Kynvillingabragur Baggalúts var paródía og flipp Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2017 10:31 Baggalútur. Gamall paródíubragur sem við þá er kenndur hefur óvænt skotið upp kollinum í tengslum við umræðu um hatursorðræðu. „Ég vil ekki vita hvað vita hvað þú varst að gúggla þegar þú rambaðir á þetta,“ segir Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur með meiru og Jesúsar sig: „Almáttugur.“ Afar krassandi kveðskapur og söngur Baggalúts, Tíu kátir kynvillingar, hefur dúkkað upp í umræðuhópum vegna nýfallins Hæstaréttardóms en þar var dómi í héraði snúið. Tveir menn voru sakfelldir fyrir það sem kalla má hatursorðræðu. Í þriðja tilvikinu var sýknað. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur látið málið sig varða og hefur gagnrýnt dóminn harkalega sem og það lagaákvæði sem byggt er á: 233. gr. a í hegningarlögum – sem Helga Hrafni finnst fráleitt og stórhættulegt.Helgi Hrafn hefur gagnrýnt umræddan dóm harðlega og telur hann áfall fyrir tjáningarfrelsið.Dómurinn snýr að ummælum sem féllu í heitri umræðu um kynlífsfræðslu í Hafnarfirði sem snéri að kynlífi samkynhneigðra. Helgi Hrafn spyr hvort fólk sjái mun á þeim þremur ummælum sem undir eru. Sjálfur treystir hann sér ekki til þess: Ummæli 1: „Hlutlausa kynfræðslu á að veita í skólum en ALDREI réttlæta ónáttúrulega kynhegðan fyrir saklausum börnum og kalla það sem er óeðlilegt eðlilegt!!!“ Ummæli 2: „Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar A á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. A getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð.“ Ummæli 3: „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugu hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum.“Eldur Ísidór veltir því fyrir sér hvort hugsanlegt sé, í ljósi nýfallins hatursorðræðudóms, hvort Bragi Valdimar geti talist sekur jafnframt.Orðið kynvillingur er tabúÞað var Eldur Ísidór sem vakti athygli á þessu lagi Baggalúts sem finna má á YouTube, tengir við það í tveimur umræðuhópum á Facebook og veltir því fyrir sér hvort, í ljósi þessara dóma sem hann er mjög gagnrýninn á, hvort það megi þá ekki allt eins segja að þessi söngur stangist á við hegningarlög og megi túlkast sem hatursorðræða? Eldi Ísidór þykir það sjálfum fráleitt, en hann er ákafur talsmaður tjáningarfrelsisins, samkynhneigður sjálfur og segist sannarlega ekki vera móðgaður vegna söngsins. Hann segist velta þessu upp vegna þess að „maður er dæmdur fyrir að nota orðið kynvillingur. Ég efast um að hann hefði verið dæmdur hefði hann sagt að hann vilji ekki að hommar kenndu börnum hvernig þeir aðhafast í kynlífinu í skólunum,“ segir Eldur í samtali við Vísi og telur einsýnt að dómurinn grundvallist á því að orðið „kynvillingur“ sé tabú.Paródía í tengslum við umræðu um 10 litla negrastrákaBragi Valdimar er furðu lostinn sem fyrr segir. Og helst er á honum að skilja að hann vilji sem minnst af þessu vita. Eða, þannig. „Tilurðin var nú sú að þetta „kvæði“ var sett á Baggalút.is eftir að 10 litlir negrastrákar komu út. Pælingin var að gera eitthvað álíka absúrd fyrir daginn í dag,“ segir Bragi Valdimar og bætir því við að það hafi reyndar verið fyrir tíu árum nú.Bragi Valdimar veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið.Þannig er um paródíu að ræða og vangaveltur um það hvað má og ekki. Jafnvel hugleiðingar um hvort það gæti orkað tvímælis að setja mælistiku ríkjandi gildismats við liðna tíð. Og rífa úr samhengi. Niðurstaða slíkrar aðferðafræði hlýtur að vera brengluð? „Einmitt. Það var nú grunnpælingin með þessu.Þetta er náttúrulega glataður kveðskapur, sé hann ekki settur í neitt samhengi. En samhengið er semsagt við negrastrákana — og hvað má og hvað ekki. Og hvenær má eitthvað og hvenær ekki.“Flipp í stúdíóinuBragi Valdimar segir reyndar að lagið sé í sjálfu sér „ekkert Baggalútur“ þó það sé kynnt þannig til sögunnar á YouTube. „Þetta var eitthvað flipp í stúdíóinu. Við meginlútarnir vorum allavega ekkert á svæðinu.Þá segir jafnframt að textinn sé eftir Sverri Stormsker? „Ha? Hann kom hvergi nærri þessu. Hann er reyndar sennilega sá eini sem gæti nýtt sér þetta eitthvað. Nei, Sverrir hefur ekkert með þetta að gera. Ég gerði þetta tímamótakvæði,“ segir Bragi. Og bætir því við að honum sé hulin ráðgáta hvers vegna þetta er að finna á YouTube. Bragi dregur háðskur það út úr þessu sem jákvætt má teljast, í vissum skilningi: „Fólk ætti að geta smjattað eitthvað yfir tilvísana– og samhengislausum Baggalútsdjókum eitthvað fram eftir öldinni. Af nægu að taka þar. Ég enda sennilega með að skrá megnið af mínum verkum á Sverri.“ Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir „Fólk á ekki að hafa einhvern rétt til að þagga niður í öðrum með því einu að vera móðgað“ Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega þá þrjá dóma sem hæstiréttur felldi í sambandi við hatursorðræðu og tjáningarfrelsi. 17. desember 2017 21:21 Tveir menn sakfelldir fyrir hatursorðræðu Hæstiréttur hefur dæmt tvo menn til þess að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna ummæla sem þeir létu falla í athugasemdakerfum við frétt á Vísi annars vegar og DV hins vegar. 14. desember 2017 17:14 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
„Ég vil ekki vita hvað vita hvað þú varst að gúggla þegar þú rambaðir á þetta,“ segir Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur með meiru og Jesúsar sig: „Almáttugur.“ Afar krassandi kveðskapur og söngur Baggalúts, Tíu kátir kynvillingar, hefur dúkkað upp í umræðuhópum vegna nýfallins Hæstaréttardóms en þar var dómi í héraði snúið. Tveir menn voru sakfelldir fyrir það sem kalla má hatursorðræðu. Í þriðja tilvikinu var sýknað. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur látið málið sig varða og hefur gagnrýnt dóminn harkalega sem og það lagaákvæði sem byggt er á: 233. gr. a í hegningarlögum – sem Helga Hrafni finnst fráleitt og stórhættulegt.Helgi Hrafn hefur gagnrýnt umræddan dóm harðlega og telur hann áfall fyrir tjáningarfrelsið.Dómurinn snýr að ummælum sem féllu í heitri umræðu um kynlífsfræðslu í Hafnarfirði sem snéri að kynlífi samkynhneigðra. Helgi Hrafn spyr hvort fólk sjái mun á þeim þremur ummælum sem undir eru. Sjálfur treystir hann sér ekki til þess: Ummæli 1: „Hlutlausa kynfræðslu á að veita í skólum en ALDREI réttlæta ónáttúrulega kynhegðan fyrir saklausum börnum og kalla það sem er óeðlilegt eðlilegt!!!“ Ummæli 2: „Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar A á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. A getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð.“ Ummæli 3: „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugu hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum.“Eldur Ísidór veltir því fyrir sér hvort hugsanlegt sé, í ljósi nýfallins hatursorðræðudóms, hvort Bragi Valdimar geti talist sekur jafnframt.Orðið kynvillingur er tabúÞað var Eldur Ísidór sem vakti athygli á þessu lagi Baggalúts sem finna má á YouTube, tengir við það í tveimur umræðuhópum á Facebook og veltir því fyrir sér hvort, í ljósi þessara dóma sem hann er mjög gagnrýninn á, hvort það megi þá ekki allt eins segja að þessi söngur stangist á við hegningarlög og megi túlkast sem hatursorðræða? Eldi Ísidór þykir það sjálfum fráleitt, en hann er ákafur talsmaður tjáningarfrelsisins, samkynhneigður sjálfur og segist sannarlega ekki vera móðgaður vegna söngsins. Hann segist velta þessu upp vegna þess að „maður er dæmdur fyrir að nota orðið kynvillingur. Ég efast um að hann hefði verið dæmdur hefði hann sagt að hann vilji ekki að hommar kenndu börnum hvernig þeir aðhafast í kynlífinu í skólunum,“ segir Eldur í samtali við Vísi og telur einsýnt að dómurinn grundvallist á því að orðið „kynvillingur“ sé tabú.Paródía í tengslum við umræðu um 10 litla negrastrákaBragi Valdimar er furðu lostinn sem fyrr segir. Og helst er á honum að skilja að hann vilji sem minnst af þessu vita. Eða, þannig. „Tilurðin var nú sú að þetta „kvæði“ var sett á Baggalút.is eftir að 10 litlir negrastrákar komu út. Pælingin var að gera eitthvað álíka absúrd fyrir daginn í dag,“ segir Bragi Valdimar og bætir því við að það hafi reyndar verið fyrir tíu árum nú.Bragi Valdimar veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið.Þannig er um paródíu að ræða og vangaveltur um það hvað má og ekki. Jafnvel hugleiðingar um hvort það gæti orkað tvímælis að setja mælistiku ríkjandi gildismats við liðna tíð. Og rífa úr samhengi. Niðurstaða slíkrar aðferðafræði hlýtur að vera brengluð? „Einmitt. Það var nú grunnpælingin með þessu.Þetta er náttúrulega glataður kveðskapur, sé hann ekki settur í neitt samhengi. En samhengið er semsagt við negrastrákana — og hvað má og hvað ekki. Og hvenær má eitthvað og hvenær ekki.“Flipp í stúdíóinuBragi Valdimar segir reyndar að lagið sé í sjálfu sér „ekkert Baggalútur“ þó það sé kynnt þannig til sögunnar á YouTube. „Þetta var eitthvað flipp í stúdíóinu. Við meginlútarnir vorum allavega ekkert á svæðinu.Þá segir jafnframt að textinn sé eftir Sverri Stormsker? „Ha? Hann kom hvergi nærri þessu. Hann er reyndar sennilega sá eini sem gæti nýtt sér þetta eitthvað. Nei, Sverrir hefur ekkert með þetta að gera. Ég gerði þetta tímamótakvæði,“ segir Bragi. Og bætir því við að honum sé hulin ráðgáta hvers vegna þetta er að finna á YouTube. Bragi dregur háðskur það út úr þessu sem jákvætt má teljast, í vissum skilningi: „Fólk ætti að geta smjattað eitthvað yfir tilvísana– og samhengislausum Baggalútsdjókum eitthvað fram eftir öldinni. Af nægu að taka þar. Ég enda sennilega með að skrá megnið af mínum verkum á Sverri.“
Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir „Fólk á ekki að hafa einhvern rétt til að þagga niður í öðrum með því einu að vera móðgað“ Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega þá þrjá dóma sem hæstiréttur felldi í sambandi við hatursorðræðu og tjáningarfrelsi. 17. desember 2017 21:21 Tveir menn sakfelldir fyrir hatursorðræðu Hæstiréttur hefur dæmt tvo menn til þess að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna ummæla sem þeir létu falla í athugasemdakerfum við frétt á Vísi annars vegar og DV hins vegar. 14. desember 2017 17:14 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
„Fólk á ekki að hafa einhvern rétt til að þagga niður í öðrum með því einu að vera móðgað“ Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega þá þrjá dóma sem hæstiréttur felldi í sambandi við hatursorðræðu og tjáningarfrelsi. 17. desember 2017 21:21
Tveir menn sakfelldir fyrir hatursorðræðu Hæstiréttur hefur dæmt tvo menn til þess að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna ummæla sem þeir létu falla í athugasemdakerfum við frétt á Vísi annars vegar og DV hins vegar. 14. desember 2017 17:14