Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Hörður Ægisson skrifar 20. desember 2017 07:45 Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift. Fyrirtækið The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga, er langt komið í viðræðum við áhugasama fjárfesta í Bandaríkjunum um sölu á öllu fyrirtækinu fyrir tæplega 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna og er það með um tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins, sem þekkja vel til söluferlisins sem er leitt af fjárfestingabankanum JP Morgan, hafa staðið yfir viðræður við að minnsta kosti tvö umsvifamikil fyrirtæki í mjólkuriðnaðinum vestanhafs. Talið er að velta The Icelandic Milk and Skyr Corporation aukist um liðlega 50 prósent á næsta ári og verði þá samtals um 200 milljónir dala, jafnvirði 21 milljarðs króna. Fram hefur komið að fyrirtækið sé að 75 prósent hluta í eigu Sigurðar og ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur eignarhlutur Sigurðar um 25 prósentum en aðrir Íslendingar sem eiga umtalsverðan hlut í fyrirtækinu eru meðal annars feðgarnir Ingimundur Sveinsson arkitekt og Sveinn Ingimundarson. Þá á svissneski mjólkurframleiðandinn Emni Group um fjórðungshlut sem félagið eignaðist í árslok 2013.Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Í viðtali í janúar 2014 lýsti Sigurður því hvernig fyrirtækið hefði vaxið og dafnað út frá uppskrift að skyri frá árinu 1963 sem móðir hans sendi honum í faxi frá Íslandi. Áður en skyrframleiðslan hófst starfaði hann við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte á Wall Street en sagði upp þegar skyráhuginn kviknaði. The Icelandic Milk and Skyr Corporation selur í dag um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnuog mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar. Ekki náðist í Sigurð við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Landbúnaður Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fyrirtækið The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga, er langt komið í viðræðum við áhugasama fjárfesta í Bandaríkjunum um sölu á öllu fyrirtækinu fyrir tæplega 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna og er það með um tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins, sem þekkja vel til söluferlisins sem er leitt af fjárfestingabankanum JP Morgan, hafa staðið yfir viðræður við að minnsta kosti tvö umsvifamikil fyrirtæki í mjólkuriðnaðinum vestanhafs. Talið er að velta The Icelandic Milk and Skyr Corporation aukist um liðlega 50 prósent á næsta ári og verði þá samtals um 200 milljónir dala, jafnvirði 21 milljarðs króna. Fram hefur komið að fyrirtækið sé að 75 prósent hluta í eigu Sigurðar og ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur eignarhlutur Sigurðar um 25 prósentum en aðrir Íslendingar sem eiga umtalsverðan hlut í fyrirtækinu eru meðal annars feðgarnir Ingimundur Sveinsson arkitekt og Sveinn Ingimundarson. Þá á svissneski mjólkurframleiðandinn Emni Group um fjórðungshlut sem félagið eignaðist í árslok 2013.Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Í viðtali í janúar 2014 lýsti Sigurður því hvernig fyrirtækið hefði vaxið og dafnað út frá uppskrift að skyri frá árinu 1963 sem móðir hans sendi honum í faxi frá Íslandi. Áður en skyrframleiðslan hófst starfaði hann við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte á Wall Street en sagði upp þegar skyráhuginn kviknaði. The Icelandic Milk and Skyr Corporation selur í dag um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnuog mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar. Ekki náðist í Sigurð við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Landbúnaður Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira