Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2017 13:36 Heimsókn Guðna og Elizu er í boði Karls Gústafs Svíakonungs. Håkan Juholt sendiherra segir það hafa verið skemmtilegt að skipuleggja heimsóknina. Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. Þetta staðfestir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, í samtali við Vísi. Heimsóknin hefst miðvikudaginn 17. janúar 2018 og stendur fram á föstudaginn 19. janúar. Juholt segir að enn sé verið að setja saman dagskrá heimsóknarinnar en að sérstakur hátíðarkvöldverður verði haldinn í Stokkhólmi, forsetahjónunum til heiðurs. Verða sænsku konungshjónin, Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrann Stefan Löfven og fleiri ráðherrar úr sænsku ríkisstjórninni á meðal gesta. Gestalistinn enn í smíðum Sendiherrann segir að gestalisti hátíðarkvöldverðarins sé enn í smíðum, en að vonast sé til að hægt verði að fá gesti úr mörgum sviðum íslensks og sænsks þjóðlífs – úr heimi viðskipta, háskólasamfélagsins, íþrótta, menningar og fleiri – þannig að ekki verði þar einungis fólk úr heimi stjórnmála. Juholt vonast til að heimsóknin muni vera báðum ríkjum til góðs og að forsetinn og þeir sem honum fylgja frá Íslandi muni ná að ræða fjölda þeirra mála sem tengja ríkin saman – pólitískt samstarf, viðskipti, menntamál, sameiginleg gildi íslensku og sænsku þjóðarinnar og þannig mætti áfram telja. Håkan Juholt tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust.Regeringen.se Skemmtileg byrjun á sendiherraferlinumJuholt, sem er fyrrverandi þingmaður og formaður sænskra Jafnaðarmanna, tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust. „Þetta er skemmtileg byrjun á ferli mínum sem sendiherra, að eiga þátt í að skipuleggja þessa heimsókn.“ Hann vonast til að með henni muni einnig gefast færi til að skapa umræðu innan skóla, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, um samstarf ríkjanna og að skólabörn á Íslandi geti fræðst um Svíþjóð og öfugt. Guðni og Elísa fóru í sína fyrstu opinberu heimsókn til erlends ríkis í janúar á þessu ári þegar þau héldu til Danmerkur í boði Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Þá fóru forsetahjónin í opinbera heimsókn til Noregs í mars og til Færeyja í maí. Sömuleiðis héldu forsetahjónin til Finnlands í júní í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis Finnlands. Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. Þetta staðfestir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, í samtali við Vísi. Heimsóknin hefst miðvikudaginn 17. janúar 2018 og stendur fram á föstudaginn 19. janúar. Juholt segir að enn sé verið að setja saman dagskrá heimsóknarinnar en að sérstakur hátíðarkvöldverður verði haldinn í Stokkhólmi, forsetahjónunum til heiðurs. Verða sænsku konungshjónin, Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrann Stefan Löfven og fleiri ráðherrar úr sænsku ríkisstjórninni á meðal gesta. Gestalistinn enn í smíðum Sendiherrann segir að gestalisti hátíðarkvöldverðarins sé enn í smíðum, en að vonast sé til að hægt verði að fá gesti úr mörgum sviðum íslensks og sænsks þjóðlífs – úr heimi viðskipta, háskólasamfélagsins, íþrótta, menningar og fleiri – þannig að ekki verði þar einungis fólk úr heimi stjórnmála. Juholt vonast til að heimsóknin muni vera báðum ríkjum til góðs og að forsetinn og þeir sem honum fylgja frá Íslandi muni ná að ræða fjölda þeirra mála sem tengja ríkin saman – pólitískt samstarf, viðskipti, menntamál, sameiginleg gildi íslensku og sænsku þjóðarinnar og þannig mætti áfram telja. Håkan Juholt tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust.Regeringen.se Skemmtileg byrjun á sendiherraferlinumJuholt, sem er fyrrverandi þingmaður og formaður sænskra Jafnaðarmanna, tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust. „Þetta er skemmtileg byrjun á ferli mínum sem sendiherra, að eiga þátt í að skipuleggja þessa heimsókn.“ Hann vonast til að með henni muni einnig gefast færi til að skapa umræðu innan skóla, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, um samstarf ríkjanna og að skólabörn á Íslandi geti fræðst um Svíþjóð og öfugt. Guðni og Elísa fóru í sína fyrstu opinberu heimsókn til erlends ríkis í janúar á þessu ári þegar þau héldu til Danmerkur í boði Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Þá fóru forsetahjónin í opinbera heimsókn til Noregs í mars og til Færeyja í maí. Sömuleiðis héldu forsetahjónin til Finnlands í júní í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis Finnlands.
Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent