Róbóti lætur hálmi rigna yfir nautin á Sandhóli á hverjum degi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2017 20:57 Það er unun að sjá hvað nautgripunum á bænum Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi líður vel í eldishúsinu sínu. Ástæðan er sú að þau liggja á hálmi og fá hálm yfir sig á hverjum degi úr hálmróbóta líkt og um snjóbað væri að ræða. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hálmróbótann að störfum inni í eldishúsinu á bænum Sandhóli. Húsið sem var tekið í notkun síðasta vor var byggt í þeim tilgangi að ala þar upp naut til nautakjötsframleiðslu. Þegar húsið verður komið í fulla notkun verða þar um 300 nautgripir. Gripirnir eru aldir upp á heilfóðri sem er allt meira og minna ræktað á bænum. Hálmurinn slær í gegn hjá nautunum. „Hann fer um fjósið tvisvar á sólarhring og setur hálm í stíurnar. Það mun vera lykillinn að þessu að vera með hálminn, að hann fari nógu þétt og lítið magn í einu,“ segir Hörður Davíð Björgvinsson, bústjóri, um róbótann. „Og þú sérð það nú hvað gripirnir fíla þetta vel að fá yfir sig bað af hálmi þrisvar á dag. Þeir sækjast í það að liggja undir hálminum, að fá tilbreytingu í lífið hjá sér.“ Hörður og Arndís Jóhanna Harðardóttir bústjóri segja mikla eftirspurn eftir íslensku nautakjöti. „Það allavega vantar enn þá nautakjöt og meðan að má ekki flytja mikið inn, sem verður vonandi ekki í framtíðinni, að þá vantar íslenskt nautakjöt alveg í stórum stíl,“ segir Arndís. Landbúnaður Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Það er unun að sjá hvað nautgripunum á bænum Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi líður vel í eldishúsinu sínu. Ástæðan er sú að þau liggja á hálmi og fá hálm yfir sig á hverjum degi úr hálmróbóta líkt og um snjóbað væri að ræða. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hálmróbótann að störfum inni í eldishúsinu á bænum Sandhóli. Húsið sem var tekið í notkun síðasta vor var byggt í þeim tilgangi að ala þar upp naut til nautakjötsframleiðslu. Þegar húsið verður komið í fulla notkun verða þar um 300 nautgripir. Gripirnir eru aldir upp á heilfóðri sem er allt meira og minna ræktað á bænum. Hálmurinn slær í gegn hjá nautunum. „Hann fer um fjósið tvisvar á sólarhring og setur hálm í stíurnar. Það mun vera lykillinn að þessu að vera með hálminn, að hann fari nógu þétt og lítið magn í einu,“ segir Hörður Davíð Björgvinsson, bústjóri, um róbótann. „Og þú sérð það nú hvað gripirnir fíla þetta vel að fá yfir sig bað af hálmi þrisvar á dag. Þeir sækjast í það að liggja undir hálminum, að fá tilbreytingu í lífið hjá sér.“ Hörður og Arndís Jóhanna Harðardóttir bústjóri segja mikla eftirspurn eftir íslensku nautakjöti. „Það allavega vantar enn þá nautakjöt og meðan að má ekki flytja mikið inn, sem verður vonandi ekki í framtíðinni, að þá vantar íslenskt nautakjöt alveg í stórum stíl,“ segir Arndís.
Landbúnaður Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira