Hrafnhildur og Davíð sundfólk ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2017 19:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir náði bestum árangri Íslendinga í lauginni árið 2017. vísir/anton Hrafnhildur Lúthersdóttir og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson eru sundfólk ársins 2017 að mati Sundsambands Íslands. Í umsögn um Hrafnhildi og Davíð á heimasíðu SSÍ segir:Hrafnhildur Lúthersdóttir er 26 ára sundkona í Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún hefur æft í Hafnarfirðinum síðastliðið ár eftir að hafa komið heim úr námi og æfingum í Bandaríkjunum. Hrafnhildur hefur verið á A-styrk Afrekssjóðs ÍSÍ og fengið styrk úr Ólympíusamhjálpinni. Hrafnhildur hefur staðið sig gífurlega vel á árinu 2017. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet í stuttu brautinni og eitt í þeirri löngu. Hún komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50m laug, HM50 í sumar og hafnaði þar í 10. sæti. Hún komst svo í úrslit 50m bringusunds á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í desember en þar endaði hún í 5. sæti. Þá vann hún 4 gull á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Hrafnhildur er í 15. sæti á heimslista í 50m bringusundi í löngu brautinni og í því 12. í sömu grein í 25m laug, eftir EM25. Árangur Hrafnhildar árið 2017 verður að teljast glæsilegur en hún byggði vel ofan á afrek sín árið 2016. Hrafnhildur er frábært andlit fyrir sundíþróttina á Íslandi og er til fyrirmyndar í allri framkomu. Hún er orðin ein besta íþróttakona Íslandssögunnar og því vel að þessari viðurkenningu komin.Davíð Hildiberg Aðalsteinsson er 27 ára sundmaður í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Hann stundaði nám í Arizona State háskólanum í Bandaríkjunum og útskrifaðist sem arkitekt í fyrrasumar en meistararitgerð hans fjallaði um fjölnota sundaðstöður. Hann hefur síðan þá æft í Reykjanesbæ Hann hefur lengi verið með betri baksundsmönnum landsins. Davíð Hildiberg stóð sig best allra íslenskra karla í sundi á árinu 2017. Fyrst ber að telja gullið á Norðurlandameistaramótinu hér í Reykjavík í byrjun desember en hann sigraði 100m baksund. Þá komst hann í úrslit í 50m baksundi á sama móti og endaði fjórði. Davíð vann svo til tveggja bronsverðlauna í einstaklingssundum á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Hann var í landssveit Íslands í boðsundi sem setti tvö landsmet á mótinu og unnu til tveggja silfurverðlauna. Davíð þykir kurteis og rólegur í öllum samskiptum og hvetjandi og styðjandi við fólkið í kringum sig. Hann er frábær fyrirmynd yngra sundfólks og alltaf verið metnaðarfullur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er jákvæður og hefur stundað íþróttina af miklum þrótt síðastliðin ár. Hann er því vel að þessari viðurkenningu kominn. Sund Tengdar fréttir Reynslumikill hópur á sterku ári Árið 2017 var öflugt íþróttaár sem sést á lista tíu atkvæðumestu íþróttamannanna í kjörinu á Íþróttamanni ársins, sem kynntur er í dag. Skiptin eru jöfn á milli kynja sem og á milli hóp- og einstaklingsíþróttamanna. 23. desember 2017 06:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson eru sundfólk ársins 2017 að mati Sundsambands Íslands. Í umsögn um Hrafnhildi og Davíð á heimasíðu SSÍ segir:Hrafnhildur Lúthersdóttir er 26 ára sundkona í Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún hefur æft í Hafnarfirðinum síðastliðið ár eftir að hafa komið heim úr námi og æfingum í Bandaríkjunum. Hrafnhildur hefur verið á A-styrk Afrekssjóðs ÍSÍ og fengið styrk úr Ólympíusamhjálpinni. Hrafnhildur hefur staðið sig gífurlega vel á árinu 2017. Hún hefur sett fjögur Íslandsmet í stuttu brautinni og eitt í þeirri löngu. Hún komst í undanúrslit í 50m bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50m laug, HM50 í sumar og hafnaði þar í 10. sæti. Hún komst svo í úrslit 50m bringusunds á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í desember en þar endaði hún í 5. sæti. Þá vann hún 4 gull á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Hrafnhildur er í 15. sæti á heimslista í 50m bringusundi í löngu brautinni og í því 12. í sömu grein í 25m laug, eftir EM25. Árangur Hrafnhildar árið 2017 verður að teljast glæsilegur en hún byggði vel ofan á afrek sín árið 2016. Hrafnhildur er frábært andlit fyrir sundíþróttina á Íslandi og er til fyrirmyndar í allri framkomu. Hún er orðin ein besta íþróttakona Íslandssögunnar og því vel að þessari viðurkenningu komin.Davíð Hildiberg Aðalsteinsson er 27 ára sundmaður í Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Hann stundaði nám í Arizona State háskólanum í Bandaríkjunum og útskrifaðist sem arkitekt í fyrrasumar en meistararitgerð hans fjallaði um fjölnota sundaðstöður. Hann hefur síðan þá æft í Reykjanesbæ Hann hefur lengi verið með betri baksundsmönnum landsins. Davíð Hildiberg stóð sig best allra íslenskra karla í sundi á árinu 2017. Fyrst ber að telja gullið á Norðurlandameistaramótinu hér í Reykjavík í byrjun desember en hann sigraði 100m baksund. Þá komst hann í úrslit í 50m baksundi á sama móti og endaði fjórði. Davíð vann svo til tveggja bronsverðlauna í einstaklingssundum á Smáþjóðaleikunum í San Marino í sumar. Hann var í landssveit Íslands í boðsundi sem setti tvö landsmet á mótinu og unnu til tveggja silfurverðlauna. Davíð þykir kurteis og rólegur í öllum samskiptum og hvetjandi og styðjandi við fólkið í kringum sig. Hann er frábær fyrirmynd yngra sundfólks og alltaf verið metnaðarfullur í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er jákvæður og hefur stundað íþróttina af miklum þrótt síðastliðin ár. Hann er því vel að þessari viðurkenningu kominn.
Sund Tengdar fréttir Reynslumikill hópur á sterku ári Árið 2017 var öflugt íþróttaár sem sést á lista tíu atkvæðumestu íþróttamannanna í kjörinu á Íþróttamanni ársins, sem kynntur er í dag. Skiptin eru jöfn á milli kynja sem og á milli hóp- og einstaklingsíþróttamanna. 23. desember 2017 06:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Sjá meira
Reynslumikill hópur á sterku ári Árið 2017 var öflugt íþróttaár sem sést á lista tíu atkvæðumestu íþróttamannanna í kjörinu á Íþróttamanni ársins, sem kynntur er í dag. Skiptin eru jöfn á milli kynja sem og á milli hóp- og einstaklingsíþróttamanna. 23. desember 2017 06:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti