Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. desember 2017 12:30 Lögregla og mótmælendur í Perú. Vísir/EPA Lögreglan beitti táragasi þegar þúsundir mótmælenda komu saman í Líma höfuðborg Perú til að mótmæla ákvörðun um að náða fyrrverandi forseta landsins, Alberto Fujimori. „Nei við náðuninni“ hrópaði hópur fólks í Lima, höfuðborg Perú, í morgun á öðrum degi mótmælanna sem hófust á aðfangadagskvöld. Greint var frá því á dögunum að núverandi forseti landsins Pedro Pablo Kuczynski, hefði náðað Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins, af heilsufarástæðum en hann hefur verið í fangelsi vegna 25 ára dóms sem hann hlaut fyrir mannréttindabrot og spillingu. Í síðustu viku var hann fluttur úr fangelsinu á spítala en hann þjáist af lágum blóðþrýstingi og óreglulegum hjartslætti. Tveir þingmenn í flokki Kuczynskis hafa sagt af sér þingmennsku í mótmælaskyni. Kuczynski sagðist skilja reiði fólksins vegna ákvörðunarinnar en sagðist ekki geta látið Fujmori deyja í fangelsi. Stjórnarandstæðingar í Perú saka forsetann um að hafa lofað stuðningsmönnum Fujimori að náða hann í skiptum fyrir stuðning þeirra. Forsetinn hefur neitað því. Þá hefur Kuczynski verið ásakaður um að náðunin tengist samningi sem hann hafi gert til að forðast að vera ákærður sjálfur fyrir að hafa tekið við ólöglegum greiðslum frá brasilísku verktakafyrirtæki. Hann hefur hafnað þeim ásökunum. Fujimoris var forseti Perú frá 1990 til 2000 og var mjög umdeildur á meðal landa sinna. Hann á þó nokkra stuðningsmenn sem lofa hann fyrir baráttu sína gegn uppreisnarmönnum Maóista. Þeir hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur og fagnað því að hann verði látinn laus. Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Lögreglan beitti táragasi þegar þúsundir mótmælenda komu saman í Líma höfuðborg Perú til að mótmæla ákvörðun um að náða fyrrverandi forseta landsins, Alberto Fujimori. „Nei við náðuninni“ hrópaði hópur fólks í Lima, höfuðborg Perú, í morgun á öðrum degi mótmælanna sem hófust á aðfangadagskvöld. Greint var frá því á dögunum að núverandi forseti landsins Pedro Pablo Kuczynski, hefði náðað Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins, af heilsufarástæðum en hann hefur verið í fangelsi vegna 25 ára dóms sem hann hlaut fyrir mannréttindabrot og spillingu. Í síðustu viku var hann fluttur úr fangelsinu á spítala en hann þjáist af lágum blóðþrýstingi og óreglulegum hjartslætti. Tveir þingmenn í flokki Kuczynskis hafa sagt af sér þingmennsku í mótmælaskyni. Kuczynski sagðist skilja reiði fólksins vegna ákvörðunarinnar en sagðist ekki geta látið Fujmori deyja í fangelsi. Stjórnarandstæðingar í Perú saka forsetann um að hafa lofað stuðningsmönnum Fujimori að náða hann í skiptum fyrir stuðning þeirra. Forsetinn hefur neitað því. Þá hefur Kuczynski verið ásakaður um að náðunin tengist samningi sem hann hafi gert til að forðast að vera ákærður sjálfur fyrir að hafa tekið við ólöglegum greiðslum frá brasilísku verktakafyrirtæki. Hann hefur hafnað þeim ásökunum. Fujimoris var forseti Perú frá 1990 til 2000 og var mjög umdeildur á meðal landa sinna. Hann á þó nokkra stuðningsmenn sem lofa hann fyrir baráttu sína gegn uppreisnarmönnum Maóista. Þeir hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur og fagnað því að hann verði látinn laus.
Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31