Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. desember 2017 15:10 Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti að Apple hægi á símum svo að fólk neyðist til að kaupa nýjan. vísir/getty Tæknifyrirtækið Apple hefur nú staðfest grunsemdir margra að það hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. Uppgefin ástæða fyrirtækisins er sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum. Fréttaveita BBC greinir frá. Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti undanfarið að fyrirtækið afkastamikla hægi viljandi á eldri gerðum síma til þess að ýta undir kaup á nýrri gerð. Ástæðan leit loks dagsins ljós nú nýlega eftir að notandi spjallborðssíðunnar Reddit sýndi fram á að iPhone 6 Plus væri hraðari en iPhone 6S. Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. Þó svo að skýring sé á ákvörðun Apple að hægja á símum hafa þeir í framhaldinu verið gagnrýndir fyrir að upplýsa ekki viðskiptavini sína um við hverju megi búast þegar þeir fjárfesta í vörum fyrirtækisins. Apple Neytendur Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tæknifyrirtækið Apple hefur nú staðfest grunsemdir margra að það hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. Uppgefin ástæða fyrirtækisins er sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum. Fréttaveita BBC greinir frá. Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti undanfarið að fyrirtækið afkastamikla hægi viljandi á eldri gerðum síma til þess að ýta undir kaup á nýrri gerð. Ástæðan leit loks dagsins ljós nú nýlega eftir að notandi spjallborðssíðunnar Reddit sýndi fram á að iPhone 6 Plus væri hraðari en iPhone 6S. Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. Þó svo að skýring sé á ákvörðun Apple að hægja á símum hafa þeir í framhaldinu verið gagnrýndir fyrir að upplýsa ekki viðskiptavini sína um við hverju megi búast þegar þeir fjárfesta í vörum fyrirtækisins.
Apple Neytendur Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira