Fjölmenningarlegt samfélag að rísa á Suðurnesjum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. desember 2017 21:00 Gert er ráð fyrir að sextíu þúsund manns muni starfa í og við keflavíkurflugvöll árið 2040, í beinum og afleiddum störfum. Jafnframt spáir Framtíðarsetur Íslands að íbúm Suðurnesja muni fjölga um 55% á næstu þrettán árum og verða um 35 þúsund talsins árið 2030. Reykjanesbær hefur gert ráðstafanir vegna þessa. „Þetta er búið að vera mjög spennandi. Við höfum endurskoðað aðalskipulag og gerum ráð fyrir mikilli uppbyggingu, segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. En uppbygging er líka kostnaðarsöm. Reykjanesbær sem hefur verið skuldum hlaðinn, hefur nú gert áætlun í samstarfi við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga sem hefur verið samþykkt. Friðjón segir reksturinn ganga vel í dag. „Við erum búin að ganga frá samningum við alla kröfuhafa þannig að við erum mjög klár í framhaldið,“ segir hann. Atvinnuleysi er vel innan við tvö prósent í Reykjanesbæ og því er stóra spurningin hvernig muni ganga að manna þessi störf. „Við vitum að það verða útlendingar sem munu sinna mikið af þessum störfum og við verðum bara að vanda okkur við að taka utan um þetta fólk. Faðma þessa útlendinga og gera þá hluta af samfélaginu. Þannig að allar byggingarframkvæmdir vera samkvæmt skipulagi. Við erum ekki að reisa nein gettó heldur verður fólk að samlagast okkur – þetta verður fjölþjóðlegt samfélag.“Fjallað hefur verið um húsnæðisskort í Reykjanesbæ síðustu mánuði en Friðjón segir jafnvægi vera að komast á markaðinn og von sé á hundruðum bygginga á næstu tveimur til þremur árum. Hundrað manns er nú á biðlista eftir félagslegu húsnæði þrátt fyrir að Reykjanesbær sé með eitt hæsta hlutfall félagslegra íbúða á Íslandi. Friðjón útskýrir það með aðsókn fólks í bæinn úr öðrum sveitarfélögum. „Nágrannasveitarfélögin eru ekki eins stórtæk í félagslegum íbúðum, þau mættu herða sig verulega,“ segir Friðjón. Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Fimmtán eru heimilislausir í Reykjanesbæ og fjögurra ára bið eftir félagslegu húsnæði. Ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt. Úrræðin felast fyrst og fremst í stuðningi við leigu en ekkert húsnæði er að fá. 23. júlí 2017 20:00 Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Gert er ráð fyrir að sextíu þúsund manns muni starfa í og við keflavíkurflugvöll árið 2040, í beinum og afleiddum störfum. Jafnframt spáir Framtíðarsetur Íslands að íbúm Suðurnesja muni fjölga um 55% á næstu þrettán árum og verða um 35 þúsund talsins árið 2030. Reykjanesbær hefur gert ráðstafanir vegna þessa. „Þetta er búið að vera mjög spennandi. Við höfum endurskoðað aðalskipulag og gerum ráð fyrir mikilli uppbyggingu, segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. En uppbygging er líka kostnaðarsöm. Reykjanesbær sem hefur verið skuldum hlaðinn, hefur nú gert áætlun í samstarfi við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga sem hefur verið samþykkt. Friðjón segir reksturinn ganga vel í dag. „Við erum búin að ganga frá samningum við alla kröfuhafa þannig að við erum mjög klár í framhaldið,“ segir hann. Atvinnuleysi er vel innan við tvö prósent í Reykjanesbæ og því er stóra spurningin hvernig muni ganga að manna þessi störf. „Við vitum að það verða útlendingar sem munu sinna mikið af þessum störfum og við verðum bara að vanda okkur við að taka utan um þetta fólk. Faðma þessa útlendinga og gera þá hluta af samfélaginu. Þannig að allar byggingarframkvæmdir vera samkvæmt skipulagi. Við erum ekki að reisa nein gettó heldur verður fólk að samlagast okkur – þetta verður fjölþjóðlegt samfélag.“Fjallað hefur verið um húsnæðisskort í Reykjanesbæ síðustu mánuði en Friðjón segir jafnvægi vera að komast á markaðinn og von sé á hundruðum bygginga á næstu tveimur til þremur árum. Hundrað manns er nú á biðlista eftir félagslegu húsnæði þrátt fyrir að Reykjanesbær sé með eitt hæsta hlutfall félagslegra íbúða á Íslandi. Friðjón útskýrir það með aðsókn fólks í bæinn úr öðrum sveitarfélögum. „Nágrannasveitarfélögin eru ekki eins stórtæk í félagslegum íbúðum, þau mættu herða sig verulega,“ segir Friðjón.
Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Fimmtán eru heimilislausir í Reykjanesbæ og fjögurra ára bið eftir félagslegu húsnæði. Ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt. Úrræðin felast fyrst og fremst í stuðningi við leigu en ekkert húsnæði er að fá. 23. júlí 2017 20:00 Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Fimmtán eru heimilislausir í Reykjanesbæ og fjögurra ára bið eftir félagslegu húsnæði. Ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt. Úrræðin felast fyrst og fremst í stuðningi við leigu en ekkert húsnæði er að fá. 23. júlí 2017 20:00
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00
Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00