Ganga í minningu þeirra sem hafa tekið eigið líf: „Við viljum minna á vonina“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. desember 2017 16:00 Fjöldi fólks kom saman í Vetrarsólstöðugöngu Pieta fyrir ári síðan. Sirrý Arnardóttir framkvæmdastjóri Pieta Ísland segir mikilvægt að muna að það er von. Vísir/Egill Aðalsteinsson Samtökin Pieta Ísland standa í kvöld fyrir Vetrarsólstöðugöngu í minningu þeirra sem hafa tekið eigið líf. Þetta er í annað skipti sem þessi viðburður er haldinn hér á landi og er stefnt að því að hafa þetta árlegt. „Við vitum að það eru margir sem hafa misst ættingja í sjálfsvígi, sem eiga um sárt að binda,“ segir Sirrý Arnardóttir framkvæmdastjóri samtakanna. „Pieta samtökin ganga svo mikið út á forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir og við viljum minna á vonina. Fyrir þá sem eru í þessari miklu sorg, þá er alveg lífsnauðsynlegt að hugsa úr myrkrinu í ljósið. Að leita alltaf að voninni og sjá vonina.“Vitinn táknar vonina Vetrarsólstöðugangan var haldin í fyrsta skipti á síðasta ári og verður árlegur viðburður hér eftir, á þessum stysta degi ársins. Hugmyndina átti séra Bjarni Karlsson. Viðburðurinn byrjar þannig að fólk safnast saman í Klettagörðum 12 í húsi Kynnisferða en þar verður boðið upp á heitt súkkulaði og kleinur. Jón Ólafsson, Högni Egilsson ásamt fleirum munu flytja ljúfa tóna og fluttar verða stuttar hugleiðingar. Vonar Sirrý að þetta verði friðsæl stund, frá öllu jólaamstrinu og útréttingum. „Það kostar ekkert en það verða friðarkerti til sölu á staðnum. Það er rótarýklúbbur í Garðabæ sem gefur okkur kertin og selur þau á þúsund krónur og allt rennur til Pieta.“ Sirrý segir að fólki sé þó auðvitað velkomið að taka með sér sín eigin kerti í gönguna. Húsið opnar klukkan 19.30 en viðburðurinn hefst klukkan 20:00 og gangan sjálf byrjar 20:30. „Lögreglan ætlar að standa heiðursvörð og allir munu ganga með kerti í örfáar mínútur að þessum Skarfagarði að þessum vita. Vitinn er lýsandi fyrir þessa von, tákn um vonina, að það er ljós framundan. Ekki gefast upp því það er von framundan. Þar koma svo allir saman með kertin sín, ljósin.“Séra Bjarni Karlsson á hugmyndina að Vetrarsólstöðugöngunni. Vísir/StefánHundruð ljósa í myrkrinuSirrý segir að hafnarmálastjóri hafi gefið leyfi fyrir því að plexígler væri sett á vitann. Tússpennar eru fáanlegir á svæðinu og getur fólk skrifað minningar, nöfn, falleg orð eða það sem hvílir á því á þessum tíma. „Fólk vill kannski minnast einhvers eða þakka fyrir að fólki hafi verið bjargað. Þetta er látið standa á vitanum yfir hátíðirnar. Svo þegar fólk er búið að eiga þarna kyrrðarstund við vitann þá eru ljósin skilin eftir við vitann og þar fá þau að brenna út. Þetta verða kannski mörg hundruð ljós þarna í myrkrinu við vitann. Þetta er bara heilandi fyrir fólk. Þetta er friður og líka gleði því við megum aldrei missa sjónar á því að það er von.“ Embætti Landlæknis er ekki með tilbúnar tölur yfir fjölda sjálfsvíga á þessu ári en á síðasta ári tóku að minnsta kosti 40 einstaklingar hér á landi eigið líf. „Það er alltaf talað um 45 til 50 á ári. Það eru opinberar tölur, ef það er einhver smá vafi hvort þetta hafi verið sjálfsvíg eða annað, þá er hitt alltaf valið. Þannig að þetta eru fleiri en 45 til 50 á ári. Í ágúst eða september þá vorum við á fundum og þá var farið að segja við okkur að þetta ár myndi verða rosalegt ár,“ segir Sirrý og bendir á að einnig verði margir lamaðir og varanlega skaddaðir vegna misheppnaðra sjálfsvígstilrauna. Opna Pieta húsið á næsta ári PIETA Ísland eru samtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða en Sirrý segir að orðið Pieta þýði umhyggja. Samtökin munu opna fyrsta Pieta húsið á Baldursgötu 7 snemma á næsta ári til mæta þeirri miklu þörf í samfélaginu fyrir úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaða. „Málefnið varðar hverja einustu stórfjölskyldu og vinnustað í landinu. Líklegt er talið að um 5000 einstaklingar, eða fimmtán af hverjum eitt þúsund Íslendingum, íhugi sjálfsvíg árlega á Íslandi. Vert er að hafa í huga að 8000 einstaklingar glíma við alvarlegt þunglyndi og þar af 2000 með alvarlegar sjálfsvígshugsanir.“ Sirrý segir að styrkir einstaklinga og fyrirtækja hafi aðstoðað við að gera þetta verkefni að veruleika. Húsið er nú tilbúið og er unnið að því að innrétta það og ráða starfsfólk. „Almenna leigufélagið heillaðist að þessari hugmyndafræði okkar og ákvað að gera þetta að sínu samfélagsverkefni. Það er hægt að vera með viðtöl í fjórum herbergjum, litlum og stórum.“Byrja smátt Margar af stærstu húsgagnaverslunum landsins hafa svo styrkt verkefnið með að innrétta herbergi í íbúðinni. Pieta húsið er staðsett í íbúðarhverfi, þar verður fallegur og notalegur vettvangur þar sem allir í sjálfsvígsvanda eiga greiðan aðgang að ókeypis ráðgjöf innan 24 stunda frá því að haft er samband. Einnig verður boðið upp á þjónustu fyrir aðstandendur sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi. „Við viljum vinna þetta í góðri samvinnu við alla sem koma að svona málum. Þetta vinnst ekki nema við stöndum öll saman og við erum bara eitt púsl í viðbót inn í myndina. Allir ráðleggja okkur að byrja rólega svo við ætlum ekki að hafa fullan opnunartíma fyrst.“ Sirrý segir að samtökin hafi líka mikinn áhuga á að opna samskonar hús á landsbyggðinni síðar. Frekari upplýsingar um Vetrarsólstöðugönguna má finna HÉR. Tengdar fréttir Pieta Ísland hlýtur 24 milljón króna styrk frá Velferðarráðuneytinu Samtökin undirbúa nú opnun Pieta húss þar sem einstaklingar sem þurfa á aðstoð að halda og aðstandendur geta leitað aðstoðar, án endurgjalds. 25. október 2017 18:03 Fyrsta sjálfsvígsforvarnarhúsið opnar á Baldursötu 1. desember Forseti Íslands tilkynnti á Góðgerðardegi Kringlunnar fyrir Pieta Ísland að Pieta-húsið sem samtökin stefna að því að opna 1.desember verður á Baldursgötu 7 Í Reykjavík. 22. september 2017 15:27 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Samtökin Pieta Ísland standa í kvöld fyrir Vetrarsólstöðugöngu í minningu þeirra sem hafa tekið eigið líf. Þetta er í annað skipti sem þessi viðburður er haldinn hér á landi og er stefnt að því að hafa þetta árlegt. „Við vitum að það eru margir sem hafa misst ættingja í sjálfsvígi, sem eiga um sárt að binda,“ segir Sirrý Arnardóttir framkvæmdastjóri samtakanna. „Pieta samtökin ganga svo mikið út á forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir og við viljum minna á vonina. Fyrir þá sem eru í þessari miklu sorg, þá er alveg lífsnauðsynlegt að hugsa úr myrkrinu í ljósið. Að leita alltaf að voninni og sjá vonina.“Vitinn táknar vonina Vetrarsólstöðugangan var haldin í fyrsta skipti á síðasta ári og verður árlegur viðburður hér eftir, á þessum stysta degi ársins. Hugmyndina átti séra Bjarni Karlsson. Viðburðurinn byrjar þannig að fólk safnast saman í Klettagörðum 12 í húsi Kynnisferða en þar verður boðið upp á heitt súkkulaði og kleinur. Jón Ólafsson, Högni Egilsson ásamt fleirum munu flytja ljúfa tóna og fluttar verða stuttar hugleiðingar. Vonar Sirrý að þetta verði friðsæl stund, frá öllu jólaamstrinu og útréttingum. „Það kostar ekkert en það verða friðarkerti til sölu á staðnum. Það er rótarýklúbbur í Garðabæ sem gefur okkur kertin og selur þau á þúsund krónur og allt rennur til Pieta.“ Sirrý segir að fólki sé þó auðvitað velkomið að taka með sér sín eigin kerti í gönguna. Húsið opnar klukkan 19.30 en viðburðurinn hefst klukkan 20:00 og gangan sjálf byrjar 20:30. „Lögreglan ætlar að standa heiðursvörð og allir munu ganga með kerti í örfáar mínútur að þessum Skarfagarði að þessum vita. Vitinn er lýsandi fyrir þessa von, tákn um vonina, að það er ljós framundan. Ekki gefast upp því það er von framundan. Þar koma svo allir saman með kertin sín, ljósin.“Séra Bjarni Karlsson á hugmyndina að Vetrarsólstöðugöngunni. Vísir/StefánHundruð ljósa í myrkrinuSirrý segir að hafnarmálastjóri hafi gefið leyfi fyrir því að plexígler væri sett á vitann. Tússpennar eru fáanlegir á svæðinu og getur fólk skrifað minningar, nöfn, falleg orð eða það sem hvílir á því á þessum tíma. „Fólk vill kannski minnast einhvers eða þakka fyrir að fólki hafi verið bjargað. Þetta er látið standa á vitanum yfir hátíðirnar. Svo þegar fólk er búið að eiga þarna kyrrðarstund við vitann þá eru ljósin skilin eftir við vitann og þar fá þau að brenna út. Þetta verða kannski mörg hundruð ljós þarna í myrkrinu við vitann. Þetta er bara heilandi fyrir fólk. Þetta er friður og líka gleði því við megum aldrei missa sjónar á því að það er von.“ Embætti Landlæknis er ekki með tilbúnar tölur yfir fjölda sjálfsvíga á þessu ári en á síðasta ári tóku að minnsta kosti 40 einstaklingar hér á landi eigið líf. „Það er alltaf talað um 45 til 50 á ári. Það eru opinberar tölur, ef það er einhver smá vafi hvort þetta hafi verið sjálfsvíg eða annað, þá er hitt alltaf valið. Þannig að þetta eru fleiri en 45 til 50 á ári. Í ágúst eða september þá vorum við á fundum og þá var farið að segja við okkur að þetta ár myndi verða rosalegt ár,“ segir Sirrý og bendir á að einnig verði margir lamaðir og varanlega skaddaðir vegna misheppnaðra sjálfsvígstilrauna. Opna Pieta húsið á næsta ári PIETA Ísland eru samtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða en Sirrý segir að orðið Pieta þýði umhyggja. Samtökin munu opna fyrsta Pieta húsið á Baldursgötu 7 snemma á næsta ári til mæta þeirri miklu þörf í samfélaginu fyrir úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaða. „Málefnið varðar hverja einustu stórfjölskyldu og vinnustað í landinu. Líklegt er talið að um 5000 einstaklingar, eða fimmtán af hverjum eitt þúsund Íslendingum, íhugi sjálfsvíg árlega á Íslandi. Vert er að hafa í huga að 8000 einstaklingar glíma við alvarlegt þunglyndi og þar af 2000 með alvarlegar sjálfsvígshugsanir.“ Sirrý segir að styrkir einstaklinga og fyrirtækja hafi aðstoðað við að gera þetta verkefni að veruleika. Húsið er nú tilbúið og er unnið að því að innrétta það og ráða starfsfólk. „Almenna leigufélagið heillaðist að þessari hugmyndafræði okkar og ákvað að gera þetta að sínu samfélagsverkefni. Það er hægt að vera með viðtöl í fjórum herbergjum, litlum og stórum.“Byrja smátt Margar af stærstu húsgagnaverslunum landsins hafa svo styrkt verkefnið með að innrétta herbergi í íbúðinni. Pieta húsið er staðsett í íbúðarhverfi, þar verður fallegur og notalegur vettvangur þar sem allir í sjálfsvígsvanda eiga greiðan aðgang að ókeypis ráðgjöf innan 24 stunda frá því að haft er samband. Einnig verður boðið upp á þjónustu fyrir aðstandendur sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi. „Við viljum vinna þetta í góðri samvinnu við alla sem koma að svona málum. Þetta vinnst ekki nema við stöndum öll saman og við erum bara eitt púsl í viðbót inn í myndina. Allir ráðleggja okkur að byrja rólega svo við ætlum ekki að hafa fullan opnunartíma fyrst.“ Sirrý segir að samtökin hafi líka mikinn áhuga á að opna samskonar hús á landsbyggðinni síðar. Frekari upplýsingar um Vetrarsólstöðugönguna má finna HÉR.
Tengdar fréttir Pieta Ísland hlýtur 24 milljón króna styrk frá Velferðarráðuneytinu Samtökin undirbúa nú opnun Pieta húss þar sem einstaklingar sem þurfa á aðstoð að halda og aðstandendur geta leitað aðstoðar, án endurgjalds. 25. október 2017 18:03 Fyrsta sjálfsvígsforvarnarhúsið opnar á Baldursötu 1. desember Forseti Íslands tilkynnti á Góðgerðardegi Kringlunnar fyrir Pieta Ísland að Pieta-húsið sem samtökin stefna að því að opna 1.desember verður á Baldursgötu 7 Í Reykjavík. 22. september 2017 15:27 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Pieta Ísland hlýtur 24 milljón króna styrk frá Velferðarráðuneytinu Samtökin undirbúa nú opnun Pieta húss þar sem einstaklingar sem þurfa á aðstoð að halda og aðstandendur geta leitað aðstoðar, án endurgjalds. 25. október 2017 18:03
Fyrsta sjálfsvígsforvarnarhúsið opnar á Baldursötu 1. desember Forseti Íslands tilkynnti á Góðgerðardegi Kringlunnar fyrir Pieta Ísland að Pieta-húsið sem samtökin stefna að því að opna 1.desember verður á Baldursgötu 7 Í Reykjavík. 22. september 2017 15:27
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent