Stalker og Spice Girls Magnús Guðmundsson skrifar 30. desember 2017 14:00 Úr Stalker eftir Andrei Tarkovsky. Nýárssýning Svartra sunnudaga í Bíói Paradís er ekki af lakari endanum en á nýársdag klukkan 20 verður sýnt stórvirkið Stalker úr smiðju leikstjórans Andreis Tarkovsky. Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri í Bíói Paradís, segir að sýningin sé hluti af því að Svartir sunnudagar hafi ákveðið að heiðra fjóra leikstjóra á svokölluðum Meistaravetri og að Tarkovsky sé einn af þeim. „Við vorum reyndar búin að sýna þessa mynd einu sinni áður en það vissu svo fáir af því að það hefur mikið verið kallað eftir þessari sýningu. Svekkelsi þeirra sem misstu af þessu var mikið ekki síst vegna þess að þetta er svo rosalega mikil hvítatjaldsupplifun. Við vorum líka svo heppin að fá bæði leyfi og einstaklega gott sýningareintak þannig að þetta verður sýning í allra bestu mögulegu gæðum.“Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri í Bíói Paradís.Þeir sem standa að Svörtum sunnudögum í Bíói Paradís eru þeir Sjón, Sigurjón Kjartansson og Hugleikur Dagsson og Ása segir að þessi nefnd sé mikið einvalalið sem geri miklar kröfur til mynda enda hafi aðsóknin að sýningunum þeirra verið góð. „Þeir lögðu líka áherslu á að Stalker væri tilvalin mynd til þess að byrja sýningarárið. Það er svo auðvitað ekki annað hægt en að fara eftir því sem þessar kanónur segja því þetta er líkast til ein flottasta ef ekki allra flottasta nefnd á landinu.“ Stalker segir frá manni sem býr yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum og fylgir tveimur mönnum í gegnum svæði þar sem er að finna herbergi sem uppfyllir óskir manna. Þessi mynd er einstakt heimspekilegt ferðalag um hugarheim mannsins og þarna er tekist á við svo ótrúlega margt í tilvist okkar sem á ekki síður erindi í dag en þegar myndin var frumsýnd árið 1979.“ En það er líka fjölmargt fleira skemmtilegt á leiðinni í Bíó Paradís og þar á meðal eru verstu myndir sem gerðar hafa verið. Ása hlær við þessu og segir ástæðuna vera þá að Hugleikur Dagsson hafi ekki fengið að sýna lélegar myndir á Svörtum sunnudögum og hann hafi því ákveðið að búa til sitt eigið hliðarverkefni. „Hann ætlaði að vera með ömurlegan október en það gekk ekki því Sigurjónarnir tóku það ekki í mál. Þá stofnaði hann það sem hann kallar Prump í Paradís og þar sýnir hann bestu verstu myndirnar og fær til sín gesti. Á nýju ári verður hann þar með hverja hörmungina á fætur annarri og til að mynda bíða eflaust margir eftir Spice Girls-myndinni svo dæmi sé tekið.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. desember. Menning Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Nýárssýning Svartra sunnudaga í Bíói Paradís er ekki af lakari endanum en á nýársdag klukkan 20 verður sýnt stórvirkið Stalker úr smiðju leikstjórans Andreis Tarkovsky. Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri í Bíói Paradís, segir að sýningin sé hluti af því að Svartir sunnudagar hafi ákveðið að heiðra fjóra leikstjóra á svokölluðum Meistaravetri og að Tarkovsky sé einn af þeim. „Við vorum reyndar búin að sýna þessa mynd einu sinni áður en það vissu svo fáir af því að það hefur mikið verið kallað eftir þessari sýningu. Svekkelsi þeirra sem misstu af þessu var mikið ekki síst vegna þess að þetta er svo rosalega mikil hvítatjaldsupplifun. Við vorum líka svo heppin að fá bæði leyfi og einstaklega gott sýningareintak þannig að þetta verður sýning í allra bestu mögulegu gæðum.“Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri í Bíói Paradís.Þeir sem standa að Svörtum sunnudögum í Bíói Paradís eru þeir Sjón, Sigurjón Kjartansson og Hugleikur Dagsson og Ása segir að þessi nefnd sé mikið einvalalið sem geri miklar kröfur til mynda enda hafi aðsóknin að sýningunum þeirra verið góð. „Þeir lögðu líka áherslu á að Stalker væri tilvalin mynd til þess að byrja sýningarárið. Það er svo auðvitað ekki annað hægt en að fara eftir því sem þessar kanónur segja því þetta er líkast til ein flottasta ef ekki allra flottasta nefnd á landinu.“ Stalker segir frá manni sem býr yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum og fylgir tveimur mönnum í gegnum svæði þar sem er að finna herbergi sem uppfyllir óskir manna. Þessi mynd er einstakt heimspekilegt ferðalag um hugarheim mannsins og þarna er tekist á við svo ótrúlega margt í tilvist okkar sem á ekki síður erindi í dag en þegar myndin var frumsýnd árið 1979.“ En það er líka fjölmargt fleira skemmtilegt á leiðinni í Bíó Paradís og þar á meðal eru verstu myndir sem gerðar hafa verið. Ása hlær við þessu og segir ástæðuna vera þá að Hugleikur Dagsson hafi ekki fengið að sýna lélegar myndir á Svörtum sunnudögum og hann hafi því ákveðið að búa til sitt eigið hliðarverkefni. „Hann ætlaði að vera með ömurlegan október en það gekk ekki því Sigurjónarnir tóku það ekki í mál. Þá stofnaði hann það sem hann kallar Prump í Paradís og þar sýnir hann bestu verstu myndirnar og fær til sín gesti. Á nýju ári verður hann þar með hverja hörmungina á fætur annarri og til að mynda bíða eflaust margir eftir Spice Girls-myndinni svo dæmi sé tekið.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. desember.
Menning Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira