Kjarri tjaldbúi kominn í skjól: „Fyrst leið mér eins og ég ætti þetta ekki skilið“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. desember 2017 20:00 Fimm einstaklingar hafa nú flutt af tjaldsvæðinu í Laugardal í húsnæði borgarinnar á Víðinesi gegn fimmtíu þúsund króna leigu á mánuði. Kjartan Theódórsson, sem er einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi, er einn þeirra. Víðines er í ríflega tíu kílómetra frá næstu byggð í Mosfellsbæ og leggur Kjartan til að boðið verði upp á hópferðir á morgnana og kvöldin í bæinn. „Hér eru engar strætóferðir og maður þarf að labba 4-7 kílómetra til að komast í strætó. Maður er ekkert hér á ferli á kvöldin, það er svo mikið myrkur," segir Kjartan. Annars er hann ánægður með að hafa komist í skjól fyrir jólin en segir það þó hafa verið undarlega tilfinningu að flytja inn í húsið. „Fyrst þegar ég kom hingað leið mér eins og ég ætti þetta ekki skilið. Þetta var ákveðið áfall eftir að hafa verið á götunni í sex mánuði. Ég brotnaði niður fyrsta daginn og langaði eiginlega aftur í tjaldið eða hjólhýsið. Mér fannst þetta bara of mikið," segir Kjartan sem kallar eftir áfallahjálp fyrir heimilislaust fólk. „Mér fannst vanta starfsmann sem gæti stutt mann. Það er ákveðið áfall að komast inn í húsnæði - fólk þarf meiri hjálp en að kasta því í herbergi og málið dautt.“Kleó og Svanur eru sátt á Víðinesi, loksins komin með þak yfir höfuðið.vísir/skjáskotSvanur Elí Elíasson hefur búið í bíl á tjaldsvæðinu síðustu mánuði með hundinn sinn, hana Kleó, og er alsæll með að vera loksins kominn með húsnæði fyrir þau. Hann segir ómögulegt að fá herbergi á húsnæðismarkaðnum þegar maður er með hund. „Þetta litla grey, sem ég elska út af lífinu, ég fórnaði öllu fyrir hana og fór í bílinn til að við gætum verið saman. Þetta er svo ljúft og gott grey, og ég er þakklátur fyrir að fá að hafa hana," segir Svanur og lýsir því þegar Kleó fór fyrst inn í nýja herbergið á Víðinesi og fékk víðáttubrjálæði eftir að hafa búið í þrengslum í bílnum. Baráttan heldur þó áfram. Tjaldbúar eru búnir að sigra Laugardalinn, eins og þeir orða það, en næst er að komast í varanlegt húsnæði og hjálpa þeim sem enn eru í neyð. „Það eru til dæmis 7-8 herbergi laus hérna og mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að fylla húsið. Við í Laugardalnum erum ekki þau einu á götunni," segir Kjartan. Húsnæðismál Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Fimm einstaklingar hafa nú flutt af tjaldsvæðinu í Laugardal í húsnæði borgarinnar á Víðinesi gegn fimmtíu þúsund króna leigu á mánuði. Kjartan Theódórsson, sem er einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi, er einn þeirra. Víðines er í ríflega tíu kílómetra frá næstu byggð í Mosfellsbæ og leggur Kjartan til að boðið verði upp á hópferðir á morgnana og kvöldin í bæinn. „Hér eru engar strætóferðir og maður þarf að labba 4-7 kílómetra til að komast í strætó. Maður er ekkert hér á ferli á kvöldin, það er svo mikið myrkur," segir Kjartan. Annars er hann ánægður með að hafa komist í skjól fyrir jólin en segir það þó hafa verið undarlega tilfinningu að flytja inn í húsið. „Fyrst þegar ég kom hingað leið mér eins og ég ætti þetta ekki skilið. Þetta var ákveðið áfall eftir að hafa verið á götunni í sex mánuði. Ég brotnaði niður fyrsta daginn og langaði eiginlega aftur í tjaldið eða hjólhýsið. Mér fannst þetta bara of mikið," segir Kjartan sem kallar eftir áfallahjálp fyrir heimilislaust fólk. „Mér fannst vanta starfsmann sem gæti stutt mann. Það er ákveðið áfall að komast inn í húsnæði - fólk þarf meiri hjálp en að kasta því í herbergi og málið dautt.“Kleó og Svanur eru sátt á Víðinesi, loksins komin með þak yfir höfuðið.vísir/skjáskotSvanur Elí Elíasson hefur búið í bíl á tjaldsvæðinu síðustu mánuði með hundinn sinn, hana Kleó, og er alsæll með að vera loksins kominn með húsnæði fyrir þau. Hann segir ómögulegt að fá herbergi á húsnæðismarkaðnum þegar maður er með hund. „Þetta litla grey, sem ég elska út af lífinu, ég fórnaði öllu fyrir hana og fór í bílinn til að við gætum verið saman. Þetta er svo ljúft og gott grey, og ég er þakklátur fyrir að fá að hafa hana," segir Svanur og lýsir því þegar Kleó fór fyrst inn í nýja herbergið á Víðinesi og fékk víðáttubrjálæði eftir að hafa búið í þrengslum í bílnum. Baráttan heldur þó áfram. Tjaldbúar eru búnir að sigra Laugardalinn, eins og þeir orða það, en næst er að komast í varanlegt húsnæði og hjálpa þeim sem enn eru í neyð. „Það eru til dæmis 7-8 herbergi laus hérna og mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að fylla húsið. Við í Laugardalnum erum ekki þau einu á götunni," segir Kjartan.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00
Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55