliðaárvogs og Ártúnshöfða en samkvæmt rammaskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að íbúðir á svæðinu gætu orðið á bilinu 5.100-5.600. Svæðinu er skipt upp í nokkra hluta og verður deiliskipulag unnið fyrir hvern hluta fyrir sig. Það svæði sem hér er fjallað um er við mynni Grafarvogs og austan við ósa Elliðaáa. Stærstu hluti svæðisins er nú athafnasvæði Björgunar en árið 2016 undirrituðu borgaryfirvöld og Björgun ehf. samning þess efnis að fyrirtækið verði með starfsemi á svæðinu til loka maí 2019.Svæðið sem mun nýtast undir hið nýja BryggjuhverfiMeginuppbygging Bryggjuhverfisins mun því vera á lóð Björgunar og gert er ráð fyrir að flest mannvirki á svæðinu víki samhliða uppbyggingu. Þó er gert ráð fyrir að steinsteyptir birgðageymar eða síló sem standa við Sævarhöfða 31 og tengdar byggingar geti staðið áfram og fengið ný hlutverk tengt atvinnu- eða menningarstarfsemi.Hverfið mun tengjast því Bryggjuhverfi sem fyrir er í Grafarvogi en í deiliskipulagstillögunni er tekið fram að það hverfi hafi liðið fyrir það að hlé varð á uppbyggingu þess þar sem það sé einangrað frá nágrannahverfum. Með hinu nýja Bryggjuhverfi sem og frekari uppbyggingu hins nýja hverfis standa vonir til að hægt verði að tengja eldra Bryggjuhverfið við hið nýja.Svona er hið nýja Elliðaárvogs/Ártúnshöfðahverfið hugsað. Svæðið sem hér er fjallað um er afmarkað með bláum línum.Mynd/Arkís,Verkís og LandslagÞá er gert ráð fyrir að svonefnt Bryggjutorg verði helsti samkomustaður hverfisins, en umhverfis torgið er gert ráð fyrir að blöndun verslunar, þjónustu,skóla og íbúðarhúsnæðis skapi vettvang mannlífs og menningar innan hverfisins. Í tillögunni er einnig lögð áhersla á það að almenningur eigi aðgengi að sjónum þar sem möguleiki verði á að fara í manngerða fjöru auk þess sem að gert er ráð fyrir þrepstöllum við síki til að setjast á auk þess sem þar gefst kostur á að upplifa sjávarföll og flæði yfirborðsvatns út í sjó, en síkin stallast niður frá Bryggjutorgi í átt að sjó. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki innan tíu ára frá gildistöku deiliskipulagsins sem er nú í kynningu. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geta sent inn ábendingar og athugasemdir við tillöguna en upplýsingar um hvernig megi gera það má nálgast hér auk þess sem þar er hægt að kynna sér tillöguna sjálfa.Loftmynd af athafnasvæði Björgunar. Fyrirhugaðar lóðir á svæðinu eru afmarkarkað með rauðu. Skipulag Tengdar fréttir Svona á Elliðaárvogs- og Ártúnshöfðasvæðið að líta út Tillaga Arkís, Landslags og Verkís um rammaskipulag Elliðaársvogs og Ártúnshöfða var valin til verðlauna eftir hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar. 23. júní 2015 10:16 Nýtt hverfi rís á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert en fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 til 5.600. 21. febrúar 2017 13:50 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir svokallað Bryggjuhverfi vestur á athafnasvæði Björgunar í Sævarhöfða. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði að hámarki 833. Fyrirhugað deiliskipulag er fyrsti áfanginn í uppbyggingu Elliðaárvogs og Ártúnshöfða en samkvæmt rammaskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að íbúðir á svæðinu gætu orðið á bilinu 5.100-5.600. Svæðinu er skipt upp í nokkra hluta og verður deiliskipulag unnið fyrir hvern hluta fyrir sig. Það svæði sem hér er fjallað um er við mynni Grafarvogs og austan við ósa Elliðaáa. Stærstu hluti svæðisins er nú athafnasvæði Björgunar en árið 2016 undirrituðu borgaryfirvöld og Björgun ehf. samning þess efnis að fyrirtækið verði með starfsemi á svæðinu til loka maí 2019.Svæðið sem mun nýtast undir hið nýja BryggjuhverfiMeginuppbygging Bryggjuhverfisins mun því vera á lóð Björgunar og gert er ráð fyrir að flest mannvirki á svæðinu víki samhliða uppbyggingu. Þó er gert ráð fyrir að steinsteyptir birgðageymar eða síló sem standa við Sævarhöfða 31 og tengdar byggingar geti staðið áfram og fengið ný hlutverk tengt atvinnu- eða menningarstarfsemi.Hverfið mun tengjast því Bryggjuhverfi sem fyrir er í Grafarvogi en í deiliskipulagstillögunni er tekið fram að það hverfi hafi liðið fyrir það að hlé varð á uppbyggingu þess þar sem það sé einangrað frá nágrannahverfum. Með hinu nýja Bryggjuhverfi sem og frekari uppbyggingu hins nýja hverfis standa vonir til að hægt verði að tengja eldra Bryggjuhverfið við hið nýja.Svona er hið nýja Elliðaárvogs/Ártúnshöfðahverfið hugsað. Svæðið sem hér er fjallað um er afmarkað með bláum línum.Mynd/Arkís,Verkís og LandslagÞá er gert ráð fyrir að svonefnt Bryggjutorg verði helsti samkomustaður hverfisins, en umhverfis torgið er gert ráð fyrir að blöndun verslunar, þjónustu,skóla og íbúðarhúsnæðis skapi vettvang mannlífs og menningar innan hverfisins. Í tillögunni er einnig lögð áhersla á það að almenningur eigi aðgengi að sjónum þar sem möguleiki verði á að fara í manngerða fjöru auk þess sem að gert er ráð fyrir þrepstöllum við síki til að setjast á auk þess sem þar gefst kostur á að upplifa sjávarföll og flæði yfirborðsvatns út í sjó, en síkin stallast niður frá Bryggjutorgi í átt að sjó. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki innan tíu ára frá gildistöku deiliskipulagsins sem er nú í kynningu. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geta sent inn ábendingar og athugasemdir við tillöguna en upplýsingar um hvernig megi gera það má nálgast hér auk þess sem þar er hægt að kynna sér tillöguna sjálfa.Loftmynd af athafnasvæði Björgunar. Fyrirhugaðar lóðir á svæðinu eru afmarkarkað með rauðu.
Skipulag Tengdar fréttir Svona á Elliðaárvogs- og Ártúnshöfðasvæðið að líta út Tillaga Arkís, Landslags og Verkís um rammaskipulag Elliðaársvogs og Ártúnshöfða var valin til verðlauna eftir hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar. 23. júní 2015 10:16 Nýtt hverfi rís á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert en fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 til 5.600. 21. febrúar 2017 13:50 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Svona á Elliðaárvogs- og Ártúnshöfðasvæðið að líta út Tillaga Arkís, Landslags og Verkís um rammaskipulag Elliðaársvogs og Ártúnshöfða var valin til verðlauna eftir hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar. 23. júní 2015 10:16
Nýtt hverfi rís á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert en fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 til 5.600. 21. febrúar 2017 13:50
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00