Forseti Alþingis hittir forseta Kína á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 9. janúar 2018 19:30 Þingforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna eru nú í heimsókn í Kína og hitta forseta landsins á morgun. Forseti Alþingis segir eðlilegt að Íslendingar haldi uppi góðum samskiptum við Kína sem á næstu árum muni búa yfir stærsta hagkerfi heims. Það þýði þó ekki að menn þurfi að vera sammála öllu sem Kínverjar geri. Þingforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna eru nú í heimsókn í Kína og hitta forseta landsins á morgun. Heimsókin hófst í gær og stendur fram á laugardag en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þjóðirnar áður hafa staðið að sameiginlegum heimsóknum meðal annars til Georgíu og Washington. Hópurinn hafi fengið höfðinglegar móttökur og til standi að hann hitti Xi Jinping forseta Kína á morgun. Kína er vaxandi stórveldi en stjórnarfarið mjög ólíkt því sem er í lýðræðisríkjum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. „Öll þessi lönd eru í stjórnmálasambandi við Kína og hafa verið um áratuga skeið, þar á meðal við. Auðvitað ræða menn málin í hreinskilni og eru ekki alltaf sammála. En það breytir ekki því að menn viðhalda og eru í pólitískum og diplomatískum tengslum. Kína er auðvitað sífellt mikilvægari leikari á þessu stóra sviði og ekki hvað síst núna til dæmis í loftlagsmálunum þegar Bandaríkjamenn eru að draga sig út úr því,“ sagði Steingrímur í símaviðtali frá Beijing í dag.Kínverjar tilbúnir að stíga inn Steingrímur segir Kínverja vera að taka fram úr öðrum löndum á ýmsum sviðum. Efnahagskerfi Kína verði væntanlega orðið stærsta hagkerfi heims í kringum árið 2025. „Þannig að ég held nú að menn hljóti að verða að hafa í huga að það skiptir miklu máli að vera í eins góðu sambandi og hægt er við þetta rísandi stórveldi,“ sagði Steingrímur. Það þýði hins vegar ekki að menn verði að vera sammála öllu sem Kínverjar geri og því sé hægt að koma á framfæri á réttan hátt. Nú þegar stjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta sé að draga sig út úr ýmsu alþjóðlegu samstarfi vaxi áhrif Kína á alþjóðavettvangi meðal annars í loftlagsmálum. „Og reyndar á mörgum öðrum sviðum er Kína að fylla í skarðið sem einangrunarstefna og undarlegheit Bandaríkjaforseta er að skapa í heiminum. Kínverjar eru alveg tilbúnir að stíga inn þar sem Bandaríkjamenn hverfa á brott,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Forseti Alþingis segir eðlilegt að Íslendingar haldi uppi góðum samskiptum við Kína sem á næstu árum muni búa yfir stærsta hagkerfi heims. Það þýði þó ekki að menn þurfi að vera sammála öllu sem Kínverjar geri. Þingforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna eru nú í heimsókn í Kína og hitta forseta landsins á morgun. Heimsókin hófst í gær og stendur fram á laugardag en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þjóðirnar áður hafa staðið að sameiginlegum heimsóknum meðal annars til Georgíu og Washington. Hópurinn hafi fengið höfðinglegar móttökur og til standi að hann hitti Xi Jinping forseta Kína á morgun. Kína er vaxandi stórveldi en stjórnarfarið mjög ólíkt því sem er í lýðræðisríkjum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. „Öll þessi lönd eru í stjórnmálasambandi við Kína og hafa verið um áratuga skeið, þar á meðal við. Auðvitað ræða menn málin í hreinskilni og eru ekki alltaf sammála. En það breytir ekki því að menn viðhalda og eru í pólitískum og diplomatískum tengslum. Kína er auðvitað sífellt mikilvægari leikari á þessu stóra sviði og ekki hvað síst núna til dæmis í loftlagsmálunum þegar Bandaríkjamenn eru að draga sig út úr því,“ sagði Steingrímur í símaviðtali frá Beijing í dag.Kínverjar tilbúnir að stíga inn Steingrímur segir Kínverja vera að taka fram úr öðrum löndum á ýmsum sviðum. Efnahagskerfi Kína verði væntanlega orðið stærsta hagkerfi heims í kringum árið 2025. „Þannig að ég held nú að menn hljóti að verða að hafa í huga að það skiptir miklu máli að vera í eins góðu sambandi og hægt er við þetta rísandi stórveldi,“ sagði Steingrímur. Það þýði hins vegar ekki að menn verði að vera sammála öllu sem Kínverjar geri og því sé hægt að koma á framfæri á réttan hátt. Nú þegar stjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta sé að draga sig út úr ýmsu alþjóðlegu samstarfi vaxi áhrif Kína á alþjóðavettvangi meðal annars í loftlagsmálum. „Og reyndar á mörgum öðrum sviðum er Kína að fylla í skarðið sem einangrunarstefna og undarlegheit Bandaríkjaforseta er að skapa í heiminum. Kínverjar eru alveg tilbúnir að stíga inn þar sem Bandaríkjamenn hverfa á brott,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira