Íslensku pari hótað handtöku á flugvelli Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. desember 2017 06:00 James öðlaðist ríkisborgararétt hérna nýlega og eftir hremmingar hans og Hafsteins í Bandaríkjunum er ljóst að Ísland er landið þeirra. Lögreglumenn ráku Hafstein Regínuson og James McDaniel frá borði flugvélar í Baltimore í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Þeir telja fordóma gegn samkynhneigðum einu mögulegu ástæðuna fyrir aðgerðum lögreglunnar. „Þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir í vélinni komu skyndilega þrjár löggur og sögðu að ég yrði að yfirgefa vélina,“ segir Hafsteinn barþjónn, sem einnig er þekktur sem dragdrottningin Ragna Rök. „Við fórum ekki alveg þegjandi og hljóðalaust en hlýddum enda var ég skíthræddur. Ég ætlaði ekki að fara að láta handtaka mig í þessu landi.“ Þegar úr vélinni var komið brast Hafsteinn í grát. „Þá æptu þeir á mig að ég yrði að róa mig, annars yrði ég fjarlægður í handjárnum.“ Þegar þeir fóru fram á skýringar var þeim sagt að Hafsteinn hefði verið að kasta hlutum í flugfreyju. „Sem er hrein og klár lygi. James var síðan boðið að fara aftur um borð, sem hann þáði auðvitað ekki.“ „Ég mun aldrei gleyma óttanum, niðurlægingunni og sorginni í rödd Haffa þar sem hann grét í örmum mínum fyrir utan flugstöðina þar sem hann grátbað mig um að koma okkur aftur til Íslands, að koma okkur heim,“ segir James. Það sem átti að vera um þriggja klukkustunda flug frá Baltimore til Alabama varð að fjögurra daga erfiðu ferðalagi. „Við vorum þá búnir að missa af kvöldverðarboði stórfjölskyldunnar, sem var hjá ömmu hans á Þorláksmessu, og James búinn að tapa fjórum dögum með fjölskyldu sinni sem hann hafði ekki séð í tvö ár.“ Hafsteinn og James hafa í framhaldinu komist að raun um að óeðlilega mikið sé um tilfelli hjá flugfélaginu Southwest Airlines og á þessum tiltekna flugvelli þar sem fólki er vísað frá borði á einkennilegum forsendum. Þar sem lögreglu og flugfélaginu ber ekki saman um ástæðu brottvísunar Hafsteins telja þeir víst að fordómar séu ástæðan. „Við skárum okkur kannski úr í farþegahópnum. Við gerðum samt ekkert annað en að leiðast, kyssast og Haffi hallaði sér að mér þegar við vorum sestir. Allt eitthvað sem er algengt og sjálfsagt að pör, gagn- eða samkynhneigð, geri á Íslandi,“ segir James. „Það er fiskilykt af þessu öllu saman,“ segir Hafsteinn og bætir við að hann sé enn með kvíðahnút í maganum og óttist heimferðina. „Þetta er nett kúltúrsjokk fyrir frjálslegan Íslending eins og mig.“ James segist vera að átta sig á hversu alvarlegar fréttir frá Bandaríkjunum, af uppgangi fasískra og rasískra viðhorfa með tilheyrandi fordómum í garð kvenna, samkynhneigðra og trans fólks, eru í raun og veru. Hann hafi ef til vill verið orðinn svo vanur þessum sjálfsögðu mannréttindum á Íslandi og því orðinn dofinn fyrir því hversu breytingarnar í heimlandinu eru í raun alvarlegar. Hafsteinn og James segjast hafa fengið mikinn stuðning og hlýhug frá vinum og ættingjum nær og fjær sem þeir meti mikils og hafi hjálpað þeim að komast yfir áfallið á flugvellinum. „Okkur þykir alveg ólýsanlega vænt um allar kveðjurnar og stuðninginn sem við höfum fengið,“ segir Hafsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Lögreglumenn ráku Hafstein Regínuson og James McDaniel frá borði flugvélar í Baltimore í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Þeir telja fordóma gegn samkynhneigðum einu mögulegu ástæðuna fyrir aðgerðum lögreglunnar. „Þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir í vélinni komu skyndilega þrjár löggur og sögðu að ég yrði að yfirgefa vélina,“ segir Hafsteinn barþjónn, sem einnig er þekktur sem dragdrottningin Ragna Rök. „Við fórum ekki alveg þegjandi og hljóðalaust en hlýddum enda var ég skíthræddur. Ég ætlaði ekki að fara að láta handtaka mig í þessu landi.“ Þegar úr vélinni var komið brast Hafsteinn í grát. „Þá æptu þeir á mig að ég yrði að róa mig, annars yrði ég fjarlægður í handjárnum.“ Þegar þeir fóru fram á skýringar var þeim sagt að Hafsteinn hefði verið að kasta hlutum í flugfreyju. „Sem er hrein og klár lygi. James var síðan boðið að fara aftur um borð, sem hann þáði auðvitað ekki.“ „Ég mun aldrei gleyma óttanum, niðurlægingunni og sorginni í rödd Haffa þar sem hann grét í örmum mínum fyrir utan flugstöðina þar sem hann grátbað mig um að koma okkur aftur til Íslands, að koma okkur heim,“ segir James. Það sem átti að vera um þriggja klukkustunda flug frá Baltimore til Alabama varð að fjögurra daga erfiðu ferðalagi. „Við vorum þá búnir að missa af kvöldverðarboði stórfjölskyldunnar, sem var hjá ömmu hans á Þorláksmessu, og James búinn að tapa fjórum dögum með fjölskyldu sinni sem hann hafði ekki séð í tvö ár.“ Hafsteinn og James hafa í framhaldinu komist að raun um að óeðlilega mikið sé um tilfelli hjá flugfélaginu Southwest Airlines og á þessum tiltekna flugvelli þar sem fólki er vísað frá borði á einkennilegum forsendum. Þar sem lögreglu og flugfélaginu ber ekki saman um ástæðu brottvísunar Hafsteins telja þeir víst að fordómar séu ástæðan. „Við skárum okkur kannski úr í farþegahópnum. Við gerðum samt ekkert annað en að leiðast, kyssast og Haffi hallaði sér að mér þegar við vorum sestir. Allt eitthvað sem er algengt og sjálfsagt að pör, gagn- eða samkynhneigð, geri á Íslandi,“ segir James. „Það er fiskilykt af þessu öllu saman,“ segir Hafsteinn og bætir við að hann sé enn með kvíðahnút í maganum og óttist heimferðina. „Þetta er nett kúltúrsjokk fyrir frjálslegan Íslending eins og mig.“ James segist vera að átta sig á hversu alvarlegar fréttir frá Bandaríkjunum, af uppgangi fasískra og rasískra viðhorfa með tilheyrandi fordómum í garð kvenna, samkynhneigðra og trans fólks, eru í raun og veru. Hann hafi ef til vill verið orðinn svo vanur þessum sjálfsögðu mannréttindum á Íslandi og því orðinn dofinn fyrir því hversu breytingarnar í heimlandinu eru í raun alvarlegar. Hafsteinn og James segjast hafa fengið mikinn stuðning og hlýhug frá vinum og ættingjum nær og fjær sem þeir meti mikils og hafi hjálpað þeim að komast yfir áfallið á flugvellinum. „Okkur þykir alveg ólýsanlega vænt um allar kveðjurnar og stuðninginn sem við höfum fengið,“ segir Hafsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira