Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2017 21:30 Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að allt að 156 hvítabirnir verði veiddir á næsta ári. Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning sem leiddi í ljós fleiri hvítabirni en áður var talið. Fjallað var um ákvörðunina í fréttum Stöðvar 2. Það var sjávarútvegs- og veiðiráðuneyti Grænlands í Nuuk sem tilkynnti um nýju veiðikvótana rétt fyrir jól. Í frétt grænlenska ríkisútvarpsins KNR segir að þetta sé í fyrsta sinn um langt árabil sem ísbjarnakvótinn sé aukinn. Ástæðan sé nýjar upplýsingar Náttúrustofnunar Grænlands um að stofn hvítabjarna sé stærri en til þessa hefur verið álitið. Í frétt grænlenskra stjórnvalda segir að ákvörðun um auknar ísbjarnaveiðar sé pólitísk en byggð á nýjum gögnum og ráðgjöf kanadískra og grænlenskra vísindamanna um sjálfbæra nýtingu. Þeir stóðu í samvinnu við bandaríska og norska starfsbræður að viðamikilli rannsókn og talningu á hvítabjörnum á svæðunum milli Grænlands og Kanada á árabilinu 2011 til 2014.Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hvítabjarnakvótinn við Norður- og Vestur-Grænland verður aukinn úr 76 dýrum upp í 92 á næsta ári, eða um 21 prósent. Kvótinn við Suður- og Austur-Grænland verður óbreyttur, 64 dýr, enda liggja þar ekki fyrir nýjar talningar. Samtals þýðir þetta að veiðikvótinn á Grænlandi fer úr 140 dýrum upp í 156, sem er 11 prósenta aukning milli ára. Þeir bæir á norðvesturströndinni sem fá mestu hvítabjarnakvótana eru Upernavik með 44 dýr og Savissivik með 24 dýr, og á austurströndinni, þeirri sem snýr að Íslandi, fá íbúar Ittoqqortoormiit við Scoresby-sund að veiða 35 dýr og íbúar Tasiilaq 25 dýr. Talning á svæðunum í kringum Baffins-flóa sýndi um 2.800 dýr, samkvæmt frétt Náttúrustofnunar Grænlands, en talning á litlu svæði við Kane-sund á Norður-Grænlandi sýndi um 360 dýr. Þar telja vísindamenn líklegt að stofninn hafi stækkað en vilja skýra hærri tölur við Baffins-flóa með því að stofninn hafi verið vanmetinn í fyrri talningum. Þar segja vísindamennirnir að stofninn eigi undir högg að sækja vegna minnkandi hafíss og birnirnir séu nú léttari að meðaltali en áður þar sem þeir nái í færri seli.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin hefst eftir um 25 sekúndur í spilaranum hér fyrir neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísbirnir sitja um vísindamenn Fimm rússneskir vísindamenn sem staðsettir eru á lítilli eyju í Norður Íshafinu eru umkringdir af um tíu ísbjörnum og hafa verið það síðustu tvær vikurnar. 14. september 2016 08:53 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning sem leiddi í ljós fleiri hvítabirni en áður var talið. Fjallað var um ákvörðunina í fréttum Stöðvar 2. Það var sjávarútvegs- og veiðiráðuneyti Grænlands í Nuuk sem tilkynnti um nýju veiðikvótana rétt fyrir jól. Í frétt grænlenska ríkisútvarpsins KNR segir að þetta sé í fyrsta sinn um langt árabil sem ísbjarnakvótinn sé aukinn. Ástæðan sé nýjar upplýsingar Náttúrustofnunar Grænlands um að stofn hvítabjarna sé stærri en til þessa hefur verið álitið. Í frétt grænlenskra stjórnvalda segir að ákvörðun um auknar ísbjarnaveiðar sé pólitísk en byggð á nýjum gögnum og ráðgjöf kanadískra og grænlenskra vísindamanna um sjálfbæra nýtingu. Þeir stóðu í samvinnu við bandaríska og norska starfsbræður að viðamikilli rannsókn og talningu á hvítabjörnum á svæðunum milli Grænlands og Kanada á árabilinu 2011 til 2014.Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hvítabjarnakvótinn við Norður- og Vestur-Grænland verður aukinn úr 76 dýrum upp í 92 á næsta ári, eða um 21 prósent. Kvótinn við Suður- og Austur-Grænland verður óbreyttur, 64 dýr, enda liggja þar ekki fyrir nýjar talningar. Samtals þýðir þetta að veiðikvótinn á Grænlandi fer úr 140 dýrum upp í 156, sem er 11 prósenta aukning milli ára. Þeir bæir á norðvesturströndinni sem fá mestu hvítabjarnakvótana eru Upernavik með 44 dýr og Savissivik með 24 dýr, og á austurströndinni, þeirri sem snýr að Íslandi, fá íbúar Ittoqqortoormiit við Scoresby-sund að veiða 35 dýr og íbúar Tasiilaq 25 dýr. Talning á svæðunum í kringum Baffins-flóa sýndi um 2.800 dýr, samkvæmt frétt Náttúrustofnunar Grænlands, en talning á litlu svæði við Kane-sund á Norður-Grænlandi sýndi um 360 dýr. Þar telja vísindamenn líklegt að stofninn hafi stækkað en vilja skýra hærri tölur við Baffins-flóa með því að stofninn hafi verið vanmetinn í fyrri talningum. Þar segja vísindamennirnir að stofninn eigi undir högg að sækja vegna minnkandi hafíss og birnirnir séu nú léttari að meðaltali en áður þar sem þeir nái í færri seli.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin hefst eftir um 25 sekúndur í spilaranum hér fyrir neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísbirnir sitja um vísindamenn Fimm rússneskir vísindamenn sem staðsettir eru á lítilli eyju í Norður Íshafinu eru umkringdir af um tíu ísbjörnum og hafa verið það síðustu tvær vikurnar. 14. september 2016 08:53 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Ísbirnir sitja um vísindamenn Fimm rússneskir vísindamenn sem staðsettir eru á lítilli eyju í Norður Íshafinu eru umkringdir af um tíu ísbjörnum og hafa verið það síðustu tvær vikurnar. 14. september 2016 08:53
Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45
Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00