Tenniskonan Venus Williams verður ekki ákærð fyrir hennar þátt í bílslysi þar sem 78 ára gamall maður lét lífið.
Fjölskylda konunnar vildi fara í mál við Williams en myndbandsupptökur af vettvangi sýndu að Williams var að aka á löglegum hraða og slysið var ekki henni að kenna. Þar af leiðandi verður tenniskonan ekki sótt til saka.
Hinn látni hét Jerome Barson en hann var farþegi í bíl með eiginkonu sinni. Hann lést þrettán dögum eftir áreksturinn.
Þetta mál hefur líklega legið þungt á Williams en hún getur nú lagt það til hliðar og haldið áfram með sitt líf.

