Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2017 18:26 Markmið RVK-studios er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp á Gufunesi. Vísir/GVA/Anton Brink GN Studios hefur keypt lóðarréttindi og byggingarétti í landi Gufuness af Reykjavíkurborg 1,6 milljarð króna. GN Studios er meðal annars í eigu leikstjórans Baltasars Kormáks og stofnað í tengslum við fyrirætlanir framleiðslufyrirtækisins RVK Studios að reisa kvikmyndaþorp á Gufunesi. Kaupsamningurinn var borinn undir borgarráð fyrr í dag þar sem hann var samþykktur með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænan og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram bókun þar sem þeir gerðu athugasemdir við að almennt útboð skuli ekki hafa farið fram vegna uppbyggingarinnar í Gufunesi heldur samið við einn aðila, en þeir segja að gera megi ráð fyrir að hægt verði að reisa 230 til 260 íbúðir á svæðinu. Gerð voru tvö möt á verðmæti svæðisins og segir í sömu bókuninni að meirihlutinn hafi kosið að miða við lægra verðmatið og veita að auki tíu prósenta afslátt af því. Sögðust fulltrúarnir ekki hafa neitt á móti uppbyggingu á svæðinu í þágu skapandi greina að þeir telja að gæta verði hagsmuna borgarbúa í hvívetna þegar eignir Reykjavíkurborgar eru seldar. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram bókum þar sem þeir sögðu afsláttinn veittan frá verðmatinu vegna umfangs viðskiptanna, frumkvæðis stúdíósins og þess mikla frumkvöðlastarfs í skapandi greinum sem fyrirtækið sinnir ásamt þeirri framsýnu klasauppbyggingu í kvikmyndagerð sem er að verða að veruleika í Reykjavík. „Það er allra hagur að upp byggist í Gufunesi sannkallað Fríríki frumkvöðlanna eins og vinningstillaga hollensku arkitektastofunnar JvantSpijker kallaði Gufunes framtíðarinnar. Gufunesið verður því ekki lengur undir áburðarverksmiðju og úrgang, heldur fyrir íbúa, það verður heimili lítilla og meðalstórra fyrirtækja í fjölbreyttum atvinnugreinum, og ekki síst vagga íslenskrar kvikmyndagerðar,“ segir í bókuninni.Í maí í fyrra var greint frá því að RVK Studios hefði keypt fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og greiddi fyrir það 301 milljón króna. Skipulag Tengdar fréttir Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
GN Studios hefur keypt lóðarréttindi og byggingarétti í landi Gufuness af Reykjavíkurborg 1,6 milljarð króna. GN Studios er meðal annars í eigu leikstjórans Baltasars Kormáks og stofnað í tengslum við fyrirætlanir framleiðslufyrirtækisins RVK Studios að reisa kvikmyndaþorp á Gufunesi. Kaupsamningurinn var borinn undir borgarráð fyrr í dag þar sem hann var samþykktur með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænan og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram bókun þar sem þeir gerðu athugasemdir við að almennt útboð skuli ekki hafa farið fram vegna uppbyggingarinnar í Gufunesi heldur samið við einn aðila, en þeir segja að gera megi ráð fyrir að hægt verði að reisa 230 til 260 íbúðir á svæðinu. Gerð voru tvö möt á verðmæti svæðisins og segir í sömu bókuninni að meirihlutinn hafi kosið að miða við lægra verðmatið og veita að auki tíu prósenta afslátt af því. Sögðust fulltrúarnir ekki hafa neitt á móti uppbyggingu á svæðinu í þágu skapandi greina að þeir telja að gæta verði hagsmuna borgarbúa í hvívetna þegar eignir Reykjavíkurborgar eru seldar. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram bókum þar sem þeir sögðu afsláttinn veittan frá verðmatinu vegna umfangs viðskiptanna, frumkvæðis stúdíósins og þess mikla frumkvöðlastarfs í skapandi greinum sem fyrirtækið sinnir ásamt þeirri framsýnu klasauppbyggingu í kvikmyndagerð sem er að verða að veruleika í Reykjavík. „Það er allra hagur að upp byggist í Gufunesi sannkallað Fríríki frumkvöðlanna eins og vinningstillaga hollensku arkitektastofunnar JvantSpijker kallaði Gufunes framtíðarinnar. Gufunesið verður því ekki lengur undir áburðarverksmiðju og úrgang, heldur fyrir íbúa, það verður heimili lítilla og meðalstórra fyrirtækja í fjölbreyttum atvinnugreinum, og ekki síst vagga íslenskrar kvikmyndagerðar,“ segir í bókuninni.Í maí í fyrra var greint frá því að RVK Studios hefði keypt fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og greiddi fyrir það 301 milljón króna.
Skipulag Tengdar fréttir Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01
Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45