Bayern Munich komst í undanúrslit DFB Pokal bikarkeppninnar í Þýskalandi í kvöld með sigri á Borussia Dortmund í stórleik 8-liða úrslitanna.
Jerome Boateng kom heimamönnum í Bayern yfir strax á 12. mínútu leiksins og Thomas Muller tvöfaldaði forystuna fyrir leikhléið.
Það var því á brattann að sækja fyrir Dortmund, en gestirnir gáfust ekki upp og Andriy Yarmolenko minnkaði muninn á 77. mínútu.
Lengra komst Dortmund þó ekki og Bayern fer í undanúrslit þar sem þeir geta meðal annars mætt Aroni Jóhannssyni og félögum í Werder Bremen.
