Stofnaði Miðflokkinn og gaf Sigmundi Davíð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Sigmundur Davíð fékk nafn og kennitölu Miðflokksins frá Tryggva í haust. vísir/Ernir „Mér þótti þetta flott og lýsandi nafn fyrir stjórnmálaflokk og festi mér það því með fjölskyldu minni,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Tryggvi Agnarsson, maðurinn sem stofnaði Miðflokkinn í maí 2009. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er í dag rekinn á sömu kennitölu og Tryggvi festi sér fyrir rúmum átta árum. Stofnandinn hugsaði sig ekki tvisvar um þegar beiðni kom frá herbúðum Sigmundar í haust og lét flokkinn af hendi. „Ég hafði ekkert nýtt mér þetta á neinn hátt en þegar Sigmundur fór af stað í haust var komið að máli við mig og ég spurður hvort ég væri tilbúinn að leyfa honum að taka yfir nafnið,“ segir Tryggvi. „Þótt við séum nú ekki skoðanabræður að öllu leyti fannst mér Sigmundur eiga það skilið að fá að eignast nafnið. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Ég vonaði að þetta gæti nýst honum til góðra verka og vona enn.“Tryggvi Agnarsson stofnaði Miðflokkinn árið 2009.vísir/ernirSamkvæmt stofngögnum var Miðflokkurinn stofnaður 26. maí 2009 þar sem fram kemur að tilgangur hans sé að berjast fyrir „nútímalegu lýðræðis- og jafnréttisþjóðfélagi gegn sérhagsmunum, spillingu, skattpíningu og sóun“. Aðspurður hvort hann hafi skoðað hvernig Miðflokkur Sigmundar standist samanburð við upprunalegu stefnuna segist Tryggvi telja flesta flokka standa fyrir þetta. „En þetta var stjórnmálaflokkur með öllu tilheyrandi, stefnuskrá, lögum og öðru en ég hef nú ekkert fylgst með því hvernig hann vinnur með það. Maður treystir því að þetta sé í góðum höndum,“ segir Tryggvi, sem einnig stofnaði Nýtt afl sem bauð fram til þings árið 2003.Stofngögn Miðflokks Tryggva Agnarssonar 26. maí 2009.Miðflokkurinn lá í dvala til 3. október sl. þegar Sigmundur og fleiri tóku við félaginu, skipuðu nýja stjórn og lögðu fram nýjar samþykktir og lög í stað þeirra gömlu. Aðalfundur hins nýja flokks fór fram 25. september 2017, degi eftir að Sigmundur lýsti því yfir að hann væri hættur í Framsókn og ætlaði fram með nýjan flokk. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu þessarar fréttar en Tryggvi telur líklegt að Sigmundur hafi verið að skoða nöfn sem í boði voru og séð að Miðflokkurinn var frátekinn.Lög hins og stefna Miðflokksins í stofngögnum 2009.„Kannski datt honum í hug að sonarsonur Tryggva Þórhallssonar, fyrrverandi forsætisráðherra Framsóknarflokksins, kynni að vera sér sæmilega velviljaður og myndi láta hann fá nafnið,“ segir Tryggvi og hlær. Ekki hafi hvarflað að honum að fara fram á greiðslu fyrir flokkinn. „Ég hugsaði bara að þetta gæti nýst til góðra verka og vonaði að það yrði þannig í hans höndum. Ég er vissulega stofnandi Miðflokksins en það er meira tæknilegs eðlis, þetta varð að veruleika í hans höndum. Sigmundur á þetta,“ segir Tryggvi og óskar Miðflokknum og formanninum alls hins besta. 3. október síðstliðinn tóku Sigmundur Davíð og félagar við Miðflokknum. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Sjá meira
„Mér þótti þetta flott og lýsandi nafn fyrir stjórnmálaflokk og festi mér það því með fjölskyldu minni,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Tryggvi Agnarsson, maðurinn sem stofnaði Miðflokkinn í maí 2009. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er í dag rekinn á sömu kennitölu og Tryggvi festi sér fyrir rúmum átta árum. Stofnandinn hugsaði sig ekki tvisvar um þegar beiðni kom frá herbúðum Sigmundar í haust og lét flokkinn af hendi. „Ég hafði ekkert nýtt mér þetta á neinn hátt en þegar Sigmundur fór af stað í haust var komið að máli við mig og ég spurður hvort ég væri tilbúinn að leyfa honum að taka yfir nafnið,“ segir Tryggvi. „Þótt við séum nú ekki skoðanabræður að öllu leyti fannst mér Sigmundur eiga það skilið að fá að eignast nafnið. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Ég vonaði að þetta gæti nýst honum til góðra verka og vona enn.“Tryggvi Agnarsson stofnaði Miðflokkinn árið 2009.vísir/ernirSamkvæmt stofngögnum var Miðflokkurinn stofnaður 26. maí 2009 þar sem fram kemur að tilgangur hans sé að berjast fyrir „nútímalegu lýðræðis- og jafnréttisþjóðfélagi gegn sérhagsmunum, spillingu, skattpíningu og sóun“. Aðspurður hvort hann hafi skoðað hvernig Miðflokkur Sigmundar standist samanburð við upprunalegu stefnuna segist Tryggvi telja flesta flokka standa fyrir þetta. „En þetta var stjórnmálaflokkur með öllu tilheyrandi, stefnuskrá, lögum og öðru en ég hef nú ekkert fylgst með því hvernig hann vinnur með það. Maður treystir því að þetta sé í góðum höndum,“ segir Tryggvi, sem einnig stofnaði Nýtt afl sem bauð fram til þings árið 2003.Stofngögn Miðflokks Tryggva Agnarssonar 26. maí 2009.Miðflokkurinn lá í dvala til 3. október sl. þegar Sigmundur og fleiri tóku við félaginu, skipuðu nýja stjórn og lögðu fram nýjar samþykktir og lög í stað þeirra gömlu. Aðalfundur hins nýja flokks fór fram 25. september 2017, degi eftir að Sigmundur lýsti því yfir að hann væri hættur í Framsókn og ætlaði fram með nýjan flokk. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu þessarar fréttar en Tryggvi telur líklegt að Sigmundur hafi verið að skoða nöfn sem í boði voru og séð að Miðflokkurinn var frátekinn.Lög hins og stefna Miðflokksins í stofngögnum 2009.„Kannski datt honum í hug að sonarsonur Tryggva Þórhallssonar, fyrrverandi forsætisráðherra Framsóknarflokksins, kynni að vera sér sæmilega velviljaður og myndi láta hann fá nafnið,“ segir Tryggvi og hlær. Ekki hafi hvarflað að honum að fara fram á greiðslu fyrir flokkinn. „Ég hugsaði bara að þetta gæti nýst til góðra verka og vonaði að það yrði þannig í hans höndum. Ég er vissulega stofnandi Miðflokksins en það er meira tæknilegs eðlis, þetta varð að veruleika í hans höndum. Sigmundur á þetta,“ segir Tryggvi og óskar Miðflokknum og formanninum alls hins besta. 3. október síðstliðinn tóku Sigmundur Davíð og félagar við Miðflokknum.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent