Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. desember 2017 12:30 Lögregla og mótmælendur í Perú. Vísir/EPA Lögreglan beitti táragasi þegar þúsundir mótmælenda komu saman í Líma höfuðborg Perú til að mótmæla ákvörðun um að náða fyrrverandi forseta landsins, Alberto Fujimori. „Nei við náðuninni“ hrópaði hópur fólks í Lima, höfuðborg Perú, í morgun á öðrum degi mótmælanna sem hófust á aðfangadagskvöld. Greint var frá því á dögunum að núverandi forseti landsins Pedro Pablo Kuczynski, hefði náðað Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins, af heilsufarástæðum en hann hefur verið í fangelsi vegna 25 ára dóms sem hann hlaut fyrir mannréttindabrot og spillingu. Í síðustu viku var hann fluttur úr fangelsinu á spítala en hann þjáist af lágum blóðþrýstingi og óreglulegum hjartslætti. Tveir þingmenn í flokki Kuczynskis hafa sagt af sér þingmennsku í mótmælaskyni. Kuczynski sagðist skilja reiði fólksins vegna ákvörðunarinnar en sagðist ekki geta látið Fujmori deyja í fangelsi. Stjórnarandstæðingar í Perú saka forsetann um að hafa lofað stuðningsmönnum Fujimori að náða hann í skiptum fyrir stuðning þeirra. Forsetinn hefur neitað því. Þá hefur Kuczynski verið ásakaður um að náðunin tengist samningi sem hann hafi gert til að forðast að vera ákærður sjálfur fyrir að hafa tekið við ólöglegum greiðslum frá brasilísku verktakafyrirtæki. Hann hefur hafnað þeim ásökunum. Fujimoris var forseti Perú frá 1990 til 2000 og var mjög umdeildur á meðal landa sinna. Hann á þó nokkra stuðningsmenn sem lofa hann fyrir baráttu sína gegn uppreisnarmönnum Maóista. Þeir hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur og fagnað því að hann verði látinn laus. Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Lögreglan beitti táragasi þegar þúsundir mótmælenda komu saman í Líma höfuðborg Perú til að mótmæla ákvörðun um að náða fyrrverandi forseta landsins, Alberto Fujimori. „Nei við náðuninni“ hrópaði hópur fólks í Lima, höfuðborg Perú, í morgun á öðrum degi mótmælanna sem hófust á aðfangadagskvöld. Greint var frá því á dögunum að núverandi forseti landsins Pedro Pablo Kuczynski, hefði náðað Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins, af heilsufarástæðum en hann hefur verið í fangelsi vegna 25 ára dóms sem hann hlaut fyrir mannréttindabrot og spillingu. Í síðustu viku var hann fluttur úr fangelsinu á spítala en hann þjáist af lágum blóðþrýstingi og óreglulegum hjartslætti. Tveir þingmenn í flokki Kuczynskis hafa sagt af sér þingmennsku í mótmælaskyni. Kuczynski sagðist skilja reiði fólksins vegna ákvörðunarinnar en sagðist ekki geta látið Fujmori deyja í fangelsi. Stjórnarandstæðingar í Perú saka forsetann um að hafa lofað stuðningsmönnum Fujimori að náða hann í skiptum fyrir stuðning þeirra. Forsetinn hefur neitað því. Þá hefur Kuczynski verið ásakaður um að náðunin tengist samningi sem hann hafi gert til að forðast að vera ákærður sjálfur fyrir að hafa tekið við ólöglegum greiðslum frá brasilísku verktakafyrirtæki. Hann hefur hafnað þeim ásökunum. Fujimoris var forseti Perú frá 1990 til 2000 og var mjög umdeildur á meðal landa sinna. Hann á þó nokkra stuðningsmenn sem lofa hann fyrir baráttu sína gegn uppreisnarmönnum Maóista. Þeir hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur og fagnað því að hann verði látinn laus.
Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31