Samtökin snúast um það að atvinnumenn í knattspyrnu gefi 1 prósent launa sinna í góðgerðarmál til þess að hjálpa börnum sem minna mega sín.
Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður Nordsjælland í Danmörku, varð í nóvember fyrstur Íslendinga til þess að taka þátt í verkefninu.
Spánverjinn Juan Mata stofnaði samtökin, en í dag eru í þeim 33 knattspyrnumenn, meðal annars Mats Hummels, Shinji Kagawa og Kasper Schmeichel.
33 Leaders. 1 Goal.
pic.twitter.com/0up5P1PZJn
— Common Goal (@CommonGoalOrg) December 22, 2017